Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 11
* Fi'íitnhti hlssaga eftir LEIGII BRACKETT Ég reyndi að rifja upp fyrir mér aftur raddir drengjanna fimm. Ég hafði haldið, a3 ég gœti aldrei gleymt þeim framar. Nú var ég ekki eins viss um það .... Hann yppti öxlum. „Það vœru eðlileg við- brögð. Ég get ekki fullyrt það. Ég ímynda mér, að þau myndu gera það, ef hegningin virtist þyngri en afbrotið." hann. Hann sneri sér að Koleski. „Mér finnst þið ættuð að loka þennan fugl inni, í staðinn fyrir að lofa honum að hrella krakka eins og honum sýnist.“ Everett sneri sér við í dyra- gættinni. „Upp á æru og trú, herra, það var ekki ég,“ sagði hann. Og nú horfðist hann í fyrsta skipti í augu við mig augnablik, og nú sá ég í fyrsta skipti eitthvað í augum hans, eitt- hvað myrkt, leynt og sigurvisst ■— og hlæjandi. Svo voru þau farin niður eftir ganginum, gengin mér úr greip- um. Noddy þekkti hann ekki held- ur,“ sagði Koleski. „Ekki ákveð- ið. Hann sagði, að ef þetta væri sami drengurinn, þá hefði hann látið klippa sig og liti öðruvísi út. Mér þykir það leitt, Sherris." „Ég held samt, að hann sé einn þeirra,“ sagði ég. Ég horfði enn á eftir honum út um dyrn- ar og minntist bliksins í aug- um hans og kipringsins í holdi mínu, þegar hann kom nærri mér. „Ég er viss um það.“ „Þér voruð ekki eins viss áðan.“ „Þér spurðuð, hvort ég gæti unnið eið að því fyrir rétti. Hugs- ið yður að ég gerði það. ímynd- ið yður að ég stæði fyrir framan dómarann og ynni eið að því, að rödd hans hljómaði iíkt og eins drengjanna, að hann horfði á mig á sérstakan hátt, og þá fengi ég eitthvað sérstakt á tilfinn- inguna. Hvaða mark heldurðu að tekið yrði á því?“ „Hann hefur óhagganlega fjar- verusönnun, Sherris." Ég vatt mér að Davenport. „Þér þekkið þetta fólk. Mundi það Ijúga í þessu efni?“ Hann yppti öxlum. „Það væru eðlileg viðbrögð. Ég get ekki fullyrt það. Ég ímynda mér, að þau myndu gera það, ef hegn- ingin virtist þyngri en afbrotið." „Hvernig eigið þér við?“ „Hugsum okkur, að drengur- inn hafi komið seint heim og sagzt hafa lent í smáþrasi á bjór- stofu. Enginn skaði skeður, að- eins smáþras, sjáið þið til. En hann er enn undir eftirliti. Ómyndugum er bannaður með lögum aðgangur að slikum stöð- um eða afgreiðsla þar og þetta á í tvöföldum skilningi við um hann. Vægast sagt myndi þetta valda vandræðum, framlengingu eftirlitsins, rannsókn á heimilis- ástæðum, skriffinnsku. Það ger- ir öllum auðveldara fyrir, ef for- eldrarnir segja bara, að hann hafi ekki farið að heiman. Hann þyrfti enga aðra skýringu að gefa.“ „Veiztu hvað þú hefur gert, Davenport?" sagði Koleski þreytulega. „Þú hefur tekið tappann úr handsprengjunni og fengið Sherris hana.“ „Verið ókviðinn," sagði ég. „Ég er bara að hugsa." Ég settist. Mér leið ekki vel. Eftirköstin, vonbrigðin, æðislegt grimmdar- hatur sem sauð upp í mér, án þess ég æskti þess, ófullnægja — ég var feginn, að Everett og for- eldrar hans voru farin ella hefði ég getað misst stjórn á mér og komið Kole^ki í enn meiri vand- ræði en orðið var. „Gætuð þér ekki látið elta hann? Ef ég hef rétt fyrir mér og hann er einn úr hópnum, þá visar hann okk- ur á Chuck og hina og þá höf- um við þá.“ Koleski kveikti sér í öðrum vindlingi og tyllti sér á borðrönd- ina og horfði á mig rannsakandi. „Hvað er á seyði?“ spurði ég. „Ég vildi, að ég vissi það,“ sagði hann. „Ég vildi að ég vissi, hversu mikill munur er á að vera raunverulega sannfærður og því að óska einhvers svo heitt, að allur heimurinn afskræmist í samræmi við það.“ „Ég vildi, að ég gæti sagt yður það,“ sagði ég. „Bíðið hérna," sagði hann. „Ég ætla að sjá, hvað ég get gert.