Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 20
KVIKMYNDAÞÁTTUR: TVÆR IUYNDIR í TOIMABÍÓI MONDO CANE NR. 2 og ERK ítalinn Jacopetti hefur getið sér gott orð fýrir gferð heim- ildarkvikmynda. Hann vinnur þessar myndir sínar með nokk- uð öðrum hætti en þeir sem áður hafa fengizt við þessa gerð kvikmynda. Hann sendir menn sína víða vega til efnissöfnun- ar og síðan vinnur hann úr því. Til eru þeir sem segja að mörg atriði mynda Jacopetti séu uppstillt og hvort nokkur sannleikur kann að vera í því skal ósagt látið en þau atriði sem verulegu máli skipta bera slíkt ekki með sér. Fyrsta mynd Jacopetti var Mondo Cane. Sú mynd hlaut geysigóðar viðtökur enda mjög sérstæð og vel unnin mynd. Laugarásbíó sýndi þá mynd snemma í sumar og hlaut hún ekki síður góðar viðtökur hér en erlendis. í þeirri mynd leit- aðist Jacopetti við að sýna okkur andstæður í lifnaðar- háttum manna víða um heim. Hann sýndi bruðl fjármuna og ríkidæmi á einum stað og strax á eftir sult og seyru á öðrum. Mörg atriði myndar- innar voru óhugnanleg. Næst sendi Jacopetti frá sér myndina La donne del mondo — Konur um víða veröld. Sú mynd var sýnd í Tónabíó og hlaut ekki síður miklar vin- sældir en fyrri mynd höfund- ar. I þeirri mynd brá hann upp lifnaðarháttum kvenna víða um heim. Nú innan skamms mun Tónabíó taka til sýningar enn eina^ mynd eftir Jacopetti Morido Cane nr. 2. Um þessa mynd sína hefur Jacopetti sagt að með Mondo Cane hafi ekki verið fundin nein gullæð, heldur hafi þar verið um að ræða einn ein- stakan gullmola. Mondo Cane sé sönnun þess að heppnist kraftaverk verði það ekki endurtekið eftir pöntun. Það sé m. a. vegna þess sem hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.