Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 14
SIGURÐUR A. MAGIMÚSSON SKRIFAR UM ISLENZK Islenzk dagblöð hafa tæplega enn slitið barnsskónum, þó þroskazt hafi þau og vaxið til skynsamlegri málflutnings og aukinnar yfirsýnar síðustu ára- tugi. Blaðaskrif hérlendis eru orðin miklum mun málefna- legri og ópersónulegri en þau voru fyrir þremur til fjórum áratugum, að ekki sé farið lengra aftur í tímann, og má hiklítið segja að síðasta ára- tug hafi íslenzk blaðamennska stigið stórt skref í átt til ábyrgr- ar afstöðu gagnvart lesendum. En mikið skortir enn á, að við höfum tærnar þar sem ná- grannaþjóðirnar í austri og vestri hafa hælana. Þetta stafar meðfram af rekst- ursfyrirkomulagi íslenzkra dag- blaða. Þau eru öll nátengd stjórnmálaflokkunum, fjögur þeirra beinlínis gefin út á þeirra snærum, en það fimmta og langstærsta undir handar- jaðri stærsta stjórnmálaflokks- ins og í reyndinni mótað af stefnu hans. Það talar þó sínu máli, að þetta síðastnefnda blað, sem nýtur ákveðins sjálf- stæðis þráttfyrir allt, hefur orð- ið til að vinna ýmis þau virki sem íslenzk blaðamennska verð- ur að vinna, eigi hún að vera annað en nafnið tómt. í hverju er þá raunhæf og gild blaðamennska fólgin? Hún á framar öllu að vera þjónusta við lesendur, og með þvi er ekki einungis átt við frétta- þjónustu, sem á skilyrðislaust að vera hlutlæg og hispurslaus, en er það mjög sjaldan á ís- landi, heldur er líka átt við þá sjálfsögðu og eðlilegu þjónustu heilbrigðra dagblaða að ræða dægurmálin frá sem flestum hliðum og draga ekkert undan, sem varpað gæti ljósi á lausn þeirra vandamála sem fyrir liggja á hverjum tíma. Þetta má heita óþekkt í íslenzkri blaðamennsku. í öllum meiri- háttar þjóðmálum er um að ræða algeran einstefnuakstur hjá blöðunum, og sjá allir hve 14 óheilnæmt það getur verið, þegar eitthvað er í húfi. Mér er í minni hvernig mál- in voru lögð fyrir um það leyti sem hugsanleg aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu var á döfinni. Þá voru dregnar skýrar línur — menn áttu annaðhvort að vera með eða móti, ánþess að fá öll atriði málsins skýrð eða rædd. Þegar norskur prófessor, andvígur Efnahagsbandalaginu, var boð- inn hingað heim til að flytja fyrirlestur um málið, var hann óðara stimplaður „nyt- samur sakleysingi“ eða eitt- hvað í þá veru af formælendum bandalagsins. í þetta sinn urðu lyktirnar þær, að de Gaulle firrti okkur í bili frekari vanda af málinu, en það á vafalaust eftir að koma á dagskrá aftur. Svipuðu máli virðist mér gegna um þær umræður sem átt hafa sér stað um væntanlegar stór- iðjuframkvæmdir. Menn sem sjá annmarka á þessum fyrir- ætlunum, einkanlega á virkjun Þjórsár við Búrfell og stór- felldri erlendri fjárfestingu, eru ýmist stimplaðir „kommún- istar“ (sem þeir kannski eru, en hvaða máli skiptir það í málefnalegum og sérfræðileg- um umræðum?) eða óvið- ræðuhæfir sökum þröngsýni, þekkingarskorts eða beinnar heimsku. Þessi blaðamennska lifir enn góðu lífi á íslandi og er blöðunum til stórskammar. Það er að vísu eðlilegt að þannig sé í pottinn búið um málgögn stjórnmálaflokka, sem allir eru fullkomlega steinrunn- ir og málefnalausir, lifa á gömlum og útslitnum vígorð- um, eltast við hylli „fólksins" án stefnumiða eða forustu (hér eiga allir flokkar jafnan hlut að máli), en það er jafnhörmu- legt fyrir það — frá sjónar- miði blaðamennskunnar. Peð stjórnmálaflokkanna, ekki sízt þau sem notuð eru til að greiða atkvæði á Alþingi, hampa því gjarna þegar frelsi dagblaðanna ber á góma, að „ábyrg blöð“ verði að hafa „ákveðna stefnu“, og eiga þá auðvitað við, að þau eigi að fylgja foringjum flokkanna í blindni. Meðan slík sjónarmið ráða blaðaútgáfu hér verður hún undir tákni nesjamennsk- unnar. Blað sem bundið hefur verið á klafa stjórnmálaflokks hefur afsalað sér því megin- hlutverki að þjóna lesendum sínum. Það þjónar flokknum og lyginni, af þeirri einföldu ástæðu að enginn stjórnmála- flokkur hefur ævinlega rétt fyr- ir sér eða segir ávallt sann- leikann. Hálfur sannleikur stjórnmálanna (eða þaðanaf minna brot) er í rauninni ákveðin tegund af lygi. Mergurinn málsins er sá, að hér á landi eru dagblöð yfirleitt ekki gefin út í sam- ræmi við grundvallarlögmál heilbrigðrar blaðamennsku, heldur með hag flokksins eða hagsmunahópsins fyrir aug- um. Lögmál blaðamennskunn- ar heimtar skemmtileg, fjöl- breytt, læsileg blöð. Því lög- máli verður ekki hlýtt með því að þræða sömu andlausu og leiðinlegu flokkslínuna í hverju máli. íslendingar eru orðnir svo vanir því, að hvert blað sé algerlega einlitt og þessvegna flatt og óáreiðanlegt, að þeir vakna við vondan draum þegar svo ber undir, að fram koma fleiri en eitt sjónarmið í sama blaði, að starfsmenn við sama blað fara í hár saman opinber- lega, eða að blaðamenn leyfa sér að andmæla ritstjórnar- greinum í blöðum sem þeir vinna við. Ber slíkt vitni stjórn- leysi eða stefnuleysi? Öðru nær. Það er vottur um að ís- lenzkir blaðamenn séu farnir að gera sér grein fyrir hlut- verki sínu og eðli raunhæfrar blaðamennsku. Hlutverk blaðamannsins, auk- þess sem hann skýrir hlutlaust frá tíðindum heima og erlendis, á að vera vekjandi og eggjandi. DAG Hann á að örva lesendur til beinnar þátttöku í málefnum 0 dagsins og umræðum um þau. Hann á stöðugt að vekja spurn- ingar og efasemdir, því þannig getur hann oft veitt skamm- » sýnum og flokkshollum stjórn- málamönnum nauðsynlegt að- hald. Einn versti draugurinn í opinberum umræðum á íslandi er óttinn — óttinn við að Sunnudagur 28. mai Einróma FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.