“ Ég beið. Davenport kvaðst ætla að leita í Northside skólanum eftir spori, en hann var vondauf- ur vegna skortsins á sjónarvott- um og áhyggjuleysis Everetts. Davenport fannst liklegast, að drengirnir gengju í sinn hvern skólann en jörmuðu sig saman í fristundum. Foreldrar Everetts virtust lítið vita eða skipta sér af, með hverjum hann væri og Davenport hélt því fram, að það væri stærsti ljóður á ráði for- eldra nú á dögum. Hann óskaði mér alls góðs og fór. Það var kæfandi hiti í her- berginu og loftið var þungt. Ég sat og horfði á stólinn, sem Ever- ett Bush hafði setið á, og skyndi- lega sló þeirri hugsun niður í mig, hárbeittri og magnaðri, hvernig i ósköpunum stæði á þvi, að ég hefði rótazt inn í þetta og hvers vegna ég sæti hér, í drungalegri kompu á lögreglu- stöð og beindi hatri mínu og for- mælingum að tómum stól. Koleski kom aftur og hristi höfuðið neitandi. „Ekki hægt. Það eru engir menn lausir. Ég var búinn að segja yður, að það er mikið að gera hérna.“ Hann þagnaði, en sagði siðan: Það er hálfur sannleikurinn, Sherris. Hinn helmingurinn er sá að við gætum grafið upp menn, ef stjór- anum fyndust gildar ástæður liggja til þess. Eins og ástatt er, finnst honum það ekki.“ Eftir nokkra stund sagði hann aftur: „Mér þykir það leitt.“ „Heyrið þér,“ sagði ég. „Gæti ég ráðið einkanjósnara? Eru nokkur lög, sem banna það?“ „Ekki veit ég til þess,“ sagði Koleski. „Þér getið að minnsta kosti reynt það.“ Hann skrifaði tvö nöfn og heimilisföng á minnisblað og fékk mér. „Þessir eru báðir ágætir. Nefnið ekki, að ég hafi sent yður.“ „Allt í lagi,“ sagði ég. „Þakka yður fyrir.“ Við tókumst í hend- ur. „Má ég bjóða yður glas?“ „Einhvern tíma seinna," sagði hann. „Þegar ég á frí.“ „Það er ákveðið." Ég ætlaði út. „Hér — Sherris ...“ „Já,?“ „Hvar var yður kennt að vera svona þrár?“ „1 hernum,“ sagði ég, ,,var okk- ur sagt að láta aldrei undan yfir- gangsmönnum." „Humm,“ sagði hann. „Var sjálfur í landgönguliðinu. Virk- ur þátttakandi?" „Ég var i setuliði. Þeir náðu í mig milli styrjalda.“ „Jæja," sagði Koleski, „hættið yður ekki of langt. Og látið mig vita.“ Ég lofaði þvi. Ég gekk út á götuna, sem var brennheit af ágústsólinni og lagði leið mína til fyrri mannsins á bréfmiða Koleskis. VIII. Fyrri maðurinn var upptekinn og gat ekkert hjálpað mér næstu tvær vikur. Hinn, sem hét Thomas Finelli, var í réttinum sem vitni í skilnaðarmáli, en einkaritari hans, kornung stúlka, sagði, að Finelli væri frændi sinn, var á þeirri skoðun, að hann myndi með ánægju tala við mig. Ég spurði hvenær. „Hann verður í réttinum til fimm og svo verður hann að að fara beint til Newbridge í veizluna. Það er gullbrúðkaup afa míns og ömmu. Svo það yrði þá að vera í fyrramálið t. d. um hálftíu? Nema hann þurfi að mæta aftur í réttinum einhverra hluta vegna. Þér ættuð heldur að hringja, áður en þér komið." „Kemur hann við hérna, þegar réttarhöldunum er lokið?“ „Já, vissulega. Hann verður að taka mig með sér.“ „Kannski getur hann talað við mig í fáeinar mínútur þá tefur hann ekki lengi. Ég kem aftur." Hún var óánægð með þetta, en ég gaf henni ekki tækifæri til að fá mig ofan af því. Ég vildi vita vissu mína. Ef Finelli gæti ekki eða vildi ekki taka þetta að sér, þá yrði ég að finna annan, og ég vildi ekki eyða meiri tima en nauðsynlegt væri. Ég eyddi klukkustund i borg- inni. Sumpart í að kaupa gjöf handa Tracey, glas af dýru ilm- vatni, sem ég vissi, að henni geðjaðist að, en myndi ekki kaupa sjálf. Hún átti það hjá mér. Hún hafði annast mig vel þessa mánuði. Ef til vill betur en ég átti skilið. Slæm samvizka FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.