Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 47

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 47
eðlilegt var, þar sem þeir nafn- ar, amtmaður og varalögmaður, voru nánir samstarfsmenn og landar. Segir ekki af för henn- ar, fyrr en hún kom að Nesi og hitti varalögmannsfrúna að máli. Madama Þórdís tók vel á móti Marenu vinnukonu og fékk henni mörg tíðindi, jafnt af Álftanesinu og af heimilis- högum á Bessastöðum. Maren hafði nokkur erindi við Þór- dísi frá húsmóður sinni hinni dönsku. Meðal annars átti hún að biðja hana um nokkrar fín- ar saumnálar og íslenzkt band. Var það fúslega veitt. En hún átti einnig að ræða við vara- lögmannsfrúna um leyndarmál, er brennandi voru í huga Katrínar Hólms. Þau áttu að ræðast í algjöru leyni undir fjögur augu, er Þórdís veitti greiðlega. Hún leiddi því Mar- enu í svefnhús sitt, þar sem þær voru alls óhultar frá ann- arra áheyrn. Þegar Þórdís og Maren voru orðnar einar í svefnhúsinu, hóf hin síðarnefnda að greina frá leyndarerindinu, er hún átti að reka fyrir húsmóður sína. Hún sagði madömunni frá því, að von væri á ungri konu frá Kaupmannahöfn um vorið, sem hefði hæstaréttardóm til gift- ingar með Fuhrmanni amt- manni. Væri koma hennar mjög ógeðfelld húsmóður sinni, en hún kvaðst þó ekki vita fyliilega ástæðuna. Spurði hún sýslumannsfrúna, hvort hún þekkti ekki eða vissi um kunn- áttusaman galdramann, sem gæti komið í veg fyrir, að unga stúlkan næði til landsins, eða yfirgæfi Bessastaði bráðlega eftir þangaðkomu sína. Sýslu- mannsfrúin svaraði á þá leið, að hún gæti ekki trúað því, að nokkur djöfull væri svo magnaður í kúnst sinni, að hann gæti þotið út á haf, og jafnframt kvaðst hún engan slíkari þekkja, né vissi um rieinn slíkan í landinu, og bað guð sér til hjálpar fyrir alla muni að forða sér frá að hafa hið minnsta við slíka saman að sælda. Og í þessu efni gæti hún ekki gert bón Katrínar Hólms, þó að hún vildi á annan hátt liðsinna henni eins og hún gæti. Féll svo niður tal þeirra um þetta efni, en snerist að öðru. Margt ræddu þær saman í svefnhúsinu, Maren og Þórdís, og kemur fæst af því fram. En mest hlýtur það að hafa verið í sambandi við væntan- lega komu Schwartzkopf til Bessastaða og hið óvenjulega erindi hennar. En að lokum lét sýslumannsfrúin Marenu Jaspersdóttur í té einhvers konar lyf á glasi, sem ekki er getið hvers eðlis var eða i hvers konar tilgangi var feng- ið. Fór svo Maren aftur heim til Bessastaða og segir ekki af henni að sinni. Saga þessi leiðir sterkan grun að því, að samband hafi verið milli Hólmsmæðgna og Fuhrmanns, áður en yngri Hólm kom til landsins, því að annars hefði eldri Hólm ekki staðið stuggur af komu Schwartzkopfs, eins og bert er af þessari sögu. Apolloníu Schwartzkopf virð- ist hafa brunnið það mjög í muna að ná hjúskap við Fuhr- mann amtmann, eftir að hún hafði fengið hann dæmdan til að giftast sér. Vorið 1722 tók hún sér far með Hólmsskipi og varð vel reiðfari og náði til Reykjavíkur síðast í maí. Þegar hún var komin til Reykjavíkur, hélt hún rakleiðis til Bessastaða og var þangað komin 29. maí um vorið. Amt- maður tók henni sæmilega og sýndi henni fulla kurteisi í fyrstu og fékk henni bústað í íbúðarhúsinu á Bessastöðum, hafðist sjálfur við í tjaldi á túninu, þar til afþiljuð var fyr- ir hann sérstök íbúð í húsinu. Ekki er vitað, hvort amtmað- ur hélt sig svo frá stúlkunni, vegna þess að hann óttaðist umtal utanaðkomandi eða ótt- aðist að geta ekki staðist hana, ef hann byggi undir sama þaki og hún, eða í þriðja lagi, að hann hafi óttast ástleitni hennar eða ásókn, eða allt hafi verið til grundvallar. En þau mötuðust við sama borð og gekk hún fyrir gesti, þegar þá bar að garði, sem ekki var sjaldan, því margir þurftu á fund amtmanns um sumarið. Virtist því allt vera með felldu með þeim fyrst í stað og hún skipa hálft í hvoru húsmóður- sess á amtmannssetrinu. Eftir vitnisburði Níelsar Kjærs, varalögmanns í Nesi við Seltjörn, virðist Schwartzkopf fyrst í stað hafa verið álitin húsmóðir á heimili amtmanns, þegar gesti bar að garði. Hann segir svo: „Ég verð að segja, að ég umgekkst hina sáluðu manneskju að amtmanni við- stöddum, og borðaði hún úr sama fati og við hin, og sat við hlið hans, og það, sem meira • • • • Framh. á næstu síðu. JAFNGÓÐ FYRIR TÓN OG TAL GERÐ FYRIR BATTERÍ OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPÓLURNAR SETTAR I —^ MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.