Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Side 6

Fálkinn - 19.07.1965, Side 6
'pc cí Það dylst engum, sem stígur um borð á Jóni Kjartanssyni, að snyrtimennska er þar í háveg- um höfð enda bæði ryksuga og sjálfvirk þvottavél á skipsfjöl. Mannabústaðir eru allir fóðraðir harð- viði og dýrindis teppi á gólfum. Skápar og hill- ur á veggjum, og lýsing eins og bezt verður á kos- ið. Ólyktin og sóðaskapurinn, sem áður voru aðal- einkenni síldarbátsins, eru horfin og mannskap- urinn gengur um skipið á blankskóm og engum væri hætt þó hann kæmi um borð á kjól og hvítu. Við Þorsteinn stöndum tveir í brúnni meðan skipið brunar út Norðfjarðarflóann. Það er ofur- lítil undiralda og við spjöllum um skipsstjóra- hjátrú. „Jú, ég er dálítið hjátrúarfullur, segir Þorsteinn, — og ég held líka, að það sé gott, betra að trúa á eitthvað heldur en varpa öllu á tilviljunina eða heppnina. Ég hef tröllatrú á húfum, og ég get sagt þér, að eitt sumarið hafði mér gengið hálf böksu- lega og ég í fjárans ósátt við húfupottlokið, sem ég hafði á hausnum, svo einn góðan veðurdag brá ég mér inn á Vopnafjörð og keypti mér ljómandi góðan sixpensara og viti menn, kappveiði undir eins á eftir og toppurinn um haustið. Já og svo á ég líka teppi, sem ég skil aldrei við mig á sjónum. Ég er búinn að hafa það í kojunni minni frá því ég fór fyrst á síld fyrir einum tuttugu ár- um, og þó að konan mín væri með múður í vor og heimtaði að ég fengi mér annað teppi í kojuna, þá laumaði ég samt því gamla undir, og það hefur ekki brugðizt enn,“ segir Þorsteinn og kímir. Það þyngist undiraldan, þegar komið er út fyrir Nípukollinn, og skipið tekur dýfur þegar það gösl- ar á móti stinningskaldanum, og þó ég sé vel sjó- hraustur, þegar ég segi sjálfur frá á þurru landi, þá er hreint ekki laust við ónotapirring og alls kyns óþægindi innan í mér, þegar sezt er að steik- inni. Ég reyni að bera mig mannalega, fæ mér álitlegan bita og stóra kartöflu, en þegar kemur að sósunni hrýs mér hugur og rétt um leið hnippir Þorsteinn skipstjóri í mig og segir: „Það er komin einhver grámygla í andlitið á þér, vinur." Ég reyni að brosa, sker mér bita, sem kemst aldrei alla leið, og það fara engar sögur af viðskiptum okkar Ægis konungs næstu klukkutímana. Þeir eru einir fjórir eða fimm í brúnni, þegar ég kem upp aftur seinna um kvöldið. Asdikkleitarinn er kominn í gang og suðar notalega. Enginn stendur við strið, sjálfstýringin sér um að halda réttu striki og þarf þar enginn að koma nálægt. Jónas Árnason og Járnhausinn eru á dagskrá. Jónas er nefni- lega vinsælt umræðuefni um borð á síldarbátum. „Þeir segja, að einn ónefndur athafnamaður hér fyrir austan hafi ekki verið neitt sérlega hrifinn af Járnhausnum,“ segir einn og hlær við. „Helvíti skemmtilegur strákur hann Jónas,“ segir annar, og hann heldur áfram: „ég var með honum á togara hér um árið, það var á Fylki, bölvaður slamptúr, byrjaði djúpt undan Jökli og endaði á Selvogsbankanum, alltaf verið að og hörku- bræla, reglulegur slavatúr, og alltaf lá vel á Jónasi og hvernig hann gat talað maður og allar sögurnar, ja þvílíkt. Og svo skrif- aði hann grein á eftir, sem hét: „Brælurnar gleymast fljótt“. Og þessi ágæta setning hefur síðan verið eins konar mottó hjá mörgum sjómanninum, því eins og allir vita, þá gleymast bræl- urnar fljótt bæði til sjós og lands.“ „Já, hann Jónas var með okkur einn túr í hitteð fyrra á Guðrúnu Þorkelsdóttur,“ segir skipstjórinn, „hann lá allar stundir yfir kokkinúm, sem nú er gildur fasteignasali í Reykja- vík, og strákarnir sögðu, að Jónas hefði ekki haft við að trúa því sem kokkurinn laug í hann. Við skutum honum í land á Raufinni eftir eina tíu daga, og hann tók heil mikið af myndum og hefur sjálfsagt punktað eitthvað hjá sér af lífinu um borð.“ Þorsteinn þagnar skyndilega og gefur asdikkleitaranum auga, minnkar hraðann, snýr tökkum á leitaranum. „Hún liggur djúpt í því bölvuð paddan,“ segir hann um leið og hann snýr sér að mér og sýnir mér, hvar torfan teiknast inn á mælitækið, stór svört klessa. Við erum staddir í Seyðisfjarðardýpi og víða lóðar á góðar torfur, en þær standa allar djúpt í sjónum um og yfir sjötíu faðma. Það er lónað um á hægri ferð og leitað, en alls staðar sama sagan. Klukkan er að halla í eitt, þegar kallinn slær á stopp og snýr sér að vaktmanninum og segir: „Þú lætur reka næsta klukkutímann og hóar í mig um tvö- leytið en ræsir mig fyrr, ef einhver hreyfing verður á bátunum hér í kring. Ég skrönglast fram í lúgar og sofna eftir góða lesningu í „Bréf frá myllunni“ eftir Daudet, sem magisterinn hefur tekið með sér á síldina Framh. á bls. 37.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.