Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 25
Effir LELAIMD STOWE m RlKIR DJðFULL í MANNSMYN D verða ríkjandi í hjarta hvers Haitibúa!“ Árið 1946 varð hann skrif- stofustjóri í heilbrigðismála- ráðuneytinu og síðar atvinnu- málaráðherra. Þegar Paul Mo- gloire hershöfðingi varð for- seti árið 1950 hrapaði vonar- stjarna Duvaliers um tíma. Hann varð að fara huldu höfði í tvö ár, en ásamt Clement Barbot, sem einnig var læknir, notaði hann tímann til að auð- velda sér að ná völdum. Árið 1957 voru kosningar auglýstar, og Voodoo-læknir- inn bauð sig fram. Stefnuskrá hans var fólgin í því, að stefna bæri að afríkönsku Haiti, og að útiloka ætti múlatta frá öll- um embættum. Með aðstoð hersins vann hann svo kosn- ingasigur. Fyrsta verk hans var að útnefna Barbot sem vara- forseta, og lét hann síðan stofna Tonton Macoute, sem samanstóð af afbrotamönnum og því um líku. Þegar Duvalier hafði loksins náð völdum, varð hann eins og hákarl, sem hefur smakkað blóð og hóf að iosa sig við and- stæðinga sína. Á fyrsta hálfa mánuðinum voru hundrað manns fangelsaðir án dóms og laga. Fleiri tugir manna voru drepnir af Tonton Maeoute á fyrtsa stjórnarári forsetans. (Barbot hefur síðar sagt, að Duvalier hafi skipað honum að drepa 300 manns á ári.) Du- valier bannaði öll vinnu- eða stúdentasamtök, en tók sér sjálfur æðsta vald í dómsmál- um, og setti þá presta úr emb- ætti, sem neituðu að viður- kenna hann. Margir af andstæðingum hans björguðu lífi sínu með flótta. Tonton-böðlarnir fundu aldrei mótframbjóðanda forset- ans, en hins vegar fundu þeir tvo bræður hans, og brytjuðu þá niður. Af sömu miskunnsemi voru ritstjórar þeirra blaða, sem voru andstæð Duvalier hand- leiknir. Áður en hann hafði ríkt í eitt ár var hann búinn að láta handtaka sjö, flestir voru síðar pyndaðir og drepnir. Ung- frú Rimpel, sem var ritstjóri tímaritsins ’Escale fordæmdi aðferðir Duvaliers. Daginn eft- ir var ráðizt inn á heimili henn- ar af vopnuðum Tontonum. Þeir börðu hana fyrir framan æpandi börn sín, þar til hún missti meðvitund, fóru síðan með hana í hús utan við borg- ina, þar sem þeir misþyrmdu henni og nauðguðu, og skildu hana síðan látna eftir í blóði sínu. Þau fáu blöð, sem enn starfa á Haiti, tala um hinn ódauð- lega snilling og göfuga hugsuð, forsetann. „Ég held varla, að lögregla mín sé grófari en lögregla ann- arra landa,“ sagði Duvalier við erlenda blaðamenn. Framh. á bls. 40. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.