Fálkinn - 16.11.1964, Síða 33
Köld eru kvennaráð . . .
Framhald af bls. 15.
hafði verið slitin. Ég sneri að
glugganum. Ég hafði rétt náð
þangað þegar hann kom á vett-
vang og þeytti stólnum að
veggnum andspænis.
— Hvað ætlastu fyrir, urraði
hann.
— Ég ætlaði bara að ná i
fáein blóm á borðið, stamaði
ég. Ég næ ekki öðru en olean-
derhríslunni við gluggann. Ég
leit á hann hnuggin í bragði,
knúði stólinn aftur að gluggan-
um og tíndi fáein blóm af
kvistinum. Svo hjólaði ég aftur
fram í eldhús og hann virti mig
fyrir sér tortrygginn meðan ég
gekk frá blómunum í vasa sem
ég setti á borðið. Síðan kveikti
ég undir tevatni.
— Það er allt of heitt til að
drekka te, sagði hann.
— Þetta vatn er í ísteið mitt.
Ef ég hita það ekki nú, þá kæl-
ist það ekki nógu snemma. Þú
getur fengið mjólk ef þú vilt
heldur.
Hann hvarf að nýju og ég
heyrði hann ganga upp tröpp-
Urnar til að róta í svefnher-
bergjunum. Ég hitaði teið og
vék því til hliðar til að kæla
það og tók svo til við arak-
sósuna. Og allan tímann heyrði
ég hann róta og snuðra uppi.
Þegar hann kom aftur hafði
ég ísað teið í könnu og sett
hana í kæliskápinn. Maturinn
var tilbúinn.
Hann át eins og gráðugur
úlfur en ég kom ekki nokkrum
bita niður. Ég gat ekki haft
augun af þessari hryllilegu
mannsmynd sem ég endur fyrir
löngu hafði unnað svo heitt. Nú
fann ég aðeins til óbeitar —
og meðaumkunar.
Tilfinningarnar hljóta að
hafa speglast í andlitinu því
Sid spratt á fætur og þeytti
ósnertu teglasinu minu í gólfið.
-— Fjandann meinarðu með
að sitja þarna eins og hræsnis-
herkerling! Þér væri nær að
hugleiða að ég gæti fullt eins
snúið þig úr hálsliðnum, gamla
norn!
Ég hnipraði mig saman
skjálfandi. Honum var alvara!
Augnatillitið harðneskjulegt og
ekki lengur flóttalegt. En er
hann sá að hann hafði skotið
mér skelk í bringu settist hann
á ný og reyndi að brosa aftur
strákslegu brosi sínu.
— Jæja, kannski við brögð-
um nú á eftirmatnum, kæra
frænka, meðan við ræðum fjöl-
skyldumál. Þú ætlar þó ekki
að leggja stein í götu mína. Úr
því þú getur haft upp úr þér
með þessum skrifum þínum, þá
er þér varla nokkur akkur í
þessum fjölskylduskartgripum?
Þegar öllu er á botninn hvolft,
þá á ég þá alveg eins og þú!
segðu mér hvar þú geymir þá.
Ég nenni ekki að bíða lengur.
— Þú getur leitað sjálfur.
— Það hef ég gert þegar.
Hann stakk síðasta pæbitanum
upp í sig. En ég veit þú hefur
læst þá niðri einhvers staðar.
Segðu mér hvar þeir eru og
LEIGUFLUG - AÆTHTNAKFLUG
SJÚKKAFLUG
IL.________"gŒZrtrrTZsSSSt*. ^
HELLISSANDUR TIL LEIGUFLUGS
PATREKSFJÖRÐUR HÖFUM VIÐ ÞESSAR
ÞINGEYRI FLUGVÉLAR
FLATEYRI BEECHCRAFT
REYKJANES GJÖGUR HÓLMAVlK REYKHÓLAR STYKKISHÓLMUR VOPNAFJÖRÐUR BONANZA (6 farþega) DE HAVILAND DOVE (9 farþega) TWIN PIONEER (16 farþega) CESSNA 180 (3 farþega)
Leitið frekari upplýsinga á afgreiðslu
Flua|>9«nusta Rjttrns Pálssnnar
ú Keykjavíknr(luj<vclli
Sími 21611 — 21612
— Ég hef sagt þér áð það er
löngu búið að selja þá, sagði
ég meðán ég skar mér pæsneið,
og hellti arkasósu yfir og rétti
honum. Allt fokið í veður og
vind. Það finnst ekki túskild-
ingsvirði í öllu húsinu.
— Ég trúi þér ekki, sagði
hann með fullan munninn af
pæi og krækti sér í meiri sósu.
— Hættu þessari lygaþvælu og
láttu mig fá lyklana.
__ Ég læsi aldrei neitt niðri.
Einu lyklarnir sem ég hef, eru
útidyralykillinn og lykillinn að
ritvélinni. Ég dró fram lyklana
og sýndi honum. Hann leit á
mig sigri hrósandi og áður en
mér tókst að láta lyklana niður
aftur, hafði hann rifið þá af
mér.
— Nú veit ég, sagði hann,
þú geymir þá í ritvélarhulstr-
inu!
Hann þaut inn í bókaherberg-
ið og ég heyrði hann opna rit-
vélina. Allt varð kyrrt um
stund. Svo öskraði hann: Hér
er bara pappír!
Svo varð allt hljótt á ný og
ég vissi hvað var á seyði. Hann
var að lesa handritið. Allt frá
barnæsku blíðri hafði hann
verið sólginn í sögur og nú gat
hann ekki staðist freistinguna
að lesa söguna sem ég var að
semja. Hún hét „Eiturbyrlar-
inn“.
Ég beið og vissi h'. að koma
skyldi. Og allt í einu rak hann
upp skaðræðis vein og æddi inn
til mín gráblár í framan: — Þú
hefur eitrað fyrir mig! Þú hef-
ur eitrað fyrir mig með ole-
anderblaði einmitt eins og
morðinginn í sögunni þinni!
— Nei, Sid, það hef ég ekki
gert!
— Þú heíur lagað arkasós-
una einmitt eins og segir í
sögunni þinni! Segðu mér
hvað i móteitur ég á að taka,
— annars...
— Nei, það var ekkert í sós-
unni. Slepptu mér! Þú meiðir
mig!
— Þú hafðir ekki reiknað
með því að ég læsi það.
— Ég veit ekkert um mót-
eitur, geispaði ég.
Hann tók báðum höndum um
hálsinn á mér og herti að.
í sömu andrá heyrði ég eld-
húsdyrnar opnast.
— Delja! Lögregla! korraði
í mér.
Hún þaut út og ég heyrði
hvernig hún kallaði bæði a lög-
regluna og Drottin á himnum.
Sid reyndi að stöðva hana.
Hann rak hnéð í brjóstið á mér
og stakk þumlinum upp í kok
á mér.
— Segðu mér það!
— Já, já, stundi ég. Te. Kalt
te. Sterkt kalt te.
Hann þaut að kæliskápnum,
tók könnuna og bar að vörum
sér. Hvernig honum tókst að
innbyrða innihaldið skil ég
ekki, það hlýtur að hafa verið
þrekraun.
Ég sá það síðast til hans að
hann rauk eins og byssu-
brenndur út um dyrnar. Litlu
seinna heyrði ég sirenuvæi í
lögreglubíl og ljóskastarar
lýstu næturhimininn.
Delja var frávita af því hann
slapp en hún tók gleði sína á
ný þegar ég sagði henni að
hann kæmist ekki langt. Hann
fengi brátt tækifæri tii að
Framb á nppsti‘> síðu-
FALKífvHV
33