Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 34
Einangraiargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KOIRKIOJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. NÝJUNG frá ÚLTRfltLftSH Mascara geni augnhárin eins löng og silki- og frekast veröur á kosið. ULTRA-LASH gæö- ir augnhárin mjúkri lengd án þess að hau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-bursti lengir þau og gerir silkimjúk um leið og hann litar hvert hár á hlið og bak. ULTRA- LASH storknar ekki, smitar, rákar, óhreinkar eða flagnar. Hann er voð- felldur, vatnsfastur og lyktariaus ... eng- ar áhyggjur af gljáa, lausum eða hlykkjuð- um hárum. Þvæst af á svipstundu með Mayucnne Mascara uppleysara. i þrem hríf- andi litbrigðum: Flauelssvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. IVIaybeiline alltaf hið vandaðasta og bezta til augnfegrunar. semdir fyrir því að veiðiþjóf- arnir og glæponarnir séu í þann veginn að ráðast til at- lögu í nótt áður en regntíminn byrjar. Þar eð tungl er fullt þurfa þeir enga ljóskastara. Þeir geta ekið vörubílnum hér inn í Veleba nokkrum kíló- metrum fyrir sunnan Poinsettia og ekið yfir svæðið gegnt landamærunum. Milli Zeekoei og Hlarutánna geta þeir byrj- að með allsherjar stórslátrun. Leiðin er full af villibráð. Síðan geta þeir farið í áttina að bú- garði Boryslawskis og þaðan veginn til Jóhannesarborgar. Van Wyk skoðaði kortið með Andrew. — Það er mögulegt, sagði hann. — Á þessum árstíma er auðvitað annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hvað hafið þér hugsað yður að gera? — Ráðast til atlögu gegn þeim í nótt. Takið nokkra menn með yður í lögreglubílnum. Ég fer í jeppanum með tvo menn. Við verðum líka að vera vel vopnum búnir. — Já, víð verðum að hafa næg skotvopn. — En svo er mál með vexti, sagði lögreglustjórinn hálf niðurlútur, að ég á ekki hægt um vik og þó veit heilög ham- ingjan að það er ekkert sem ég vildi frekar en ráðast að þessum bandíttum. En sem sé: ég er tilneydur að bíða eftir áríðandi samtali við Pretoriu og ég býst varla við því fyrr en í kvöld eða nótt_____ — En þegar svona stendur á hljótið þér að láta það ganga fyrir öðru, sagði Andrew. — Ef símtalið kemur fyrir kvöldið, slæst ég að sjálfsögðu í för með ykkur. Og meðan ég man: bróðir yðar og unga stúlkan koma til Láger II i kvöld. Ég hlustaði á talstöðina í gærkvöldi, því að ég hélt kannski að þið væruð orðin óróleg. Síminn hringdi og lögreglu- stjórinn hrökk við. — Jæja, kannski kemur sím- talið þarna. Við sjáum til. •— Halló... Já, þetta er van Wyk ... Ó, eruð það þér, Bory- slawski... til Andrew Miller.. það vill svo til að hann er staddur hérna hjá mér... Hann rétti tólið að Andrew. Lögreglustjórinn sá að and- litssvipurinn breyttist smám saman og gleðibros færðist yfir andlit Andrews. Loks lagði hann niður símann. — Þau eru heil á húfi, guði sé lof. En þetta hefur sannar- lega verið mikil eldraun. Rusty kom að búgarði Baryslawskis og hafði meðferðis sérstaklega fallegar og miklar fílstennur. Hann er sagður hafa ráðið niðurlögum Dumelu. Van Wyk sagði: — Það hefur verið voðalegt fyrir ungfrú Lang, vinkonu yðar. Andrew hallaði sér áfram. — Hvað eigið þér við „vinkonu mína.