Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 27
sinn tókst það á svipstundu. „Svona, stígðu inn!‘‘ Alice Jackson opnaði hurðina. „Ég bý hérna rétt hjá. Gerðu svo vel, Loren." Loren fann til sektartilfinn- ingar gagnvart Alice Jackson, af því að hún hafði ekki þekikt þessa gömlu skólasystur sína aftur. „Jæja, gott og vel,“ sagði hún þess vegna, „en ég er dálítið tímabundin í dag.“ Hún settist við hliðina á Alice, sem gaf bílstjóranum heimilis- fang sitt. Leigubíllinn þaut af stað. Alice Jackson dró ekki úr ó- stöðvandi orðaflaumnum. „Bertha Mason — ja, þú sérð hana nú bráðum — hún hefur varia breytzt nokkuð. En hún er enn sama fegurðardísin og í gamla daga! Og þú hefur reynd- ar ekkert breytzt heldur, Lor- en... En þegar ég lit á sjálfa mig...“ Alice dró spegil upp úr vesk- inu, leit í hann, stundi þungan og setti hann aftur á sinn stað. „Ég hef breytzt talsvert, síðan við vorum i skóla ... Finnst þér það ekki líka? Það var ekkert undarlegt, að þú skyldir ekki þekkja mig strax! O já, fjögur ár líða nú ekki án þess að skilja eftir sín spor.“ Loren horfði beint fram fyrir sig og brosti kurteislega. „Segðu nú alveg eins og er: Þú þekktir mig ekki aftur, Lor- en, var það?“ „Ekki rétt til að byrja með,“ játaði Loren — og vissi enn ekki, hver Alice Jackson eigin- lega var ... Óijósum myndum af andlitum gömlu bekkjarsystranna brá fyr- ir í huga hennar... En í þokukenndum endur- minningum var engin stúlka, er liktist Alice Jackson hið minnsta „Hvar vinnurðu annars núna?" spurði Aiice Jackson. „Ég vinn á skrifstofu hjá frænda mínum." „Og ég er orðin kennslukona,“ sagði Alice og skellti upp úr. „Hefði þér nokkurn tíma dottið það í hug? Og til að bæta gráu ofan á svart í Sandusky, Ohio. SEDRUS, húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830. SEDRUS Einsmanns-svefnsófi stærS 140 cm, stækkanlegur upp í 185 cm með bakpúðunum. Sængurfatageymsla. Stólar fást í stíl við svefnsófana bæði við eins og tveggja manna sófa. Flest þau húsgögn er við höfum fást aðeins hjá okkur. Höfum sérstaklega þægileg og hentug húsgögn í litlar íbúðir og einstaklingsherbergi. Hair Spray, 2 stærðir Varalitur Laust púður Dagkrem Pen Mascara Hreinsikrem Liquid Eye Liner Naglalakk, sanserað og ósanserað Augnskuggar Steinpúður Næturkrem Make-up Augnabrúnalitir Handáburður o. fl. Einkaumboð: ERL. BLANDON & Co., h.f.; Reykjavík Sandusky er ein af þessum borg- um, sem enginn veit, hvar er, nema maður bæti við, að hún sé I Ohio. Agalegt...“ Og enn ók leigubillinn áfram. Ekki var beinlínis hægt að segja, að Alice Jackson byggi rétt hjá, eins og hún hafði sagt. Þær voru komnar alla leið niður i þritugustu götu. „Og hvað ert þú að aðhafast hér í New York?“ sagði Loren og vafði gulu sumarkápunni þéttar að sér. Og um leið og hún gerði það, fannst henni Alice athuga kápuna afar gaum- gæfilega... „Ég? Ég kom hingað til að fara á sumarnámskeið. Mér tókst að fá leigða pínulitla íbúð, ekki mjög skemmtilega, en ..." Hún þagnaði, beygði sig fram og bað leigubilstjórann að nema staðar. Þau staðnæmdust rétt hjá Madison. „Hér bý ég!“ Alice borgaði farið og steig út. Loren á eftir. Saman gengu þær í áttina að gömlu húsi og íóru inn á götu- hæðina. Alice opnaði lyftudyrn- ar. „Ég er alltaf hrædd um, að hún festist einhvers staðar millí hæða,“ sagði hún og ýtti á hnapp. Þegar hún lét hendina síga, sá Loren, að hann var nr 8. „Vonandi er Bertha ekki farin að bíða fyrir utan dyrnar hjá mér," sagði Alice á leiðinni uþp. Lyftan skrönglaðist ofar, og loks stöðvaðist hún. Þær skunduðu ganginn á enda. Alice staðnæmdist fyrir utan dyr nr. 813. Á hurðinni var svolítill málm- rammi. Pappírsmiða hafði verið smeygt undir hann. Þar stóð vélritað nafnið „Alice Jaokson". Alice dró lykil upp úr tösk- unni og opnaði dyrnar. „Gerðu svo vel og gakktu í bæinn," sagði hún og fór inn t undan. Bertha hlýtur að kon a á hverri stundu!" Hún hratt ui g stofuhurðinni og bauð Loren in. „Þessi hiti er bókstaflega ó- iFramh. á næstu s’F i. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.