Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 18
eru BOLTA buxurnar ViH Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímaniega. „Hvað gerðist?11 spurði ég for- vitin. Hún fékk skeifu á viðkvæma munninn. „Þetta veniulega,“ sagði hún og fékk sér sæti. „Hann sagðist myndi hringja í mig einhvern daginn. Það segja þeir alltaf, en gera það aldrei.“ Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég hlýddi henni ræki- lega yfir atburði kvöldsins. Andrew hafði boðið henni á nýjan veitingastað rétt hjá hótelinu, og ég spurði hvernig henni litist á hann. „Æ, þú veizt,“ sagði hún og yppti öxlum, „fiskinet, kertaljós og mandólínspil.” „Og hvernig var maturinn?" Hún gretti sig. „Viðbjóðsleg- ur. Rándýr og gersamlega óæt- ur.“ Ég lagði það á minnið og ákvað að forðast staðinn. Þetta hafði reyndar byrjað ágætlega, hélt hún áfram. Andrew var elskulegur og nær- gætinn, skemmtilegur í sam- ræðum og kátur. En allt í einu breyttist allt. Hún vissi ekki hvernig á því stóð. Andrúms- loftið varð þvingandi, þau töl- uðu minna, og Andrew var orð- inn kuldalegur. „Já, en hvað í dauðanum gerðirðu eiginlega?" spurði ég Hún leit örvilnuð á mig. „Ég veit það ekki, Deborah.“ „Var það eitthvað sem þú sagðir?“ Hún yppti öxlum hjálparvana. „Jæja, var það þá eitthvað sem þú gerðir?“ „Ég veit ekki annað en það, að honum var mest í mun að losna við mig sem fyrst,“ sagði hún. „Hann keyrði mig heim og sagðist hringja í mig ein- hvern tíma.“ Mjög dularfullt. Ja, drottinn minn sæll og góður! „Ef þú fylgir ráðum hennar," sagði ég, „þá deyrðu örugglega sem heiðvirð piparjómfrú. Við lifum ekki á miðöldum, skal ég láta þig vita, heldur á tuttug- ustu öldinni, og núna er ártalið 1965. Farðu og hringdu til hans í hvelli.“ SVO að Andrew kom í boðið og með honum tuttugu aðr- ir gestir. Owen varð að fara í afmæli systur sinnar, en mér stóð á sama, því að nú ætlaði ég að fylgjast með Fenellu. Auðvitað vakti hún uppnám meðal karlmannanna. Ég fann til fiðrings í maganum þegar ég sá kösina umhverfis hana. Jafnvel Andrew hafði bráðn- að. Þegar þau dönsuðu saman hélt hann þétt um hana, og ég heyrði hann segja lágt með töfrandi brosi: „Því miður dansa ég ekki mjög vel...“ Fenella horfði á hann himin- bláum barnsaugum. „Nei,“ svaraði hún elskulega, „það væri synd að segja.“ Það munaði minnstu, að ég missti kökudiskinn sem ég hélt á. Og ekki varð Andrew minna um. Hann færði sig fjær henni. Handleggir hans stirðnuðu. Svipurinn fylltist andúð. daðurdrós, var búin að krækja klónum í Andrew og hafði auð- sjáanlega ekki í hyggju að sleppa honum aftur. Fenella skemmti sér lítið það sem eftir var kvöldsins. Ég komst brátt að raun' um, að hún hafði sagt mér satt — hún var óvön að umgangast karl- menn og kunni einfaldlega ekki á þeim lagið. Hún skildi þá ekki og vissi ekki hvernig hún « átti að vera í návist þeirra. Þegar við vorum einar saman var hún allt öðru vísi. Það var ekki nóg með, að hún væri glað- * lynd og viljug (hún tók til í íbúðinni, þvoði baðið og sá um uppþvottana í eldhúsinu), held- ur sló hún mér gullhamra með einlægni og þokka. Ég reyndi að vera