Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 23

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 23
Franskbrauð og rauð- vín hljóta að halda lífinu í mörgum „Þetta var nú eiginlega ekki mitt „eigið heimili“. Við leigð- um íbúðina með húsgögnum, ég key’"' 'iúns potta, pönnur og an vegis. Það er svo takma vað borgar sig að eiga aí þegar maður má búast við að vera á sífelldum flækingi eins og vinna Ronnies krefst.“ „Þegar þú fórst að elda mat- inn, var hann þá franskur, enskur, kínverskur — eða kannski íslenzkur?“ „Ronnie er alinn upp við míkið kryddaðan mat, þannig að ég hef reynt að hafa dálítið „austrænan blæ“ á matnum. Ég kunni lítið til slíkrar matar- gerðar, en bóndinn hefur verið mér svo hjálpsamur, þannig að nú gengur það svo vel, að hann segir að ég sé búin að ná hon- um í matargerð — og það þarf nú svolítið til! Annars finnst mér afskaplega gaman að fara í matarbúðir hérna, það er hægt að fá svo margt gott. T. d. allt kjötið, minnstu ekki á það. En verðið, það er alveg óskaplegt. Satt að segja skil ég ekki, hvernig almenningur hérna í Frakklandi fer að því að lifa eins og launin eru nú lág. Ég held að franskbrauðið og rauðvínið hljóti að halda lífinu í mörgum. Það er það ódýrasta sem hægt er að fá matarkyns." „Ef mat þá skyldi kalla. En það er fleira dýrt hér en mat- ur.“ íbúðin kostar tíu þúsund íslenzkar „Þurfið þið ekki að eyða miklu í húsaleigu?“ „Jú, og það er nú það sem okkur finnst verst af öllu hérna — að þurfa að láta svona mikinn pening beint í annarra vasa. Við verðum nefnilega að leggja eitthvað til hliðar til að eiga seinna meir, þegar við setjumst fast að einhvers stað- ar. Þessi íbúð, sem við höfum haft síðan ég kom heiman frá íslandi í fyrra með Robert ný- fæddan, kostar ekki- minna en sem svarar tíu þúsund íslenzk- um krónum á ámnuði, fyrir utan rafmagn og síma. Þrjú herbergi, eldhús, bað, allgóð húsgögn — en ekkert þvotta- hús, enda tíðkast nú slíkt ekki í frönskum húsum. Hér mega aumingja húsmæðurnar þvo allt og þurrka í eldhúsunum, eins og það er nú huggulegt þegar vatnið úr fötunum lekur niður á matarborðið. En þær eru vanar þessu og virðast ekki gera kröfur til neins betra. Það er eitthvað annað en heima á íslandi, þar sem allt er gert til að létta húsmæðrunum störf- in. — Við erura búin að vera á sífelldum hlaupum í leit að einhverju ódýrara, en allt sem við höfum séð er á sama verði eða dýrara. Að vísu er hægt að fá ódýrari íbúðir, en þær eru þá í gömlum húsum, kaldar og rakar og í slíku er ekki hægt að búa með lítið barn. Það var svo komið, að Ronnie var að hugsa um að reyna að fá aðsetur sitt flutt til Þýzka- lands, því að hann þarf hvort sem er svo oft að fara þangað vinnu sinnar vegna. En nú þarf hann ekki lengur að hugsa um það — það hefur annað og betra komið til.“ „Jæja, hvað er það?“ „Við förum hvorki meira né minna en til Rómaborgar sjálfr- ar eftir tæpan mánuð. Ronnie var boðið að vinna þar um tíma, eitt ár og kannski meira og hann sagði auðvitað já. Ég hlakka afskaplega mikið til að fara þangað, mér leizt svo vel á það sem ég sá af ítalíu þegar við fórum þar í gegn. Mér virt- ist fólkið svo aðlaðandi og al- mennilegt.“ „Hvaðan voruð þið að koma, þegar þið fóruð gegnum Ita- líu?“ „Frá Grikklandi. Fjölskylda Ronnies á land og hús á eyj- unni Ios, sem er um það bil miðja vegar milli Aþenu og Krítar. Við vorum þar um tíma í hitti fyrra, ferðuðumst um eyjuna á ösnum og nutum alls þess sem þar er að njóta. Eyj- an er ennþá svo óspillt af ferða- mönnum, ef svo má segja, fólk- ið hefur ekki enn lært að nota sér ferðamenn og tekur manni því opnum örmum, gefur manni blóm og vill allt fyrir mann gera. Þarna er afskap- lega margt gamaldags miðað við það sem maður á að venj- ast, og enn er haldið við ýms- um gömlum siðum og venjum. T. d. er trú, að ef spýtt er við fætur barna þá reki maður með því alla illa anda á brott. —■ Eftir þessa Grikklandsdvöl er ég alveg veik í gríska tónlist og gríska dansa.“ Framh. á bls. 25. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.