Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 51

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 51
reisnartilraun ungmennanna í páskavikunni 1916 ekki hlotið hærri sess í sögu íra en þær sem á undan voru gengnar og áhrif hennar fjarað út um leið og bergmálið af skotdrununum, ef ekki hefði orðið jafn grimmi- legur eftirleikur og raun varð á. Bretar hefndu sín geipilega. Patrick Pearse var leiddur fyrir aftökusveitina, aðeins 36 ára að aldri, sömu leið fóru aðrir sextán. Þessar aftökur vöktu óskaplega reiði víða um heim og urðu til þess að augu fólks opnuðust. Þessi ótýndi skáldalýður og ævintýramenn voru allt í einu orðnir píslar- vottar, sveipaðir dýrðlegum ljóma. Almenningur á írlandi fór að líta þá öðrum augum og mótmæli bárust úr mörgum löndum, Bretar urðu að láta í minni pokann og aftökunum var hætt. í næstu kosningum vann flokkur de Valeras stóran sigur og nú urðu þau umskipti að þjóðin fylkti sér um málstað frelsis og sjálfstæðis. í dag er ekki lengur nauð- synlegt að hafa með sér hríð- skotabyssu þótt farið sé á kvöldgöngu um götur Dyflinn- ar. Það er meira um vert að taka með sér regnhlíf því allt- af má búast við dembu af himnum. Og rjúkandi rústir er liðin saga. Þvert á móti ein- kennist Dyflin af nýbygging- um og ýmis konar fram- kvæmdasemi. Hvarvetna í út- hverfunum eru ný hús að rísa af grunni, gömul sóðahverfi eru óðum að týna tölunni og lífskjör fólks hafa batnað stór- lega. Það hefur verið sagt um íra að þá sé að finna alls staðar í heiminum nema þá helzt á Irlandi. Landflóttinn hefur ver- ið óslitinn ailt fram á okkar daga. í írska lýðveldinu eru tæplega þrjár milljónir íbúa. í Bandaríkjum Norðurameríku er talið að séu um 30 milljónir manns af írskum uppruna. Þetta eru ofboðslegar tölur. Landflóttinn stafar ekki ein- göngu af kúgun og áþján Eng- lendinga, hungri og drepsótt- um heima fyrir. Flökkuþráin sjálf er rík í brjósti hvers íra, það var orðin rótgróin hefð að hleypa heimdraganum og sjá sig um í heiminum. Heimþráin virðist aftur á móti ekki hafa verið meiri en svo að hún gaf tilefni til ljúfsárra söngva um eyjuna grænu í fjarska og all- margra staupa af brenndum drykkjum. Þar við bættist að ungt fólk hefur alltaf átt erfitt með að olnboga sig áfram í heimaland- inu. Það eimir enn þá eftir af hinu forna bændaþjóðfélagi þar sem gamlingjarnir réðu lögum og lofum. Það var alsiða að elzti sonurinn fékk ekki umráð bændabýlisins fyrr en faðirinn dó í hárri elli. Og þá voru yngri synirnir löngu farnir í ókunn lönd. Það var í frásögur fær- andi að tveir bræður á sjötugs aldri voru teknir fastir fyrir ólæti og ölvun á almannafæri í kaupstað á írlandi. Það kom í ljós að gömlu mennirnir voru að sleppa fram af sér beislinu í fyrsta sinn, pabbi þeirra var sem sé nýdáinn og þeir voru að fagna frelsinu. írskar heimasætur kvarta sáran yfir því að karlmennirnir hugsi meira um hross, hunda og peningasöfnun en konur. Því hafa þær orðið að leita til annarra landa í von um manns- efni, þær sem ekki treystust til að bíða til fimmtugs eftir því að einhver samlandi þeirra tæki á sig rögg, kannski gegn vilja móður sinnar og hæfi upp bónorð. Nú hefur dregið verulega úr fólksstraumnum og í fyrsta sinn í eina öld hefur íbúunum fjölgað í landinu, — að vísu aðeins um fáein þúsund en það er þó breyting í rétta átt. Það er alkunna að írskir rit- höfundar, skáld og mennta- menn hafa flúið land — sjálf- viljugir að vísu. Þar nægir að nefna Bernhard Shaw, Oscar Wilde, James Joyce og Samuel Beckett. Klerkastéttin ræður lögum og lofum á írlandi og hefur ótrúlega mikil ítök í sál- arlífi fólks og hversdagslegri hegðun. Einn af svörtustu blett- unum á hinu unga ríki, sem öldum saman hefur barist fyrir frelsi sínu, er ritskoðunin. Með reglubundnu millibili er gefinn út listi yfir bannaðar bækur. Þar er ekki aðeins að finna flesta fremstu rithöfunda vest- rænna þjóða á okkar dögum, heldur jafnvel ágæta kaþólska höfunda. Það eru örfá ár síðan hægt var að fá höfuðrit James Joyce í bókabúðum í Dyflinni, þar áður voru þau seld á svört- um markaði og lá þung refsing’ við ef upp komst. Hins vegar er ekkert gert til að hefta innflutning á glæpareyfurum, hasarblöðum og sorpritum. Þegar Ólafur pá sigldi skipi sínu til írlands forðum að heilsa upp á afa sinn, Mýr- kjartan konung, hafði hann það meðal annars til sanninda um uppruna sinn að hann talaði írsku ekki síður en innfæddur. Kæmi Ólafur pá til írlands i dag er hætt við að hann kæm- ist skammt með málakunnáttu sína, kannski yrði hann leiddur á fund einhverra sérvitringa, sem hefðu stofnað félag með sér að tala írska tungu. Annars Framhald á næstu siðu. 1 BÖKHLÖÐUNNI fáið þér allar fáanlegar bækur. -1 kjallaranum höfum við einnig puzzlespil, jólapappír, kort, spil og margt fleira. Áherzla lögð á fljóta og góða afgreiðslu. Laugavegi 47 — Sími 16031. FÁLKINN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.