Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 35
Texti wr/ teihnintftír: Jittfjntir Tnr JLjtisntyntlir : Sitfitrjjtnt .Jtthttn n ssttn Hér húka kumbaldar grásleppuveiðara, og láta lítið yfir sér. ... og hauskúpu af stórgrip, og tyllum fjöður hjá. » m húsahverfi hafi ennþá myndast á nesinu, en húsin standa á víð og dreif, og nokkur býli eru enn við lýði, með því sem fylgir, húsakosti, búsmala og ræktarlandi. YIÐ leggjum leið okkar eftir einum af hinum mörgu veg- arspottum, sem liggja af aðal- veginum. Þessi liggur til vest- urs og endar við sjóinn. Frammi við fjöruna stendur hús sem vekur furðu okkar, og ekki að ástæðulaus. Útveggir þess eru hlaðnir úr lítt sorfnu grjóti, sem virðist tekið úr fjörunni fyrir neðan, svo og garðurinn í kringum húsið. Ógerlegt er að átta sig á, hvort hús þetta er aftan úr grárri forneskju, eða hlaðið í fyrra. Það er ekki í neinum stíl, ef svo mætti segja, nema ef vera kynni svo- nefndum sveitabæjarstíl, en húsið er með tveim samliggj- andi burstum. Að horfa á það gleður aug- að, hleðslan er vel gerð og vek- ur mann til þeirrar hugsunar hvort það muni svara kostnaði að byggja svona hús, þó svo að byggingarefnið sé ekki nema part úr steinsnari frá. Þegar sjór brimar við grýtta fjöruna framundan, hlýtur að gefa yfir húsið, svo framarlega stendur það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.