Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 20
„Okkur datt í hug að hringja i útgerðar- mann í Vestmannaeyjum og spyrja hann hvort við gætum ekki fengið ódýrt far með togara til Englands." LÍKARA Hún kom til Frakkiands ung, ólofuð og haldin ævintýraþrá. Hún er ennþá ung, en ekki al- deilis ólofuð, því að hún er ekki aðeins lofuð einum, held- ur tveimur, eiginmanninum og syninum. Og ævintýraþráin? Hún Edda Gunnarsdóttir hef- ur í dag öðrúm hnöppum að hneppa en svala ævintýra- þránni og fara á „puttanum" austur yfir Atlantshaf eða yfir þvert Frakkland. Nú er hún gift kona og býr rétt utan við París, í nágrenni hins fræga skógar, Bois de Boulogne, og eiginmaður, barn og heimili bera þess merki, að vel er um allt þrennt hugsað. „Æ, hvað er langt síðan ég kom hingað til Frakklands?" spyr hún sjálfa sig, „eru það þrjú ár, eða fjögur ár? Mikið skelfing líður tíminn fljótt! Það er svo margt búið að gerast síðan ég kom að dagarnir, mán- uðirnir og árin renna saman í titt. Og þó finnst mér eins og íiargt af því sem gerzt hefur, <tkki hafa verið sjálfur raun- veruleikinn þegar ég hugsa til 20 þess, finnst mér það líkara draumi." Við sitjum í stofunni á heim- ili Eddu og meðan við drekk- um hvern kaffibollann á fætur öðrum, segir hún mér sitt af hverju sem á daga hennar hef- ur drifið, síðan hún lagði af stað heiman frá íslandi sem hálfgerður „puttafarþegi" á togara. Miðpunktur heimilisins, sonurinn Robert, tæplegá árs- gamall, leikur sér í grindinni, en við og við stendur hann upp og heldur stutta ræðu, því að hann þarf nú að leggja sitt til málanna. Ódýrt far með togara „Vinkona mín og ég ætluðum að fara saman út,“ segir Edda, „fyrst til Englands og síðan til Frakklands. Við áttum ekki alltof mikla peninga, svo að vinkonu minni datt í hug að hringja í útgerðarmann í Vest- mannaeyjum og spyrja hann, hvort við gætum fengið ódýrt far með togara til Englands. Og viti menn, hann sagði já. Auk okkar voru tvær sjó- mannsfrúr á togaranum, og höfðum við það reglulega skemmtilegt. Meðan stýrimað- urinn stýrði, sat ég og teiknaði hann (ég teiknaði að gamni mínu alla áhöfnina), frúrnar tvær sátu og prjónuðu, og vin- kona mín gerði leikfimisæfing- ar. Sagði skipshöfnin að svona lagað hefði aldrei áður sézt í stýrisklefa. Þegar við svo kom- um til Grimsby og ætluðum að fá að borga matinn okkar, var ekki við það komandi að við fengjum að borga eyri. Frá Grimsby héldum við til London og þaðan ásamt vinafólki okk- ar til Frakklands, þar sem við ferðuðumst um sumarið. En þegar kunningjarnir sneru heim um haustið, varð ég eftir í París. Mig langaði til að læra frönsku og kynnast borginni.“ „Og þú hefur auðvitað farið á „au pair“ eins og flestar gera hér?“ („Au pair er það kallað þegar stúlkur eru við mála- nám, vinna hjá fjölskyldu nokkra tíma á dag, fyrir hús- næði, fæði og einhverjum vasa- peningum). Frönskunám, barna- pössun og uppþvottur „Já, ég passaði börn og þvoði upp leir og fór svo í ,jAllíans- inn“ (frönskuskóli Alliancais Francais). Um vorið fór ég svo suður á bóginn, suðUr á Riveru. Þar var ég í 6 mánuði, í Nice og nágrenni og vann fyrir mér með því að passa börn og vinna hússtörf. Ég var hjá nokkrum fjölskyldum, og voru þetta allt sannkallaðir „millar“. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég þekkti svona ríkt fólk, en það leið ekki langur tími þangað til ég fór beinlínis að vorkenna því. Það átti nóg af öllu og bjó í hálfgerðum höllum — en hamingjuna vantaði. Samband.- ið milli barnanna og foreldr- ann var óeðlilegt og allt þar fram eftir götunum. Ég, sem rétt vann fyrir mat og húsa- skjóli, var sú sem var ánægð- ust og gat bezt notið þess að vera til. Enda var þetta alveg FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.