Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 8
FLOGIÐ HEILLAR ÞÆ „Af hverju sóttirðu ekki um starf hjá Air France?“ „Ertu frá þér! ónei, þá myndi hún mamma mín frétta strax um hverja vitleysu sem ég gerði, hvaða fólk ég um- gengist og hvernig ég hegðaði mér. Takk fyrir. Nei, þá er nú betra að vinna hjá Loftleiðum þar sem hún þekkir ekki nokk- urn mann.“ MÉR finnst gaman að hitta nýtt fólk og fara í ferða- lög,“ segir Elisabeth Paulsberg. Hún er hlédræg stúlka og stilli- leg, norsk að þjóðerni. „Ég átti íslenzka vinstúlku í Þýzka- landi, og hún sagði mér svo margt um ísland, að ég fór að fá mikinn áhuga á því. Foreldr- ar mínir eru dánir, og ég á eng- in systkin, svo að ekkert bind- »iir mig heima í Noregi.“ Hún brosir til að leyna dapur- leikanum í augunum. „Það er alveg óþarfi að vorkenna mér,“ 8 bætir hún við hressilega.. „Ég á marga vini og þarf ekki að kvarta.“ TIERTIE VRINTE — „í öll- -*-* um bænum kailaðu mig Bertie!“ — hún heitir nefni- lega Huberta Wilhelmina Adri- ana — er hollenzk og broshýr, en talar ekki mikið. Hún vilí heldur brosa og yppta öxlum. Það kemur í ljós við nánari eftirgrennslan, að hún telst til þeirra sjaldgæfu undantekn- inga meðal ungra stúlkna á vorum tímum að hafa ekki ákveðið í frumbernsku að ger- ast flugfreyja eða módel. „Mér hefði aldrei dottið í hug að sækja um flugfreyjustarf,“ seg- ir hún, „en fyrir tæpum mán- uði sögðu nokkrar vinstúlkur mínar mér frá auglýsingu Loft- leiða og mönuðu mig til að prófa. Ég sendi inn umsókn af gamni, og... ja, hingað er ég komin.“ „Og hvernig lízt þér á?“ „Vel. Ég hugsa, að það sé bara gaman.“ Og hún brosir og veifar hönd- unum. Þáð finnst henni nóg svar. „Ég þekkti íslenzka flug- freyju,“ segir hin sænska Ast- rid Charlotte Krogh, „og þegar ég sá auglýsinguna frá Loft- leiðum, datt mér í hug að sækja um. Ég var þá í Kaupmanna- höfn að læra sjúkraþjálfun (physiotherapy), á bara eftir sálfræðina til að fá full rétt- indi, og hugsaði mér að vinna eitt eða fleiri ár sem flug- freyja áður en ég lyki námi.“ HVER eru helztu áhugamál ykkar fyrir utan flugið?“ „Allt mögulegt,“ svarar Anne- Marie, „mér finnst gaman að lesa og fara í leikhús, dansa, synda, búa til mat — ég gæti verið að elda allan liðlangan daginn, en mér leiðist uppþvott- Lize aðstoðar Anne- Marie við að festa á sig björgunar- vesti. Nokkur hinna erlendu flugfreyju- efna Loftleiða í kennslustund. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.