Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 22

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 22
LÍKARA DRAIJMI EN VERIJLEIKA ----- ■ ;S':~3 hamingjusami var Ronald Row- land, Englendingur, sem hún hafði kynnzt, er hún dvaldist í London nokkrum árum óður. Hann er brezkur ríkisborgari, fæddur í Kína, af kínverskum frönskum og enskum ættum, alinn upp í Indlandi og Eng- landi og starfar nú fyrir kana- dískt fyrirtæki og hefur aðset- ur í París. Er hann tæknifræð- ingur og starfar sem tæknileg- ur fulltrúi fyrirtækisins í Evr- ópu. Nú, en allir sem þekkja eitt- hvað til Parísar vita hve geysi- Iega mikil skriffinnska er þar í sambandi við alla hluti. Það verður að arka frá einni skrif- i stofu til annarrar, verða sér úti um ótal pappíra, standa í bið- röð, koma aftur o. s. frv., þann- ig að það getur tekið vikur og 1 mánuði að koma smámáli í lag. Hvað þá heilli hjónavígslu! „Þess vegna ákváðum við að láta gifta okkur í smáþorpi rétt utan við Paris,“ segir Edda, ,,þar gat þetta gengið mjög ein- faldlega fyrir sig — en þó auð- vitað fullkomlega löglega. 1 þorpinu gegndi sami maðurinn flestum meiri háttar störfum, hann var bæjarfógeti, kennari, skátaforingi og sitthvað fleira. Ronnie fór og talaði við hann, og var ákveðið að við kæmum hálfum mánuði síðar. Við kom- um á tilsettum tíma með svara- manninn með okkur, en þá hafði bæjarfógetinn blessaður gleymt stefnumótinu. Þegar við svo loksins höfðum haft upp á honum, var hann ekki lengi að snara yfir sig þrílita borðan- um, sem gaf til kynna að nú væri hann yfirvald, og ég sagði að bezt væri að drífa þetta af. 1 Giftingin fór fram í ráðhúsi þorpsins, en það er það minnsta og skrýtnasta ráðhús sem ég hef séð. Einna likast litl- um sumarbústað. Bæjarfóget- inn var ekta fransmaður, hló og grínaðist milli þess sem hann fór með þulurnar um heilagleika hjónabandsins. Fyr- ir utan hann, okkur og svara- manninn var viðstaddur gamall maður, skrifaði allt niður sem sagt var og skrautritaði nöfnin inn í stóra bók.“ „Svo að nú voruð þið hjón, Monsieur og Madame Row- Iand.“ „Já, mikil ósköp. Við flutt- um út til Evreux, borgar um 100 kílómetra fyrir vestan Farís, en Ronnie vann þá aðal- lega þar í grenndinni. Þar leigðum við íbúð, mjög sæmi- lega á franskan mælikvarða."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.