Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 12
trQlofunarhrlngar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 FÁLKINN FLÝGUIt IJT ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DUN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTIG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. hefði getað átt sinn þátt í því, en það kom ekki málinu við. Ég lét senda ilmvatnið. Klukkán hálffimm sneri ég aftur til skrifstofu * Finellis, en hún var á fimmtu hæð bygging- ar, sem ekki var óásjálegri en flest önnur hinna gömlu húsa í verzlunarhverfi Mahs Ford, þar sem ekkert nýtt hafði verið byggt síðan um aldamót. Hann var ekki kominn enn. Frænka hans var greidd, máluð og til- búin og skrifborðið hennar hreint og snurfusað. Ég settist og tók að blaða í kvikmyndablöðum. Stúlkan tók eitt ólundarlega upp úr skrifborðsskúffu hjá sér og við lásum saman þar til Finelli kom. Hann var þrekvaxinn maður á fertugsaldri, virtist fær í sínu starfi og traustvekjandi. Hann fagnaði því ekki að sjá mig, en hlustaði kurteislega, þegar ég kvaðst ekki myndu tefja hann lengi. „Mjög áríðandi?" Eg sagði það svo vera. „Þá það. Komið innfyrir." Ég fylgdi honum eftir inn í innri skrifstofu, og hann lokaði hurðinni. Herbergið var um tíu fet á hvern veg, þar var skrif- borð, tveir stólar og nokkrir skjalaskápar. „Jæja þá," sagði hann, „hvað liggur yður á hjarta?" Ég skýrði honum frá þvi, og jafnvel ég undraðist í hve fáum orðum hægt var að segja alia söguna. Hann hlustaði, spurði einstöku spurninga og skrifaði hjá sér. „Þér viljið að ég veiti drengn- um eftirför, komist að því, hverj- ir séu félagar hans og hvort lýs- ingin á við þá." „Það er rétt." „Auðvitað gæti skeð, að dreng- urinn sýndi kænsku. Honum gæti dottið í hug, að einhver yrði lát- inn elta hann og forðast félaga sína um tíma." „Það er hugsanlegt, já, þó hann hafi virzt öruggur með sig. En ef hann sér yður ekki..." „Hann mun ekki gera það." „Jæja, ef ég hef á réttu að standa um hinar árásirnar, þá snýr hann aftur til þeirra fyrr eða seinna. Ég get beðið." „Hve lengi, herra Sherris? Ég er enginn okrari, en ég tek samt mína þóknun." „Eins iengi og góðu hófi gegn- ir. Sem stendur horfi ég ekki i kostnaðinn." Finelli kinkaði kolli. „Búizt bara ekki við árangri strax á morgun. Og svo er yður auðvitað ljóst, að drengurinn gæti verið saklaus." „Ég vil, að þér komizt að þvi fyrir mig." „Eru þessi nöfn og heimilis- föng rétt?" Ég kvað svo vera og gaf hon- um einnig upp símanúmer mitt. „Gott og vel, herra Sherris. Ég læt yður vita, strax og ég hef einhverjar fréttir." „Þakka yður fyrir," sagði ég. Hafið þér athugað: 1. að það er tiltölulega ódýrt að ferð- ast með strandferðaskipum vorum í kringum landið, en fátt veitir betri kynni af landi og þjóð. 2. að siglingaleið m/s HEKLU að sumr- inu til Færeyja, Noregs og Danmerk- ur er mjög skemmtileg og fargjöldin hófleg. Skipaútgerð ríkisins „Þetta er mér mikill léttir. Góða skemmtun." Hann varð undrandi á svipinn svo ég bætti við: „t gullbrúðkaupinu." Þá hló hann. „Of mikið spag- hetti og vin. Ég verð lítils virði í fyrramálið." Við yfirgáfum skrifstofuna öll í einu, og ég sagði honum, að ég myndi senda honum ávísun til fyrirframgreiðslu morguninn eftir. Svo var ég aftur á götunni, í sólarhitanum; klukkan var hálf- sex, og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það, sem ég vildi helzt af öllu gera, var að aka upp að vatninu og sofa þar um nóttina. En þegar ég hugsaði málið betur, hætti ég við það. Ef Bush drengurinn var einn þorparanna, sem hafði ráðizt á mig, gæti sú staðreynd, að ég hefði þefað hann uppi og látiö yfirheyra hann, haft ein- hverjar afleiðingar. Þetta myndi þeim finnast miklu nær sér höggvið heldur en hinn heimsku- legi eltingaleikur minn við bil- inn... sem Everett Bush var furðu fróður um, af dreng að vera, sem þetta snerti ekki beint. Hann vissi, að ég hafði hann enn grunaðan, og þó hann hefði með hjálp foreldra sinna slopp- ið í þetta skipti gat verið, að hann sæi þess þörf að fæla mig frá frekari afskiptum. Drengirnir kynnu að gera beina atlögu, eitthvað sem komið gæti upp um þá eða a. m. k. gert mér kleift að vekja málið að nýju hjá lögreglunni. Eín óræk sönnun gegn einhverjum þeirra var allt, sem ég þarfnaðist. Þetta virtist allhættulegt, og ég hafði ekki í hyggju að stofna mér í neina hættu. En áhættan virtist ekki meiri í nótt en hún yrði næstu nætur. Og alls engin ef Everett var eins saklaus og hann lét. Ég vonaði, að sá dagur myndi koma, að hægt yrði að segja með vissu, hvort einhver væri sekur eða saklaus. Ég fór heim. Á leiðinni keypti ég nokkuð af dósamat og kjötstykki. Þegar ég kom að húsinu, var enn bjart- ur dagur og myndi verða það nokkra klukkutíma í viðbót. Ná- grannarnir voru útivið og leituðu svala í forsælunni, börn léku sér og bílar óku fram og aftur um veginn. Þess sáust engin merki, að neinn hefði komið nema póst- urinn. Ég fór inn og tvílæsti hurðinni, leitaði vandlega í hverju herbergi og leit um leið á gluggana, hvort þeir væru lokaðir. Ég fann ekk- ert. 1 kjallaranum var enginn heldur. Ég náði í þungan skrúf- lykil úr verkfærakistunni, tók hann með mér upp og kom hon- um fyrir á handhægum stað, ef ske skynni. . . . Síðan hringdi ég til Tracey. „Þú veizt ekki, hvað ég óska þess innilega, að þú hættir þessu," sagði hún, þegar ég hafði sagt henni frá Everetf Bush og Finelli. Framh. í næsta blaði. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.