Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 9
skyldu að vera súrdeig þjóð- félagsins og gagnsýra það af þeim hugmyndum og hug- sjónum, sem þeir eru eðli sínu og stöðu samkvæmt einir færir um að koma á framfæri og halda að þjóð- inni. Þjóðfélag, þar sem menntamennirnir eru óvirk- ir eða áhrifalausir, er dæmt til stöðnunar og andlegra vanþrifa, hversu margar hjartnæmar ræður sem leið- togarnir flytja um styrk og ódauðleik íslenzkrar menn- ingar á hátíðis- og tyllidög- um. Innantómt orðagjálfur og marklausar yfirlýsingar hástemmdra stjórnmála- manna geta aldrei komið í stað þeirrar helgu skyldu menntamannanna að láta ekkert tækifæri ónotað til að benda á veilurnar, ræða þjóðmálin opinskátt og hisp- urslaust, án tillits til hags- muna stjórnmálaflokkanna, og vekja máls á heppilegum leiðum til að draga menning- arlífið uppúr þeirri niður- lægingu sem það hefur sokk- ið í síðustu árin. Vel má vera að mennta- mönnum verði borinn á brýn hroki eða oflátungsháttur, þegar þeir hrista af sér slenið og skera upp herör gegn sof- andahætti og sinnuleysi leið- toganna um menningarmál (það væri svosem eftir ýmsu öðru), en ömurlegt væri það afspurnar, ef slíkar storkanir fældu þá frá að gegna því hlutverki sem þeim hefur beinlínis verið falið á sama hátt og stall- bræðrum þeirra um allan hinn siðmenntaða heim. „Ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta það?" FLUOSÝN TIL NORÐFJARÐAR fjögurra hreyfla flugvél ££5 sjúkrcrfliig 18410-S-'-*-R.18823 FLUGSÝN FOTIIM FRÁ eU.**"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.