Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 25
Jofinna ber enga ábyrgð á því, sem gerzt hefur. Þar að auki trúir hún því ennþá, að þú sért móðir hennar. — En hún verður að fá að vita, að ég er það ekki. Þegar ég segi... —. Þarftu að segja nokkuð? Þú ert frjáls — er það ekki nægilegt? Það væri betra að koma ekki neinu hneyksli af stað ... Það hefur þó ekki svo mikið að segja, hvað umheim- urinn heldur, hvort fólk trúir því, að þú sért Lisa Landry eða ekki? Charles er dáinn — og lögum samkvæmt ert þú ekkja hans. Arfurinn er þinn, eins og hann réttilega hefði átt að verða í upphafi. — Peningar, sagði ég þreytulega. Það eru ekki pen- ingarnir sem skipta öllu máli. — Þú þarft á þínum arfi að halda, sagði Hugh. Hann brosti. Annars getur þú ekki sakað mig um að hafa tekið þig vegna peninganna, þegar þú verður vond út í mig. Eftir að við erum gift á ég við. Ég leit á hann stórum aug- um. — Þegar við erum gift...? endurtók ég stamandi. — Já, auðvitað, sagði Hugh hæglátlega. Vertu ekki svona undrandi á svipinn. Þú hlýtur að hafa vitað lengi, að ég elska þig? — Nei, stamaði ég, nei — alls ekki! /. — Skildirðu það ekki? Þá hefur þú líka verið sú eina, sem ekkert skildir. Bæði frú Hale og Sara — og svo ekki sé talað um Valerie og Keith. Ojú, þú hlýtur að hafa vitað það? Ég hristi höfuðið í ráðaleysi. —- Þú sagðir aldrei neitt... Hann lyfti augabrúnunum í undrun. — Sagði ég virkilega aldrei neitt? Ertu viss um það? — Því hefði ég þó aldrei getað gleymt! sagði ég og brosti. Og þú hefur ekki svo mikið sem kysst mig núna ... — Læknir má ekki kyssa sjúkling sinn. Það passar ekki. Vilt þú að ég verði rekinn úr læknafélaginu? — Það skiptir víst ekki miklu máli, þegar þú ætlar hvort sem er að kvænast mér fyrir peningana. Hugh skellti upp úr. — Elsk- an mín, sagði hann, ég myndi ekki leggja læknisstarfið á hill- una, enda þótt þú værir ríkasta kona heims! Allt í einu varð ég alvarleg á ný. — Þú hefur eltki sagt mér, hvernig Charles dó, sagði ég lágt. Biturleikinn var allt í einu horfinn. Hugh hafði losað mig við hann. — Hann var í svefnherberg- inu, þegar gólfið féll. — En hvernig getur staðið á því, að hann var þar, spurði ég hissa. — Fyrst hélt ég, að hann hefði þotið inn í húsið til þess að bjarga mér. Að öllum lík- indum hefur hann haldið sig einhvers staðar í grendinni, til þess að sjá, hvort eldurinn log- aði ekki glatt. Það sem við vit- um með vissu, er, að hann kom allt í einu fram á sjónarsviðið, nokkrum mínútum eftir að slökkviliðsbílarnir komu, því hann talaði við brunaliðsmenn- ina og fullvissaði þá um, að hús- ið væri mannlaust — að þjón- ustufólkið væri ekki heima, og þú hefðir sagt við hann, að þú ætlaðir, að fara aftur til Lon- don. En rétt í því að hann var að skýra frá þessu, varð hann náfölur í framan og æpti: Góði Guð! Og áður en slökkviliðs- mennirnir gátu komið í veg fyrir það, þaut hann inn í húsið. Húsið var fullt af reyk, og mennirnir fóru á eftir hon- um hálfa leið upp stigann þá hrundi gólfið í svefnherberg- inu. Landry fanns-t síðar í brakinu í herberginu fyrir neðan. — En hvers vegna vildi hann komast inn í svefnher- bergið? hvíslaði ég. Hann vissi jú vel, að ég var þar — það vissi hann allan tímann — og hann getur ekki hafa viljað bjarga mér. — Ég held það hafi verið Joanna, sem hann vildi bjarga. Bíllinn hennar stóð fyrir utan hliðið, þegar ég kom að. — Landry hlýtur að hafa séð hann og honum skildizt, að hún væri inni í húsinu. — En hann vissi ekki, að það var einmitt verið að bjarga ykkur út um baðherbergisgluggann á sömu stundu og hann stökk inn í eldinn. Baðherbergisglugginn snýr í aðra átt. Hann þagnaði og horfði rann- sakandi á mig eitt augnablik. —Vilt þú ekki tala við Jo- anna? Hún er svo óróleg út af þér. — Þau voru mjög samrýmd sagði ég. Ég skil vel, að hún hlýtur að sakna hans mikið. — Gerðu þetta þá ekki erf- iðara fyrir hana en nauðsyn krefur. Hún þarf aldrei að vita, hvernig faðir hennar var í raun og veru. — En ég vil verða Dorcas Mallory að nýju, sagði ég. — Reyndu að skilja mig . .. — Vina mín, vissulega skil ég þig, en hvaða þýðingu hefur nafnið eiginlega? Þar að auki breytist það bráðlega í Broder- ick. — Ég hugsaði ekki út í það, sagði ég hamingjusöm. Nei, þá skiptir það auðvitað ekki máli. — Jæja þá, sagði Hugh og ég heyrði á öllu, að hann hafði frá upphafi verið viss um, að hann fengi vilja sínum fram- gengt. Ég sendi eftir Joanna. — Þegar hann var kominn fram að dyrunum, sneri hann sér við og sagði: Nú hef ég beðið þín, mundu það. — Komdu ekki seinna og segðu, að ég hafi aldrei sagt nokkurn skapaðan hlut. Ég heyrði hann kalla — á Joanna. Sögulok. FÉLAGI DOA CAMILLO í nœsta blaði hefst ný og bráðskemmtileg framhaldssaga, sem við vonum, að les- endur blaðsins hafi gaman af. Hér eru á ferðinni ný œvintýri af hinum frœga presti Don Camillo, sem hinn ágœti leikari Fernandel hefur gert ódauðlegan, og fjand- vini hans, kommúnistaforingjanum Pepp- one. Þeir félagar eru nú í sndiför til Ráð- stjórnarríkjanna, og verða þeir þar að vonum fyrir athyglisverðri reynslu. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.