Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 11
X.ize með hryllingi. „Nei, ég aetla sko að vinna og vera sjálf- stæð hvort sem ég gifti mig eða ekki. Ég hef svo sem ekk- ert á móti húsverkum, en að gera ekkert annað en þau — úha!“ „Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur?“ „Setja upp tízkuverzlun, annað hvort í Kaupmannahöfn eða London, helzt London. Mér finnst gaman að fallegum föt- um, og ég læt oft sauma mér kjóla eftir mínum eigin teikn- ingum. Ég vil líka geta ferðazt um heiminn, hitt fólk og séð allt mögulegt, og ég vil gjarnan taka á mig áhættu — þá verð- ur lífið meira spennandi." ÉG vil líka vinna sjálfstætt og standa á eigin fótum,“ segir Astrid. „Mig langar að setja upp lækningastofu þegar ég er búin að fá full réttindi sem sjúkraþjálfari frá skólan- um í Kaupmannahöfn.“ „Ég hefði gaman af að vinna að einhverju í sambandi við ferðamál, hótel eða þvíumlíkt,“ segir Elisabeth. „Mig langar að nota þá málakunnáttu sem ég hef aflað mér og læra fleiri mál til viðbótar." „Mig langar líka að vinna á hóteli — í sambandi við mót- töku gesta,“ segir Bertie. „Kynnast fólki úr öllum átt- um.“ „Ég vildi gjarnan verða blaðamaður,“ segir Anne-Marie. „Eða fá eitthvert starf þar sem ég get verið frjáls og hitt margt fólk, ferðazt og fengið mikla tilbreytingu. Það er ekki bara, að mér þyki gaman að lifa, heldur elska ég lífið — ég er ástfangin af því og langar að njóta þess meðan ég er fær um það.“ NÚ dugir ekki að tefja þær lengur frá náminu, því að prófin byrja á morgun — en þegar þetta birtist í Fálkanum, verður sú eldraun afstaðin og þær vonandi allar komnar í hinn eftirsótta einkennisbún- ing, svífandi skýjum ofar með töfrandi flugfreyjubros á vör. ★ ★ R ALLAR Bertie æfir sig að lesa ávarpsorð til farþegaima í hljóðnema. f kennslustund hjá Jóni Óttarri Ólafssyni loft- skeytamanni. Frá vinstri: Jón Óttarr, Anne-Marie, Astrid, Bertie, Lize, Elisabeth og Renate. L

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.