Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 26
RAPID ER NÝ AÐ- FERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR Þér leggið Rapid-ka- settuna á myndavélina, lokið henni, snúið þrisv- ar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. i j I • íslenzk Dagblöð Framh. af bls. 15. öllu því blýi og allri þeirri prentsvertu sem sóað er í póli- tískar greinar blaðanna, því þær eru einungis lesnar af litlu brotabroti lesenda. Engin fjár- festing er jafnvonlaus og sú sem hér er um að ræða. Þetta stafar vitanlega fyrst og fremst af því, að þessi skrif einkenn- ast af glórulausu handahófi og hentistefnu, sem lesendur eru löngu orðnir hvekktir á. Ég minnist þess ekki á mínum stutta blaðamannsferli, níu ár- um, að hafa orðið var við heil- steypta, rökstudda og raunhæfa stefnu I leiðaraskrifum nokk- urs íslenzks dagblaðs. Leiðar- arnir eru að jafnaði dægur- flugur, fullyrðingavaðall,innan- tómt og hástemmt orðagjálfur, en sárasjaldan bregður fyrir þeim yfirvegaða og rólega mál- flutningi sem er aðal beztu fclaða erlendis. Málin eru sjald- an skoðuð í samhengi sinu og hvergi örlar á langdrægri heild- arsýn eða fastmótaðri grund- vallarafstöðu. Oft ræður kylfa kasti, hvaða afstöðu tiltekið blað tekur í ákveðnu máli, og svo er meira en viðbúið að breytt sé um stefnu að athug- uðu máli eða eftir að rödd „fólksins" hefur borizt til eyrna ritstjóranna — að ekki sé talað um þau undur og býsn þegar stjórnarskipti verða og blað, sem áður studdi ríkisstjórn, kemst í stjórnarandstöðu: þá verður sko kúvending! Það hef- ur lengi verið dragbítur ís- lenzkra blaða, að hin títtnefnda „pólitíska nauðsyn" hefur ráðið afstöðu þeirra og skrifum, og sjá allir hverskonar siðgæði leiðir af því. Á öllu þessu þarf vissulega að verða róttæk breyting, og margt bendir til að hún sé í aðsigi — ekki sízt fyrir þá sök að þjóðin er orðin langþreytt á nesjamennsku dagblaðanna, stefnuleysi þeirra og siðgæðis- skorti. Það sem íslenzkir blaðaútgef- endur, hvort sem eru stjórn- málaflokkar eða einkafyrir- tæki, verða framar öllu að gera sér ljóst er sú meginstaðreynd, að dagblöð eiga ekki að vera svæflar eða deyfilyf, heldur yekjandi afl í þjóðlífinu, ert- andi, eggjandi og umfram allt leiðandi afl. Þau eiga á sinn hátt að móta þjóðlífið, hafa forustu um gagnrýni, bæði jákvæða og neikvæða, stuðla að hreyfingu og þróun í þjóð- félaginu með sífelldum umræð- um og deilum um alla þá hluti sem varða þegnana. Að þessu geta allir landsmenn stuðlað með því að styðja og örva við- leitni blaðamanna til sjálf- stæðra skrifa og óháðrar af- stöðu. • Stúlkan í gula kápunni Framh. af bls. 18. að heita Bertha og langaði að gerast leikkona. „Bertha er komin í leiklistina," bætti Alice Jackson við. „Viss- irðu það?" „Hún var alltaf að tala um, að hana langaði á sviðið," sagði Loren og var reglulega ánægð að geta loksins lagt eitthvað til málanna. Hún hafði oft lent í vandræð- um, vegna þess að hún hafði steingleymt löngu liðnum at- burðum. Loren grunaði sízt, að minni hennar yrði reynt til hins ýtr- asta innan fárra klukkustunda .. Reynt upp á líf og dauða ... —v— „Heyrðu annars, Loren!“ Alice Jackson lagði hendina á öxl Lorenar. „Viltu ekki bara koma með heim til mín? Þá getum við allar þrjár, Bertha, þú og ég haldið upp á endurfundina! Er það ekki dágóð hugmynd?" Loren Hartley, er stóð þarna á götunni böðuð geislum síð- degissólarinnar og talaði við stúlku, sem var henni ennþá blá- ókunnug, fann til óljósrar ónota- kenndar. „Ef þér finnst...,“ sagði hún hikandi. „En ég vildi síður vera fyrir..." „Hvaða vitleysa! Bertha verð- ur frá sér numin!“ Alice Jack- son gekk fram að rennusteinin- um og veifaði í leigubíl. Venjulega var vonlaust að ætla sér að ná í bíl hér. En í þetta • • • • Framh. á næstu síðu. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.