henni hjálpleg; ég kom meira að segja heim með nokkra karlmenn handa henni til að æfa sig á, en þeir flýðu hver um annan þveran. KORKIOJAM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 -r^G hitaði handa henni kókó, talaði hressilega við hana, klappaði henni á öxlina og sendi hana í rúmið. Mér fannst ég framúrskarandi góð og göf- uglynd, og ég ákvað að reyna að hjálpa henni. Það varð úr, að ég hélt veizlu næsta laugardagskvöld. Fenellu leizt vel á tilhugsun- ina þangað til ég stkk upp á, að hún byði arkítektinum sín- um. „Það get ég ómögulega," sagði hún skelkuð. „Af hverju ekki?“ „Fyrir utan allt annað...“ og skuggi lagðist yfir fögru bláu augun — „sagði mamma mér, að það væri hlutverk karl- mannsins að sækja á. Hún sagði að engin siðprúð stúlka eltist nokkurn tíma við karl- mann.“ ÞEGAR músíkin hljóðnaði dreif ég Fenellu fram í eldhús. „Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að segja annað eins og þetta, Fenella!“ Hún leit stóreyg á mig. „Þú meinar um dansinn?“ sagði hún sakleysislega. „Já, en hann sagði það sjálfur. Og það var alveg satt. Hann var alltaf að stíga ofan á mig.“ „Þó að hann hefði molað í þér ristarbeinin!" hvæsti ég. „Veiztu ekki, að svona athuga- semdir þolir enginn karlmað- ur?“ Hún sagði döpur í bragði: „Ég sagði bara sannleikann.“ Nú rann upp fyrir mér ljós. „Kvöldið sem þið fóruð saman á nýja veitingastaðinn — sagð- irðu þá við hann, að maturinn væri viðbjóðslegur?" Það varð stutt þögn. Loks svaraði hún hikandi: „Ég sam- sinnti því sem hann sagði.“ „Æ, Fenella mín!“ andvarp- aði ég. „Jæja, skítt með það, farðu nú og bættu fyrir brot þitt. Vertu elskuleg við hann. Hrósaðu honum. Skjallaðu hann. Smyrðu það þykkt. Hérna — farðu með pylsu handa honum.“ Hún staðnæmdist í dyrunum. Ég sá, að Sybil Overbury, sú f endanum sagði ég við hana Á*- að ég ætlaði að spyrja Owen ráða. „Nei, elsku Deborah!" sagði hún skelfd. „Góða bezta gerðu það ekki. Ég yrði alveg að kvikindi.“ „Ekki þegar Owen er annars vegar,“ sagði ég hughreystandi. „Hann er indælasti, hugulsam- asti og bezti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnzt.“ „Já, en ég vinn á skrifstof- * unni hans! Hann er yfirboðari minn! Það yrði ekki talað um annað í fyrirtækinu." Ég sagði, að Owen væri þag- f mælskan sjálf holdi klædd, og ef hann gæti ekki hjálpað henni, væri það ekki á færi neins dauðlegs manns, og ef hún ekki vildi þiggja aðstoð, skyldi hún sætta sig við að líta fram á einmanalega elli. Ég dró upp hverja myndina ann- arri ömurlegri, en samt tók það mig heila klukkustund að vinna samþykki hennar. Ég talaði við Owen sama kvöldið og sagði honum allán sannleikann. Hann hristi höfuð- ið yfir verstu yfirlýsingum Fenellu, en að síðustu hló hann. „Jæja, þetta er stúlkan sem átti að skyggja á þig! Ég skal gera eins og ég get, en hvernig á ég að fara að hjálpa henni, gullið mitt?“ Hann tók um aðra hönd mína. „Þér þykir reglu- lega vænt um hana, er það ekki?“ Ég kinkaði kolli. Hann brosti. Allt í einu hallaði hann sér fram og kyssti mig á munninn Framh. á bls. 33. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.