Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 14
Þessi grein um töp og sóun er rituð af Ameríkumanni og því eðlilegt að hann taki Bandaríkin fyrir fyrst. f desember 1963 tilkynnti Mac- Namara að ekki kæmi nein upp- hæð fyrir Skybold-eldflaugina á fjárlögum 1964. Margir kúgaðir Bkattgreiðendur urðu fegnir en í rauninni þýddi yfirlýsingin að Varnarmálaráðuneytið gæfist upp eftir að hafa varpað á glæ 800 milljónum dala. Skybolt var tólf metra tveggja þrepa eldflaug sem hægt var að senda frá sprengjuflugvél með hálfs megatonns tundurhylki á skotmark í 1500 km fjarlægð og rúmlega það. í rauninni var þetta frá upp- hafi ónauðsynlegur hlutur af því að Bandaríkin höfðu ekki not fyr- ir það. Þær gerðu sama gagn og Polaris-eldflaugar sem skotið var frá kafbátum. Það var mun ódýr- ara að hafa kafbát í sjónum en heila deild af Skybolt-flugvélum á lofti alla stund. Og það er miklu auðveldara fyrir óvininn að leggja í rúst flugvelli en tortíma kaf- bátum í sjó. Allt var þetta vitað fimm árum éður en smíðin hófst. En fáeinum flughershöfðingjum var mjög í mun að viðhalda mönnuðum sprengjuflugvélum. Skybolt-eld- flaugin stuðlaði að því að sú ósk rættist. Þannig fengu mannaðar sprengjuflflgvélar hlutverk á geimöld. Þeim tókst einnig að fá Englendinga til að hætta við eld- flaugaáætlun sína og umbreyta Vulkan-sprengjuflugvélum sínum til að bera Skybolt-flaugar. Fjórum árum og 800 milljónum dölum síðar og eftir að 14000 manns höfðu varið öllum tíma sinum í fyrirtækið viðurkenndi flugherinn að Skybolt-eldflaugin væri kák. Af fimm tilraunum mis- tókust fimm, þrem sinnum sakir þess að annað þrepið varð óvirkt. Kannski hafa yfirmenn flug- hersins orðið glaðir við því enn biðu mörg verkefni úrlausnar. Til dæmis: engin sprengjuflugvél í heimi hafði nóg burðarmagn til að bera rafeindaheila og siglinga- tækin sem til þurfti. Og engum hafði tekizt að gera svo nákvæma stýristækni sem til þurfti að hitta í mark meðan sprengjuflugvélin fór með 1000 km hraða yfir jörðu. í stuttu máli: Skybolt missti 14 FÁLKINN MILUARÐAR í SÚGIN Mistök og misreikningar hafa orðið til þess að milljónum er kastað á glæ — Og oftast er það almenningur, sem borgar brúsann. marks. Jafnvel þótt eldflaugin virkaði rétt, var ómögulegt að stýra henni. Og jafnvel þótt allt gengi að óskum var engin þörf fyr- ir hana. Þar með rann Skybolt sitt skeið án þess að vinna annað tjón en sóa 800 milljónum dala. Hún hlaut sömu örlög og hin víðfræga Navaj sem kostaði svipað og Snark, en til hennar var varið rúmum milljarði. Ekki er flugherinn einn um glapræðið. Landherinn hefur einnig sóað gífurlegum verðmætum. Við getum nefnt sem dæmi M-14 riffilinn. Það tók fimm ár að framleiða gersemi af skotvopni. Auk þess kostaði fram- leiðslan húndruð milljónir dala en árangur- inn varð sá að riffillinn var ekki eins góður og vopnið sem hann átti að leysa af hólmi. Fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús, sagði einn hershöfðinginn. Eftir síðari heimstyrjöldina þótti hernum tími til þess kominn að fá nýjan riffil sem yrði léttari en hinn venjulegi M-1 og sjálf- virkur. Smávægilegar breytingar á M-1 hefðu / leyst allan vanda en því^var ekki að heilsa. Hinir háu herrar kröfðust róttækra breytinga. Ýmsir uppfinningamenn komu á framfæri tillögum sínum til úrbóta en herinn hafnaði þeim öllum á þeim forsendum að venjulegir borgarar gætu ekki leyst úr vanda sem her- fræðingar hefðu gefizt upp á. Einkaframleið- endur buðu AR-15 sem vó þriðjungi minna en M-1 og hleypti af kúlu sem gerði óhemju usla. Herinn hafnaði þessu vopni en flug- herinn keypti nokkur þúsund og notaði með góðum árangri í Suðaustur-Asíu. _________ , Önnur NATO-lönd höfðu boðið fram skot- vopn til reynslu sem að öllu leyti tóku fram gömlum vopnum. En herinn beitti öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir að þau væru reynd. Fáránlegar kröfur voru bornar fram um breytingar, þannig að þegar loks var leyft að reyna þessi vopn, reyndust þau lakari en M-14. Opinber yfirlýsing hljóðaði á þessa lund: M-14 er 1) léttari, 2) betur fallinn til fjölda- framleiðslu, 3) léttari til æfinga. Síðan hafa breytingar haft í för með sér að hann er 1) þyngri en NATO-vopnið, 2) næstum ókleift að framleiða hann í fjölda- framleiðslu vegna ofurnákvæmni í gaskerf- inu 3) svo flókinn í notkun að herinn hefur snúið sér aftur að M-l. Auk alls þessa hafa margir M-14 sprungið og þúsundir orðið óvirkir eftir örfá skot. Þá draga þeir ekki jafn langt og verðið er miklu hærra. Aðeins að einu leyti skarar M-14 fram úr M-l. Riffillinn er sjálfvirkur og hleypir af um 700 skotum á mínútu. — En (og hér liggur hundurinn grafinn). Herinn hefur að lokum viðurkennt að ef hver, hermaður ætti að freta af rifflinum sjálfvirkt, þá þyrfti tylft burðarkarla með skotfæri að fylgja hverjum þeirra. Þeim hefur einnig orðið ljóst að sjálfvirk skot eru dýrari en þó ekki eins gagnleg. Nú hefur níu af hverjum tíu rifflum af gerðinni M-14 verið breytt þannig að aðeins er hægt að hleypa af einu skoti. Hernum hefði verið nær að finna upp húfuskyggni sem ekki slitnaði hvað oft sem heilsað væri. Flotinn hefur einnig sinn djöful að draga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.