Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 27
m^^^^ýrí^^^ic^^^^^ TIL MINIMINGAR UM CHURCHILL í apríl voru haldnir tónleikar til minningar um Sir Winston Churchill og auðvitað var þetta í Bretlandi. Þeir, sem komu fram á þessum tónleikum voru Manfred Mann, The Pretty Things, The Sorrows o. fl. úr þessari stétt hljóðfæraleikara. Þetta hljómar hálf ankannalega, en eigi að síður er það staðreynd. Nú gæti ég trúað,að einhver hristi hiifuðið og segi: „Má ég þá heldur biðja um Pál fsólfsson." JAMES BOIMO I „FÁLKANUM" Flestir kannast við „töffarann" James Bond, sem ekkert bítur á, en hins vegar á hann það til að bíta frá sér og oft eru þær glefsur banvænar, því hann er „agent 007" í brezku leyniþjónustunni, en núllin tákna það, að Bond hefur rétt til að myrða menn með köldu blóði, ef hann telur það nauðsynlegt. Þessi „súper"-hetja Ian Fleming's hefur náð miklum vinsældum á kvikmynda- tjaldinu og fengum við smjörþefinn af því, þegar DR. NO var sýnd við metaðsókn sl. vetur í Tónabíói. Það er ekki fráleitt að ætla, að Beatles og James Bond afli Bretum eins mikils gjaldeyris og Loftleiðir lætur íslenzk- um aðilum í té, þ. e. a. s. ef miðað er við fólksfjölda, svo að ég grípi til margþvælds orðatiltækis. En ef ná- kvæmlega væri reiknað, þá hefðu Loftleiðir sennilega yf- irhöndina. Lög úr Bond- kvikmyndum hafa orðið vin- sæl og surn komizt ofárlega á vinsældalistann í Bretlandi og Bandaríkjunum. Nýlega er komin í FÁLK- ANN.h.f., hljómplötudeild, E.P. plata með fjórum lög- um úr þeim þrem kvikmyndum, sem gerðar hafa verið um þennan brezka leynispæjara. Eitt lagið er úr DR. NO, annað úr GOLDFINGER og hin tvö eru úr RÚSS- NESKU ÁSTARKVEÐJUNNI. Að vísu er útsetningin ekki nógu góð og gítarinn nær ekki hinum þunga, hrynj- andi rythma, eins og í kvikmyndinni DR. NO. „Gold- finger" er sungið af stúlku, sem ég kannast ekki við, en húri gerír laginu þokkaleg skil, þó að hún nái skilj- anlega ekki seiðmagnaðri túlkun Shirley Bassey á sama lagi. í heild held ég mér sé óhætt að mæla með þess- ari plötu því að fjögur lög úr James Bond myndum fyrir 100 kr. eru góð kaup fyrir 007 aðdáendur, og þeir eru ekki svo fáir hér á landi. ft •& -ír -ír ÞIÐ •& -ár iSr * „HEILAGUR TÓMATUR" „Ágætur Fálki'. I upphafi máluðu villimenn- irnir listaverk síná veggi sína, inni i húsum sínum. Síðar fóru þeir að festa þau á spjöld, sýna þau og serja. En nú er ég hræddur um að það sé kominn tími til fyrir þá að fara að mála aftur á veggi sína í húsum sín- um, og loka sig og listaverkin inni. Þessi orð eru ekki skrifuð af tilefnislausu til þess að skamm- ast út í lífið og tilveruna, held- ur hefur höfundur þeirra gefna ástæðu til. Svo vill nefnilega til að hann, þ. e. höfundurinn, ætlaði að sjé. málverkasýningu Ferrós í Listamannaskálanum nú fyrir skömmu. I fyrstu virtist þetta allt vera í stakasta lagi, inn- gönguverðið var venjulegt og vel prentuð málverkaskrá fylgdi. En þegar inn kom fór heldur að síga á seinni hluta gæðanna. Það sem blasti við á veggjunum voru fóstur í smá- sjá, stækkuð augu með vogris, og úrklippur úr „Playboy" af pari í lostahugleiðingum, þó