Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 25

Fálkinn - 16.11.1964, Page 25
salinn, og hvert hljóðfæri með sinn hljóð- nema. í einu laginu voru tveir flautuleik- arar úr sinfóníuhljómsveitinni til aðstoðar og í öðru óbóleikari. Kvennakór og hann ekki af lakari endanum aðstoðaði Elly Vilhjálms í einu laginu, í honum voru fjórar kunnar söngkonur, Anna Vilhjálms, Bertha Biering, Helena Eyjólfsdóttir og * Sigrún Jónsdóttir. Þar var einnig til að- stoðar í sama lagi sjö manna karlakór, sem jafnframt hafði enn veigameira hlut- verki að gegna í enn öðru lagi. Þessi sjö manna kór var helmingurinn af Fjórtán Fóptbræðrum, og þegar við smelltum mynd af þeim, þá sögðu þeir. að nóg væri komið af nafngiftunum, og báðu okkur blessaða að fara nú ekki að kalla sig Sjö Fóstbræð- ur, og auðvitað gerum við það ekki. Það var rétt, sem Svavar sagði, sum lögin þarf að taka aftur og aftur. Eitt lagið tók klukkutíma og korter í upptöku, en þegar við hlustuðum á það tilbúið þá tók það tæpar þrjár mínútur. Það var alltaf eitthvað að koma fyrir, Magnús elti uppi fölsku nóturnar og Svavar vildi fá skýrari framburð á textunum. Svona gekk þetta frá klukkan eitt til klukkan hálf sex. Fjórir og hálfur tími eða 270 mínútur, sem tekur svo ekki nema tólf mínútur að hlusta á, þegar platan er tilbúin. Hvað tekur svo við? spurðum við Svav- ar, um leið og hann hafði kvatt fólkið, þakkað því fyrir og var að pakka niður trommusettinu. Nú verður segulbands- spólan send til fyrirtækis í Noregi, sem kemur músikinni af segulbandinu inn á j silfurplötu, en eftir henni er svo steypt. Þetta gengur fyrir sig eins og þegar maður var að steypa herdáta í gamla daga, nema hvað þetta er miklu margbrotnara. Plöt- • urnar eru steyptar við visst hitastig, síðan kældar, plötumiðinn er steyptur með á plötuna, en áður hefur hann verið búinn til í prentsmiðju í Osló. Eftir þrjár vikur eða svo er platan til- búin til afgreiðslu, kemur til landsins með Framhald á bls. 31. 1. Henry J. Eyland magnaravörður situr við magnaraborðið og stjórnar hljóðritun- inni. Hann sér inn í salinn gegnum glugga og fylgist með öllu. 2. Hluti af hópnum kominn fram í magn- | araherbergið og hlustar á eitt lagið eftir I að það hefur verið hljóðritað. Frá vinstri: ij Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms, Svavar , Gests, Magnús Ingimarsson, Garðar Karls- t son og Henry J. Eyland magnaravörður. 3.. Sjö söngmenn úr Fóstbræðrum aðstoð- uðu Ragnar Bjarnason í einu laginu og Eily í öðru. 4. Elly Vilhjálms (í miðið) og kvennakór- inn sem aðstoðaði hana. Frá vinstri: j Bertha Biering, Sigrún Jónsdóttir, Elly, Helena Eyjólfsdóttir og Anna Vilhjálms.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.