Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 20
 Sennilega er Akureyri einn vinsælasti viðkomu- staður ferðamanna hér á landi, enda hefur hún upp á margt að bjóða og margþætt. Hvort sem ferða- menn eiga þar langa viðdvöl eða stutta, komast þeir ekki hjá því að veita athygli þeirri fjölbreyttu fegurð sem staðsetning bæjarins á svo mikinn þátt í. Alþekkt er veðursældin á Akureyri, enda er hún aðaiskilyrðið fyrir hinum fjölbreytta gróðri, plús vilji íbúanna til garðyrkjuvinnu og smekkur þeirra við framkvæmd hennar. Fyrir nokkru síðan, var blaðamaður Fálkans stadd- ur á Akureyri, en hafði því miður stuttan tíma til umráða í bænum, en notaði hann til gönguferðar, með myndavél í hendi, ef ske kynni að fyrir aug- un bæri eitthvað það, sem mætti verða til gamans fyrir lesendur blaðsins, að sjá á mynd. Fyrst leggjum við leið okkar upp að sundlaug- inni, en þaðan sér vel yfir „andapollinn“, gagnfræða- skólann og_ Matthíasarkirkjuna, sem orðin er eins konar vörumerki bæjarins. Á þollinum synda endur og svanir, en á bakkanum standa strákar og henda brauðmolum til fuglanna. Það eru fleiri en Reykvíkingar sem eigá sinn andapoll, og það eru fleiri en þeir sem hafa gaman af að gefa öndunum brauðmola og það eru fleiri en þeir sem „stúdera“ andalífið og bollaleggja af andagift og andakt. Við tókum eina mynd yfir pollinn og göngum síðan niður að gagnfræðaskólanum en af tröppum hans er útsýni yfir höfnina ágætt. Þegar við höfum notið þess um stund, göngum við niður í brekkuna neðan við skólann, en brekkan sú arna er eins og margar aðrar á Akureyri, skógivaxin, og hafa sum trén náð furðu mikilli hæð. Þarna inn á milli trjánna flögra smáfuglar grein af grein og virðast kunna lífinu vel og njóta þess. En dauðinn liggur hér í leyni, ekki síður en annars stað- ar f þessum vonda heimi, þó ekki sé hann í líki skæru- liða, eða sprengjuflugvéla, heldur ósköp sakleysis- legs kattarteturs. Þarna sjáum við sem sagt kött, liggja í leyni, hálffalinn í háu grasinu, bíðandi eftir tækifæri til að ná sér í lítinn gómsætan fugl að gæða sér á í góðviðrinu. Hér, eins og svo víða annars staðar á Akureyri, er brekkan snarbrött, og niður á milli trjánna glittir 1 velmáluð þök húsanna, sem standa í brekkurótunum, og reyndar má segja að sum húsin hangi utan í brekkunum. Og héðan sjáum við skip og báta liggja við bryggjuna, og við skulum ganga þangað niður eftir og líta á bryggju- lifið. Á leiðinni niður að höfn mætum við tveim góðglöðum borgurum, sem eru sýnilega að koma úr veizlu hjá Bakkusi, og leiðast nú upp brekkuna. Þeim miðar hægt áfram, enda taka þeir eitt skref aftur á bak á móti hverjum tveim sem þeir taka áfram. En þeir eru ekkert að flýta sér, — tvö skref áfram, og eitt aftur á bak, kemst þó hægt fari. Og þá erum við komin niður á bryggju og þarna liggur Ms. Esja, svört og hvít í sólskininu. Við land- ganginn standa tvær konur og er önnur greinilega að kveðja hina. Og á hlið skipsins er fest svört tafla sem á er letrað hvítum stöfum, að brott- för sé ákveðin kl. 17. Við aftari lest eru menn að hífa jeppabifreið um borð, en þeim tilfæringum fylgja tilheyrandi hróp og köll og fyrr en varir situr jeppinn makindalega á aftari lestarlúgunni og horfir saknaðaraugum upp í bæinn og við getum ekki betur séð en tár hrynji niður skítuga framrúðuna. Við aðra bryggju skammt frá þessari liggur frambyggður bátur, nýmálaður og jafnvel nýsmíðaður og speglar ljósgræna kinnungana í sjávarfletinum. Báturinn ber nafn- ið Orri og einkennisstafina EA 101 og er þar að auki merktur Akureyri, og er ekki laust við að hann sé dálítið rogginn af. Á dekk- inu vinna nokkrir karlar að veiðarfæraviðgerðum en frammi í skut situr stráklingur og þambar Jolly cola, eða hvað það nú heitir kókið þeirra Akureyringa. Og nú leggur póstbáturinn Drangur að bryggjunni og fölleit- ir farþegarnir ganga í land og brosa framan í okkur landkrabb- ana.Fólkið sem kemur með þessum póstbát fær góðan landgang til að komast frá borði á bryggju, og okkur verður hugsað til hennar Sölku litlu Völku, sem var hand- lönguð úr póstbátnum í „dentíð“ niður í skítugan uppskipunarbát, sem flutti hana svo spölinn sem eftir var til Óseyrar við Axlar- fjörð. Framh. á bls. 40.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.