með þeirri breytingu, að búið var að klippa burtu höfuðið af dömunni, og setja skordýra- höfuð í staðinn. Og nafnið: „They are still in love". Og þó segir í sýningar- skránni: „I hópi þeirra málara, sem í Paris eru, á Ferró ein- hverjar beztu gáfur til að bera í því efni að endurvekja sanna mynd af heiminum." Enginn dregur það í efa að umræddur Ferró hefur eflaust mikla listamannshæfileika til að bera, enda sýndu mósaik- myndir hans og olíumálverk, sem að vísu eru mörg hver gömul (þ. e. máluð, áður en listamaðurinn náði hámarki sköpunarhæfileika sinna) ljós- lega, að maðurinn er ekki allur bar sem hann er séður. En úr- klippusafn það, sem hann sýndi á þessari sýningu (sbr. fram- angreinda mynd) sýna ekki að- eins barnaskap heldur einnig að, að listamaðurinn kann illa að fara með skæri! Ein mynd á sýningunni dró sérstaklega að sér athygli höf- undar. Sú var af útklipptri Iit- mynd af tómat, límd á hvítan flöt. Nafn: Helagur tómatur. Verð: kr. 1500. Enda segir i sýningarskránni: „Láti hann áhorfanda eltast við flóknar gátur, er hann því óvit- andi, eins og Bosch, enda er samtiminn þannig og Þjóðfélag- ið, og ættu augu þess að ljúk- ast upp um hversu furðulegt það er og torráðið." Guðmundur Guðmundsson Ferró listmálari mun hafa dval- izt lengi í París og lagt stund á súrealistíska myndlist. Greini- legt er, að listmálarinn hefur nurriið lengi í landi Svarta- skóla, því vart er hugsandi, að hann hafi yfirgefið okkar ísa- land með þær hugmyndir um fóstur og mataræði, sem hann tjáir á þessari sýningu. En hvað um það, — okkur værukærum fslendingum ber að þakka, að einhver skuli nenna að leiða okkur fyrir sjónir hvernig heimurinn í raun og veru er, — næst þegar okkur dettur i hug að gera eitthvað, sem lista- maðurinn telur hafa viður- styggilegar afleiðingar. Við tökum alltaf með glöðu geði við ráðleggingum víðförulla manna. Því skal hér engu spáð um framtíðarmöguleika lista- mannsins, auðvitað eru skipt- ar skoðanir um hann eins og aðra listamenn, og auðvitað hefur hann sínar skoðanir á göllum heimsins og mannanna. Þessar skoðanir setti hann fram á sýningu sinni í Lista- manaskálanum, og hvers veit nema Heilagur tómatur hafi sýnt bezt, hvað listamaðurinn raunverulega meinar?" Þ. K. Svar: Ferró hefur áreiðan- lega gaman af að lesa þetta, það er að segja, ef hann er a landinu um þessar mundir. Kannski að einhver vilji taka upp hanzkann fyrir lista- manninn? Rakarasiofan er mjög vel staðsett á Skúlagötunni. í hverfínu eru mörg stóV 3 atvinnufyrirtíeki, og ci* því j trúleg-t, að mörg«m mnni; þykja fengur að staðsetningu I hwrmar nýju rakarastofu. Óiöf.'EKasdóttir, GlnSheiroum 4, Jória Póturudóttir. Sólheimum 29. (10. híefit, Upplýiiingar gefnar í síma 30661. Send.: Guðmunda N. Sveinsdótti*. KROSSGÁTU- VERDLAUN Nr. 21: Sesselja Edda Ein- arsdóttir, Bergstað^str. 24, R. Nr. 22: Soffía Bernharðs- dóttir, Laugarásvegi 36, R. Nr. 23: Fjóla Fanólfsdótt- ir, Gröf, Akranesi. Nr. 24: Birna Oddsdóttir, Laugavegi 130, R. Verðlaunin, 100 kr., verða send til verðlaunahafa innnn skamms. FALKIN n 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.