Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 8
SIGURÐUR A. MAGNÚSSDN SKRIFAR UM mex.mamkxx OG STJÓRIVMÁL Sú var tíðin, að íslenzkir menntamenn (hér er orðið notað í víðustu merkingu um listamenn og rithöfunda jafnt og langskólagengna fræðimenn) tóku virkan þátt í stjórnmálum og létu mikið að sér kveða í þjóð- lífinu. Nokkuð framá þessa öld áttu góðskáld og aðrir andans menn sæti á Alþingi og settu svip á stjórnmála- lífið, enda var óneitanlega mun meiri reisn yfir því þá en nú. Stjórnmálaflokkar voru þá ekki nálægt því eins þröngir og lágkúruleg- ir og nú er, heldur fengu atkvæðamiklir einstakling- ar notið sín og hagnýtt hæfi- leika sína í þjóðmálabar- áttunni. Með þróun þess flokka- kerfis, sem við búum við nú, hurfu andans menn að mestu af vettvangi stjórnmálanna, en í þeirra stað komu heim- alningar flokkanna sem fóstraðir voru upp og sér- staklega þjálfaðir í hinum pólitísku æskulýðssamtökum til að taka í fylling tímans við hlutverkum erindreka og fiambjóðenda, verða hjól í þeim umfangsmiklu flokks- vélum, sem nú ráða mestu um mótun islenzkra þjóð- mála. Þróunin í átt til hinna al- ráðu pólitísku flokka hefur verið hæg en markviss, og má segja að hún hafi náð hámarki eftir kjördæma- breytinguna 1959, sem að visu var í ýmsu öðru tilliti þarfleg og jákvæð. Eftir því sem völd flokks- foringjanna hafa aukizt og víkkað hafa flokkarnir orð- ið í æ ríkara mæli einsteypt- ir og eru smámsaman að taka á sig mynd sértrúar- fJokka þar sem skoðanaá- greiningur er illa séður og hjáróma raddir einstaklinga nánast bannfærðar, a. m. k. útávið. Afleiðingin af þessu er sú, að til stjórnmálastarfa veljast helzt menn sem eru svotil persónulausir jábræð- ur eða peð, sem fylgja fiokksforustunni í blindnj. og gæta þess dyggilega að segja eða gera aldrei neitt sem kynni að styggja flokksfor- ingjana. Þessi þróun er ískyggileg m. a. fyrir þá sök að stjórn- málamennirnir verða sífellt háðari duttlungum misvit- urra leiðtoga og sérfræðinga þeirra og eiga æ erfiðara með að taka sjálfstæða eða persónulega afstöðu til þeirra mála sem eru efst á baugi hverju sinni. Af þessu leiðir svo, að pólitíkin verð- ur drepleiðinleg, sífellt sömu upptuggurnar, og almenn- ingur missir smátt og smátt allan áhuga á stjórnmálum. Þarf varla að fara um það mörgum orðum, hvernig komið er fyrir lýðræðinu í landi þar sem áhugi almenn- ings á pólitík hefur verið kæfður eða svæfður. Einn ömurlegasti þáttur- inn í stjórnmálaþróun síð- ustu áratuga er hvarf menntamanna af vettvangi stjórnmálanna. Gefur auga leið, að lýðræðinu er hætta búin þegar helztu andlegir leiðtogar landsins standa ut- anvið mótun þjóðmálanna, eru gerðir áhrifalausir eða óvirkir vegna þess að þeir falla ekki inni það rígskorð- aða flokkakerfi sem komið hefur verið á. í slíku þjóðfé- lagi ræður meðalmennskan ríkjum og leggur sína dauðu hönd á allt sem horfa mundi til eflingar andlegri og menn- ingarlegri reisn í landinu. Það er orðin alkunn stað- reynd, sem margoft hefur verið ítrekuð, að íslenzkir stjórnmálaflokkar hafa alls enga stefnu í menningarmál- um. Oft er þvi líkast sem þeir hafi verið rækilega bólu- settir gegn öllu sem beint eða óbeint varðar menningarmál. Þau eru „leiðindamál" sem enginn hinna