“ — Heyrið mig nú, Miller, hafið þér gleymt að það var ég sem hef komið skeytunum ykkar til skila. Þér getið ekki slegið ryki í augun á mér. — Satt að segja var ég bú- inn að gleyma því. Eða ég hafði ekki hugsað út í að þér mynduð túlka það á þennan hátt. Það hafði verið kjánalegt að vona að enginn vissi um sam- band þeirra Alice nema bróðir hans og systir, hugsaði Andrew með sér. — Ég túlkaði það bara þannig að þér og ungfrú Lang væruð mjög nánir vinir, sagði van Wyk. í fyrstu hélt ég að hún væri kannski sérlega kær frænka____, — 1 fyrstu ...? — Seinna komst ég á aðra skoðun. — Hvers vegna? — Ég heyrði ykkur tala saman í fyrrakvöld í talstöð- inn — og ég hugsaði með mér að þannig töluðu engir ættingj- ar hvor við annan. Og ég hugs- aði með mér að hr. Miller hefði þarna náð' sér í fína enska dömu. Hún hafði mjög við- felldinn og fallegan málróm, ef mér leyfist að láta þá skoðun mína í ljós. Andrew rak upp hlátur. — Þér eruð meiri leynilögreglu- maðurinn. — Já, einmitt, og hún er hjúkrunarkona, skilst mér, sagði van Wyk. Hann tók eftir að Andrew hrökk við. — Hvernig vitið þér það? — Thea litla sagði mér það. Thea litla á raunar ekki við. Skelfing hefur litla píslin full- orðnazt og breytzt á einu ári. — Það verður ágætt fyrir Theu að fá aðra stúlku. Hún er allt of einræn hér og hér er ekkert af ungu fólki á hennar reki. —• Það er öldungis rétt hjá yður, herra Miller. Og hún fet- ar sjálfsagt aldrei í fótspor for- eldra sinna. Andrew varð hugsað til þess, þegar Thea hafði sagt honum frá tilfinningum sínum í hans garð. Hann mundi hvernig hún hafði þrýst sér að honum og kjökrað og hann hafði furðað sig á tilfinningum þeim og kenndum, sem hún vakti hjá honum. Þegar Rusty og Alice komu til búgarðsins hafði frú Bory- slawski til reiðu mat handa þeim og neitaði að leyfa þeim að fara þaðan án þess þau fengju sér að borða. Rusty af- þakkaði ákveðið. — En sherryglas handa ung- frú Lang og bjór handa Rusty sagði hún. Rusty hló. — Við vorum að • enda við að drekka vináttuskál með höfðingjanum. Frúin gretti sig. — Þá veitir ekki af einhverju til að taka *» bragðið. Hvernig leizt yður ,á höfðingjann gamla, ungfrú Lang? — Ég vorkenndi honum, svaraði Alice. — Ég sá ekki betur en hann væri hér um bil blindur. Boryslawski leit snöggt á hana. — Hvers vegna haldið þér það? — Haiin þreifaði og fálmaði í kringum sig. Og hann var í sífellu að taka af sér gleraug- un og þurrka þau. Einu sinni veitti ég því athygli að sjáöldr- in voru nær alveg hvít. — Hamingjan góða, svo að þér takið bara eftir öllu! frú Boryslawski setti glas hjá Alice. — Ég vona að yður geðj- ist að sætu sherryi — mér finnst það gott. Maðurinn minn vill heldur þurrt sherry, en ég segi nú alltaf að kvenfólk vilji heldur hafa það sætt. En þér j? hafið reyndar rétt fyrir yður | með gamla höfðingjann. Hann var hjá augnlækni í Jóhannes- arborg fyrir hálfum mánuði. En þeir vilja ekki gera uppskurð á honum — segja að hann verði að bíða — og það hafa þeir sagt árum saman. En Marcus Gottlieb — samstarfs- maður mannsins míns — þekk- ir skurðlækni í Sviss, sem hef- ur gert merkilega augnupp- skurði. En það mundi náttúr- lega verða óskaplega dýrt. Það er ekki að undra þótt höfðing- inn sé fátækur ... — Christina! Rusty vantar meiri bjór! Konan þagnaði eins og skrúf- að hefði verið harkalega fyrir krana. Alice vorkenndi herini mjög. En frúin virtist jafna sig furðu fljótt. — Hérna er meiri bjór, Rusty — og þú vilt líka Anton, er það ekki? En ég skil ekjri, hvers vegna þú getur ekki baétt sjálfur í glösin. Maðurinn minn hafði þjóna á hverju strái í uppvextinum.., 34 FAUK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.