Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 5
' í salnum er djús í föntunum með ofurlitlu af sénever út í, því sumir ætla að halda hátíð í félagsheimilinu Egilsbúð og gott að hafa brjóst- birtuna innan í sér áður en þangað er komið. Kallinn sefur, og menn eru ragir við að vekja hann, þó einhver segi, að hann hafi verið að tala um að dansa í kvöld, því kallinn er mesta dansljón. Samtalið í matsalnum er hispurslaust og tepru- lítið, og ýmislegt ber á góma, allt frá síldar- verði í konubrjóst, og þó eru það veiðarnar í sumar, sem ber hæst, og einhver segir að köst- in séu tekin að nálgast fyrsta hundraðið. Þeir tínast í land með hvítt um hálsinn og í egg- pressuðum buxum, og við verðum tveir eftir í messanum, ég og gamall samborgari minn frá Akureyri, sem ætlar að gæta gonnunnar meðan hinir dansa. Það er liðið að miðnætti, þegar eitt dansljón- ið kemur svífandi um borð og hefur engar vöflur á, vekur kallinn og drífur hann á lapp- ir. Ég gríp tækifærir, styn út úr mér erindinu cg því er vel tekið. „Þú fylgist með okkur á morgun, við fáum varla löndun fyrr en um hádegi,“ segir Þorsteinn skipstjóri. Málið er útrætt, hann ætlar sem sagt að hætta á að leyfa mér að vera með, þó ég geti með engu móti afsannað, að ég sé ef til vill lögilt aflafæla, sem bezt sé geymd á heiðum uppi. I rauninni er varla hægt að tala um dag síldarskipstjórans, því sumarið er eiginlega einn dagur og eyktamörk eru óþekkt fyrirbrigði um borð á síldarskipi. Þetta sundurlausa spjall, sem hér fer á eftir verður því nánast tilraun til að lýsa því sem fyrir augu ber á síldveiðum um miðjan júnímánuð á einu aflasælasta skipi flotans. ► Bjöm Bjarman kennari var fyrir skömmu staddur d Norðfirði og bauðst þó tœkifœri til að fara í veiðiferð með Jóni Kjartanssyni, en því skipi stjómar hinn kunni afla- maður Þorstenn Gíslason. Bjöm seg- ir frá ferðinni í eftirfarandi grein, sem hann skrifaði fyrir FÁLKANN. Þeir sitja tveir í matsalnum, reið- arinn og skipstjórinn, þegar ég kem um borð á Jóni Kjartanssyni dag- inn eftir seytjánda júní. Skipstjór- ann þarf varla að kynna fyrir ís- lenzkum lesendum, en hann heitir Þorsteinn Gíslason, aðalstarf Stýri- mannaskólakennari, aukadjobb síld- arkóngur. Þó að stjarna Eggerts bróður Þorsteins hafi lýst lengur á himni ísl. síldarkónga, þá er vafa- samt hvort Þorsteins stjarna hafi ekki lýst enn bjartar, og er þá mik- ið sagt. „Þú ræður hvort þú verður hér aftur í eða fram í lúkar og heldur magisternum selskab," segir Þor- steinn og brosir. Ég kýs selskab magistersins Helga Jóseps Halldórssonar, stýrimanna- skólakennara og hola mér niður í lúkar. Á miðum úti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.