önnum köfnu þingmanna hefur minnsta tíma til að sinna, enda er meðferð þeirra í fullu sam- ræmi við það. íslenzk menn- ing hefur um áratuga skeið verið hornreka í sölum Al- þingis. Ég hef enga tilhneigingu til að gera ábyrgð stjórn- málamanna á þessu ófremd- arástandi minni en efni standa til. Hún verður aldrei nógsamlega ítrekuð. En á hitt er vert að leggja áherzlu, að íslenzkir menntamenn eiga hér einnig ólítinn hlut að máli. Þeir virðast hafa sofnað á verðinum eða hrein- lega gefizt upp fyrir ofurefli þeirrar menningarlegu for- heimskunar sem við þeim blasir á vettvangi stjórnmál- anna. Þó verður því ekki með sanngirni neitað, að einstakir menntamenn, og þá einkum rithöfundar, hafa lagt fram krafta sína til að móta þjóð- málabaráttuna, en þeir hafa sjaldan haft erindi sem erf- iði, vegna þess að sífellt var leitazt við að beita þeim fyrir vagna einstakra stjórnmála- flokka. Halldór Laxness er kannski skýrasta dæmið um þetta. Um langt skeið kvað talsvert að honum í íslenzkum stjórn- málum, og þá fyrst og fremst fyrir þá sök að tiltekinn stjórnmálaflokkur gat hag- nýtt sér nafn hans og hæfi- leika. En þegar að því k.om, að hann ,,gekk af trúnni“, þ. e. a. s. kom fram með skoð- anir og túlkanir á heimsvið- burðum sem ekki féllu í kram flokksins, var honum umsvifalaust varpað fyrir borð og hann borinn ýmsum grófum sökum af fyrri sam- herjum sínum (sbr. mat Gunnars Benediktssonar á skáldferli Halldórs Laxness). Svipað má segja um menn einsog Gunnar Gunnarsson eða Tómas Guðmundsson. Þeir hafa lengi þótt góðir „tii skrauts“ á fundum stjórnmálasamtaka, sem telja þá sér til eignar, en jafnskjótt og þeir taka ótví- ræða afstöðu í málum, sem varða þá miklu, og sú af- staða kemur ekki heim við bækur flokksins (sbr. sjón- varpsmálið), er ekki lengur ástæða til að taka orð þeirra alvarlega. Þá er gert góðlát- iegt grín að þeim í málgögn- um flokksins (að sjálfsögðu undir rós) og þeir taldir bera minna skyn á ástand og horfur íslenzkrar menningar en ritstjórar nefndra mál- gagna. Þessi tvískinnungur stjórn- málaflokkanna í menningar- málum er engin tilviljun. Hann á rætur sínar í aigeru stefnuleysi og stjórnast af því einu, að hægt sé að hag- nýta menntamenn í ákveðn- um flokkspólitiskum augna- miðum. Þegar þeir fara út- af flokkslínunni eru þeir varla nefndir á nafn (nema helzt í hálfkæringi), þó þeir hafi verið hafnir til skýj- anna meðan þeir þjónuðu hagsmunum flokksins. Hinsvegar hefur megin- hluti íslenzkra menntamanna verið óvirkur og svotil á- hrifalaus á þjóðmálin, og er kominn tími til, að á því verði gagngerð breyting, ef íslenzk menning á ekki að veslast upp 1 höndum ráða- manna, sem hvorki vilja né geta mótað raunhæfa eða heillavænlega stefnu í menningarmálum þjóðarinn- ar. Listahátíðin í fyrravor var kjörið tilefni til að taka þessi mál til rækilegrar um- ræðu, en forstöðumönnum hennar þótti henta að „halda friðinn", og fyrir bragðið varð hátíðin að verulegu leyti marklaus skrautsýn- ing án innri orku eða ytri áhrifa. Menntamenn þjóðarinnar standa nú andspænis þeirri staðreynd, að þeir eru á góð- um vegi með að verða nátt- tröll i þjóðlífinu. Þeir hafa brugðizt þeirri ótvíræðu FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.