Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 19
Þeir lékju öll vinsæl lög. Þeir sögðu, að nokkur misskilningur væri varðandi þessa bítla og þá músík, sem þeir spiluðu. Þeir minntust á hljómsveit sem heitir The Rolling Stones og töldu hana mjög góða. Fyrir þá, sem þekktu lítið þessa músik, þá fyndist þeim lík músíkin hjá bítlunum og The Rolling Stones, en þetta tvennt væri nú samt gerólíkt. Þeir sögðu, að þessi hljómsveit væri orðin þriggja ára gömul. Að vísu hefðu þeir ekki spilað í henni allir frá byrjun. í vor hefði hljómsveitin verið leyst upp að nokkru leyti. Þá fóru tveir meðlimir hennar út til Bretlands til að kynna sér það nýjasta í þessum málum. Þeir hefðu verið ytra nokkurn tíma, og svo þegar þeir komu heim aftur, voru nýir meðlimir teknir í hljómsveitina. Þeir sögðu, að þessi ferð til Bretlands hefði verið mjög lærdómsrík. Það hefðí farið miklu minna fyrir Bítlunum en þeir hefðu búizt við. Aðrar stjörnur hefðu verið að koma á toppinn og þau lög, sem hér hefðu verið vinsæl, hefðu verið orðin úrelt fyrir löngu. Það hefði líka verið komin fram ný músík, ólík þeirri, sem verið hefði. Nú væru þau lög, sem £ vor voru vinsæl ytra, að koma hingað heim. Við værum svolítið aftur úr í þessum efnum og seinir að fylgjast með. Þeir spila í Lídó þrjú kvöld í viku, föstudags, laugardags og sunnudagskvöld. Og ef þeir eru ekki að spila í Lídó um helgar, þá fara þeir eitthvað úr bænum að spila. Þeir sögðust hafa ferðazt nokkuð hér innanlands t. d. farið um nær alla Austfirði og það hefði verið gaman að leika úti á landi. Ungt fólk þar hefði ekki síður áhuga á þessari músík en hér í bænum. Þeir segjast kunna vel við að leika fyrir unga fólkið jafn- aldra sína. Það væri hvað skemmtilegast að leika í Lídó, en annars væri gott að spila fyrir unglingana, þelr kynnu vel að meta músíkina. Aðailega eru áheyrendur þeirra á aldrin- um frá 16 ára til tvítugs. — Er nokkur ykkar sem semur texta? — Nei, það er lítið um það. Að vísu tók einn okkar upp á því um daginn að búa til enskan texta við franskt lag, en það er það eina í þessum efnum. — Er nokkur lagasmiður? Þeir gáfu lítið út á þessa spurningu en sögðu, að það gæti vel verið, að svo væri. Þegar við spUrðum þá, hvort einhver einn þeirra væri betri en hinir, sögðu þeir, að Gunnar Jökull væri einn efni- legasti trommuleikari um þessar mundir. Og aðrar hljóm- sveitir væru alltaf að gera hosur sínar grænar en hann léíi sig hvergi og vildi ekki með annarri hljómsveit spila. — Er ekki hörð samkeppni hjá ykkur yngri hljómsveitun- um? — Jú, það er hörð samkeppni. Maður verður að vera harð- ur til þess að geta verið með. — Og hvernig er að leika fyrir unga fólkið? — Það er eins og við sögðum áðan í flestum tilfellum gott, en getur verið nokkuð misjafnt. Annars er mikill áhugi á þessu hjá unga fólkinu og það er fljótt að læra nýju lögin, og sumir eru anzi vandlátir. — Hver útsetur fyrir ykkur lögin? — Það gerum við sjálfir. — Þurfið þið ekki að fylgjast vel með? — Jú, það er alveg lífsnauðsyn að vera vel heima í þessum efnum og fylgjast strax með, þegar eitthvað nýtt kemur fram. Framh. á bls. 27. 11 ■ ■ i ■ rinmrfl lyrrTiTtTfPff ííééi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.