Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 16
Þetta byrjaði allt með rauðhœrða efnafrœðingn- um frá Ástralíu. Vi3 vorum í skemmtilegu boSi, og ég var rétt um það bil að veiða hann í gildruna þegar hann kom auga á Jeanne sem bjó með mér í íbúðinni. Hann þagnaði í miðri setningu, og augu hans urðu stjörf. „Af- sakið ..." muldraði hann annars hugar, og áður en ég vissi var hann horfinn. Tveim minútum síðar sátu þau saman úti í horni. Og tveim vikum síðar voru þau gift. Jeanne fluttist með honum til Melbourne og ég sat eftir með sárt ennið og og rándýra íbúð. Ég var að finna aðra stúlku í staðinn. Eins og venjulega fór ég til Owens Dudley og spurði hann ráða. Owen hafði verið á ferða- lagi svo að hann vissi ekkert um það sem komið hafði fyr- ir. Hann hlustaði þegjandi á mig. Svo sagði hann á sinn rólega hátt: „Af hverju seg- irðu bara ekki upp íbúðinni og flytur til mín — ég er búinn að biðja þín nógu oft.“ „Svona, svona, Owen minn,“ sagði ég sefandi. Hann var traustur og góður maður, og mér þótti fjarska vænt um hann, en ástfangin var ég ekki. „Ef ég segði já, myndi steinlíða yfir þig af skelfingu.“ „Viltu ekki reyna?“ sagði hann ákafur. Síðan opnaði hann vasabókina sína og skrifaði: „Bað Deboruh í áttunda sinn. Hryggbrotinn enn á ný.“ Hann brosti út í annað munnvikið og sagði: „Bezt að hafa reglu á hlut- unum. Þú verður að játa, að sjálfsstjórn mín er aðdá- unarverð. Ég hef ekki borið upp bónorð í — bíddu við — sex vikur, þrjá daga og tæpar tólf klukkustundir.“ Hann handfjallaði pípuna sína íhugull. „Já, þig vantar stúlku í íbúðina... það er komin ný stúlka á skrifstof- una til okkar, ungfrú Barr að nafni. Ég frétti, að hún væri að leita sér að hús- næði.“ „Segðu mér meira um hana,“ sagði ég varlega. Owen var svo brjóstgóður, að hann var vís til að taka 16 FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.