Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 5
legt líka. Um daginn fór ég í
samkvæmi og þar var mikið
reykt eins og oft vill koma fyr-
ir. Þetta varð mér tilefni þess
að ég fór að hugleiða hvort
það væri ekki skylda húsráð-
enda í samkvæminu að banna
sígarettureykingar. Það getur
verið að sumum finnist þetta
vitleysa en mér finnst það ekki.
Og nú langar mig til að heyra
álit ykkar á þessu.
Vinsamlega svarið mér sem
fyrst.
Pála.
St>ar.-
Þaö er nú ekki vist aO allir
liafi vitaO þetta meO sigaretturnar
eins og þú en marga liefur sjálf-
sagt grunaO þaö. VarOandi þetta
sem þú ert að segja eru engar
gildandi reglur í landslögum þaö
bezt veröur vitaö og verður því
hver að gera það sem horium
réttast þykir. Ef húsráðendur
banna tóbaksreykingar á sínu
heimili þá er það auövitað sjálf-
sagt hjá gestum að fylgja því
banni. En slík bannsetning er
ókurteisi gagnvart þeim sem
reykja.
Um rjúpnaveiðar.
Háttvirta blað!
Það er mikið sport að fara á
fjöll með byssur og skjóta
nokkur saklaus rjúpnagrey.
Menn flengja fjöll fram og aft-
ur í leit að þessum fugli og
hleypa af hólknum sem þeir
frekast mega. Eftirtekjan er
ekki alltaf í réttu hlutfalli við
skotfæranotkunina. Og þó áhug-
inn sé nú geysilegur er mér
sagt af fróðum mönnum að hin-
ar vopnglöðu rjúpnaskyttur séu
með öllu ófáanlegar til þess að
fylla út nokkur meinlaus eyðu-
blöð um hversu margar rjúp-
ur þeir hafi lagt að velli. Þó
er mér sagt að ef þessar skýrsl-
ur yrðu sómasamlega fylltar út
kæmi það fáum að jafnmiklu
haldi og rjúpnaskyttunum.
Þetta kann að vera sport út af
fyrir sig. Kannski eru þeir
feimnir við að láta spyrjast
hvað þeir skjóta lítið.
Annars ætlaði ég ekki að
skrifa um þessar skýrslur
rjúpnaveiðimanna heldur fara
þess á leit við þá að þeir skili
sér alltaf á kvöldin svo óvið-
komandi menn þurfi ekki að
vera að leita þeirra í nátt-
myrkri og kannski byl. Þótt
drápsgleðin kunni að vera
mikil þá er hún bezt með forsjá
og lítið verður úr veiðinni ef
menn komast ekki aftur til
byggða. Annars er mér sama,
ekki leita ég.
Einn sem ekki fer
á rjúpnavciðar,
Endursýningar
á gömlum myndum.
Kvikmyndaþáttur Fálkans,
Reykjavík.
Fyrst þið eruð að gera ykkur
það ómak að hafa vikulega
kvikmyndaþætti í blaðinu og
kynna væntanlegar myndir er
eitt atriði í rekstri kvikmynda-
húsanna sem mig langar til að
benda ykkur á. Kvikmynda-
húsin mættu gjarna gera meira
að því að endursýna gamlar
myndir sem þau eiga í fórum
sínum. Meðal hinna gömlu
mynda eru margar ágætar og
þegar liðin eru svona fimm ár
frá sýningu þeirra er kominn
tími til að sjá þær að nýju.
Þetta mættuð þið gera að um-
ræðuefni.
Kvikmyndaunnandi.
Svar:
Við þetta bréf er þaö að athuga
að kvikmyndahúsin hafa ekki sýn-
ingarrétt á myndunum nema
ákveðinn árafjölda, og jafnvel
ekki nema nokkra mánuði. Þegar
sá réttur er útrunninn eru mynd-
irnar sendar út að nýju. 1 sára-
fáum tilfellum mun sýningarrétt-
urinn vera lengri en tvö til
þrjú ár og í mörgum tilfellum
jafnvel ekki nema sex mánuöir.
Af þessu leiðir áö kvikmyndahúsin
endursýna ekki gamlar myndir
nema sára sjaldan. Þó ber þaö
viö og þegar þetta er skrifað
vitum viö til þess aö Háskólabíó
er aö taka til endursýningar hina
vinsælu mynd með Alec Gunnies
Lady Killers og kannski veröur
þegar fariö aö sýna lxana þegar
þetta svar birtist.
Hvað á að gera?
Kæri Fálki!
Þú ert alltaf að hjálpa fólki
og þess vegna datt mér í hug
að vita hvort þú gætir ekki
líka hjálpað mér. það er svo
svoleiðis að ég er alltaf feitur
og það er alveg sama hvað ég
reyni að grenna mig það hefur
ekkert að segja. Nú langar mig
til að vita hvort þú getur ekki
gefið mér einhver ráð sem ég
get farið eftir til þess að ég
sé ekki svona feitur.
Mér liggur mikið á svarinu
og þess vegna vona ég að þú
dragir það ekki voðalega lengi.
Ekki birta nafnið mitt.
U.
Svar:
ViO fáum stundum svona bréf
og svar okkar er ævinlega á sama
hátt: Leitaöu læknis.
KRYDDRASPID
FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN
GLÖÐ BÖRN GERA GLEÐILEG JÓL!
Letkföng í miklu úrvali.
Sendum heim — og i póstkröfu.
VALVER
Laugavegi 48 — sími 1-5692
FALKINN
5