Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 14
IÁ sumt Það var gleðskapur hjá skipakónginum Onassis. Meðal gesta var Melina Mercouri, sem við þekkjum úr kvikmyndinni „Phaedra" og „Aldrei á sunnudögum". Gleðskapurinn fór fram í litlu veitinga- húsi. Gestirnir gerðu sér ýmislegt til skemmtunar. Þeir dönsuðu uppi á borðum, sungu og slógust og grýttu borðbúnaðinum og brutu stóla, og sitthvað fleira gerðist. Allir virtust skemmta sér hið bezta ekki sízt skipakóngurinn, sem greiddi með ánægju nærri 80 þúsund krónur fyrir drykkina og skemmdirnar. Það virðist ekki mikil upphæð þegar litið er á neðri myndina. Veitingasalur- inn virðist vera lagður í rúst. Hvað skyldi Callas ségja þegar hún fréttir þetta? m *% Hvalurinn er haldinn einhverri pest og læknirinn er kominn til að gefa honum meðalið. Það eru ekki allir hvalir sem geta stillt sig um að gleypa lækni sinn ef hann gerist svo djarfur að fara með hendina niður í kok á þeim. En þessi hvalur hafði ekkert á móti því, ekki sízt vegna þess, sennilega, að pillan hafði verið sett inn í vænan kolkrabba, af gómsætri tegund. KLAMFEIMGIN EÐA ... ekki. Kvikmyndaeftirlitum norðurlanda hefur gengið illa að koma sér saman um hvort ýmiss atriði í kvikmyndinni „Villa Vennely" skuli teljast klám eður ei. Sérstaklega hefur atriði sem myndin sýnir staðið í þeim og nú látum við ykkur dæma, lesendur góðir. Myndin hefur verið algerlega bönnuð í Svíþjóð, enda eru Svíar allsendis óvanir svona mynd- um eins og kunnugt er. — Sú léttklædda leikur eitt aðalhlutverkið og heitir Birthe Pedersen, (ef það skiptir annars nokkru máli). 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.