Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 43

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 43
Og heppnaðist í þriðja sinn. Bræður mínir gripu mig á flóttanum tvisvar en í þriðja sinn tókst mér að komast heim og sagði mínar farir ekki slétt- ar. Pabbi varð heldur þungur á brún, þó fékk ég að borða en að því búnu stikaði hann með mig upp eftir á ný. Ég hef aldrei skammazt mín eins og þá. Ég var ekki nema fimm ára og hef sennilega ekki verið búin að ná skólaþroska. En þótt upphafið að skóla- vist Systur Clementiu yrði heldur óbjörgulegt lauk hún prófi og vann síðan klaustur- heit 15 ára að aldri. Og hef- ur nú starfað í þjónustu skólans í 27 ár eins og áður er sagt. Ekki verður skilizt við grein um Landakotsskólann svo að ekki sé minnzt þess kennara sem hefur brugðið ljóma yfir skólann í hugum flestra sem Þaðan eiga minningar. Hér á ég við fröken Guðrúnu, hún lét af kennslu síðastliðið ár og hafði þá kennt óslitið við skól- ann frá 1918. Áður hafði hún kennt fimm ár við ríkisskóla og því var liðin hálf öld frá því hún hóf kennslu þegar hún hætti störfum fyrir aldurs sak- ir. Guðrún Jónsdóttir er einn þeirra örfáu kennara sem halda áfram að kenna nemendum sínum alla ævi þó svo að lokið sé burtfararprófi og persónuleg tengsl hafi rofnað. Engan kenn- ara hef ég vitað jafn nákominn námsgrein sinni. Guðrún átti slíkum vinsældum að fagna að fátítt er meðal kennara og þar virtist ekki unnt að greina milli persónu hennar og námsefnis- ins; svo vandlega voru þessir þættir ofnir saman. Ef til vill hafa vinsældir hennar sem kennara einkum byggzt á því að hún kenndi ekki. Hún sat á skólabekk með nemendum sín- um. Svo mikil var lotning hennar fyrir námsefrii ^ínu, í íslenzkri sögu og tungu. Og þeir sem hafa gengið með fröken Guðrúnu í hof tung- unnar búa að því alla tíð síðan. Guðrún missti föður sinn ung að aldri og varð að leggja hart að sér til þess að ganga menntaveginn. Hún vann myrkranna milli eins og ungl- ingar í þá daga og laumaðist til að líta í bók meðan hún kembdi og spann í baðstofunni. En jafnskjótt og móðir hennar birtist settist hún á bókina. Móðir hennar hafði sagt að enginn lifði á bókum. Þó fór svo að fröken Guðrún ól önn fyrir móður sinni um tuttugu ára skeið og þannig „lifðu þær á bókum.“ Jökull. Hrein frísk heilbrigö húð ÞoS ikiptir ikki máli, hvtrnig húð þír haiiSj Það er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Þvi Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þatfnast helzt. Hún getur sjólf ókveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrla húð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.