Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 31
sanna ungfrúnni, hve einlægar tilfinningar hans væru og fals- lausar með því að verða við hverri þeirri bón hennar, sem i sinu valdi stæði að verða við. Soffía kvaðst þá vilja biðja hann einnar bónar, og mundi hún taka það sem sönnun ein- lægni hans að hann veitti sér hana. Lávarðurinn kvaðst ekk- ert fremur vilja og bað hana bera fram bónina. Ungfrú Soffía festi augun á blævæng sínum. „Þess eins vil ég biðja, yðar tign, að þér látið mig í friði framvegis og hætt- ið að sækjast eftir því, sem þér getið aldrei hlotið, enda get- ur þrákelkni yðar í því máli einungis valdið mér óþægind- um, svo að mér yrði enn minna um yður gefið, en sjálfum yður sársauka og vonbrigðum.“ Við þessu hafði lávarðurinn bersýnilega ekki búizt og hafði hann nú komið sér í klípu, sem hann kunni engin ráð til að leysa sig úr í svip, en í sömu svifum kom jómfrú Western inn. Hafði hún heyrt orð frænku sinnar og var nú svo reið, að rauðir flekkir spruttu henni í vöngum, en augun skutu gneistum. Bað hún lá- varðinn mikillar afsökunar á þeim viðtökum, sem hann hefði fengið, og „vil ég nota tæki- færið til að fullvissa yðar tign um það, að ég kann vel að meta þann óumræðilega heið- ur, sem þér sýnið ætt okkar og það eitt er víst, að þessi fram- koma frænku minnar — sem mér er óskiljanleg með öllu — er á annan veg en við, ættingj- ar hennar vildum.“ Að vísu heyrði Soffía ekki síðustu orð hennar, því að hún hafði brost- ið í sáran, ekkaþrupginn grát og flúið til herbergis síns. Og því var það, að Soffía heyrði ekki heldur, þegar jóm- frú Western — sem trúði orð- um lafði Bellaston og hugði hans tign glataða ættinni, fyrst svona tókst til — reyndi með öllu móti að fullvissa hann um, að hún skyldi reynast þess megnug að beygja frænku sina til undirgefni og hlýðni. „Satt bezt að segja hefur hún ekki hlotið það uppeldi, sem hæfir ætt hennar og auði, og er föður hennar þar einum um að kenna. Það er þessi sveita- hroki í henni, telpunni, sem gerir, sveitahroki og feimni og annað ekki,“ sagði jómfrúin. Þess ber að geta, að fyrir stundu hafði gerzt atburður nokkur, sem hafði þær afleið- ingar, að jómfrú Western var frænku sinni heiptarreið. Áður hafði hún sett eina af þernum sínum til að gæta hennar sér- staklega svo að lítið bæri á, hafði þessi þerna sagt henni frá heimsókn frú Miller og sömuleiðis bréfinu, sem hún færði ungfrúnni. Að vísu hafði þernan ekki hugmynd um frá hverjum bréfið var, en þegar hún greindi sem nánast frá við- brögðum ungfrúarinnar, þóttist jómfrú Western ekki þurfa að vera í neinum vafa um, hver hefði skrifað henni til. Gaf hún þernunni því ströng fyrirmæli um að láta sig tafarlaust vita, ef konu þessa bæri þar aftur að dyrum og gæta þess vand- lega, að hún næði ekki tali af ungfrú Soffíu. Það var þó ekki þetta, sem olli reiði jómfrúarinnar, enda var nokkuð umliðið, heldur hitt, að Miller hafði knúið dyra skömmu eftir að lávarðurinn kom í heimsókn, og bað hún þess að mega tala við ungfrú Soffíu. Þernan leiddi hana um- svifalaust fyrir jómfrúna, sem var ekki veraldarvön fyrir ekkí neitt. Tókst henni auðveldlega að blekkja hina góðu konu; taldi henni trú um, að ungfrú Soffía hefði trúað sér fyrir öllu varðandi bréfið og fékk hana þannig til að segja sér allt, sem hún vissi — það var að vísu ekki mikið, en þó nóg til þess, að jómfrú Western þóttist geta lagt saman tvo og tvo. Og þegar þar var komið, að frú Miller hafði látið allt úppiskátt við hana, var hún ekki sein að venda um stag; tilkynnti hún frú Miller, er frænka sín vildi hvorki svara fyrra bréfi né taka við öðru og ekkert samband frámar við þann illa skálk hafa, bað hana að hverfa á brott hið skjótasta, og væri henni nær að flytja böðlinum lofgjörð um þrjót þennan en sér. Var hún þá svo reið orðin, að frú Miller forðaði sér á brott hið bráð- asta. Og ekki hafði lávarðurinn fyrr kvatt jómfrú Western en hún hraðaði sér til frænku sinnar og hugðist lesa henni þá lexíu, sem hún mætti lengi muna. Krafðist hún þess að ungfrú Soffía afhenti sér bréf það, er hún hefði veitt viðtöku frá þorpara þeim, er nú væri góðu heilli gálgamatur, og bæri hún bréf það vafalaust á sér. En þó að Soffía hefði brost- ið í grát niðri í stofunni og gréti enn, þegar jómfrú West- ern kom inn í herbergið, var ættarskapið ekki lengi að segja til sín, þegar þannig var að Framh. á bls. 33. 15 DAGA SPÁNARFERÐ MEÐ VIÐSTÖÐl) í LOIXIDON BROTTFÚR 14. MAÍ Ferðast um fegurstu héruð Spánar. — Madrid — Malaga — Torremolinos — Sólarströndin — Granada — Cordoba — Sevilla — Cadiz — Algeciras. Gltcsiley ferð ntái suttnri *>tf sát! FERÐ ASKRIFST OFAIM SAGA Hverfisgötu 12 — Símar 17600 & 17560 FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.