Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Page 28

Fálkinn - 19.07.1965, Page 28
„Ég skil,“ sagði Clark. „En íarðu nú ekki að ásaka þig aft- ur.“ „Það er ekki það, heldur að forsetinn rekur mig út í nokkuð sem var grafið og gleymt. Ég á við að eina leiðin fyrir mig til að verða einhvers vísari um Scott og Millicent Segnier er að leita til Shoo — Eleanor Hol- brook. Það er eins gott að þú vitir hvað hún heitir. Þú gætir þurft að bjarga mér þarna norð- urfrá. Hún skrifar sjónvarps- þætti.“ Clark ók þegjandi um stund. „Láttu þetta ekki á þig fá, Jiggs,“ sagði hann og var nú orðinn alvörugefinn. „Góð kona er mikils virði. Meira en allt annað, nema landið manns." Hann þagn- aði. „Jiggs," sagði hann eftir stundarþögn, „áður en þetta er afstaðið getum við þurft á sér- fræðilegum ráðleggingum þinum að halda. Til þess getur komið að við þurfum að vita nákvæm- lega hvar við eigum að rjúfa fjarskiptin og herstjórnarkeðj- una svo að við ráðum yfir hvoru- tveggja en ekki Scott." Nú þögnuðu báðir. Casey fannst hann vera litill og mátt- vana í skímunni rétt fyrir sólar- upprás. Sex menn að fást við voldugt hernaðarkerfi, og risa- vaxin hernaðarvél Pentagon reiðubúin að hlýðnast sjálfkrafa hverju orði frá Scott: Þrjár millj- ónir manna, byssur, herskip, flug- vclar, eldflaugar. Hvar var nú forsetavaldið, sem Casey hafði alla sina ævi heyrt svo mikið látið af? „Við okkar kerfi," sagði Clark eins og hann læsi hugsanir hans, „má stjórnmálamaður, sem fólk- ið fylgir ekki, sín lítils, í hvaða embætti sem hann situr." Á bílastæðinu við flugvöllinn skrifaði Casey símanúmer Mutts Hendersons í E1 Paso á miða og fékk Clark. Þeir tókust í hendur og skildu í afgreiðslusalnum við flugvöllinn. Stór og rauð sól var komin uppfyrir sjóndeildarhring- inn, þegar Casey gekk um borð i vélina til New York. Fáum mínútum siðar var Clark lagður af stað með morgunþotunni til E1 Paso. —v— Þegar Todd fjármálaráðherra kom til Hvita hússins þennan morgun, var Lyman búinn að fara yfir tvö morgunblöðin, hafði tilkynnt blaðafulltrúa sín- um, sem maldaði í móinn hvað hann gat, að engin formleg við- töl yrðu þennan dag, hefði geng- ið úr skugga um það hjá Esther Townsend að allir þrír sendi- boðar hans væru lagðir af stað heilu og höldnu og lokið við að lesa minnisgreinar Corwins um næturferðalag þeirra Scotts. Forsetinn rétti Todd skýrslu Corwins orðalaust. Todd las hana og sagði síðan: „Ég verð að játa að hér er ekkert sem veikir sögu Casey ofursta. En ég botna ekki í hvað kemur Scott til að leggja lag sitt við hálf- geggjaðan mann eins og Mac- Pherson." Lyman hallaði sér fram á skrif- boröið. „Sjáðu nú til, Chris, ef eitthvað i þá átt sem Casey gat til er á döfinni, finnst mér það í alla staði eðlilegt. Tíu eða tólf milljónir manna hlusta á Mac- Pherson á hverju kvöldi, og þeir virðast trúa öllu sem hann segir. Hafi Scott eitthvað á prjónunum, þarf hann á manni að halda sem getur fengið þjóðina til að fall- ast á það. Eftir því sem Mac- Pherson talar, ætti hann að vera fús til að taka að sér þetta hlutverk. Það sem ég botna ekki í er hlutdeild Prentice í þessu." Nú var komið að Todd að láta örla á vorkunnlæti. „En herra forseti, ef eitthvað er á seyði — og ég vil ekki enn viðurkenna að svo sé — finnst mér liggja i augum uppi hvers vegna Prentice öldungadeildar- maður getur átt þar hlut í. Her- inn er hans hagsmunamál, ekki bara vegna nefndarformennsku, heldur vegna þess fyrir hvaða fylki hann situr á þingi. Hugs- aðu um allan hergagnaiðnaðinn í Kaliforníu. Þetta skiptir ekki aðeins máli fyrir stóriðnrekend- ur, heldur verkalýðsfélögin líka. Hefjir þú afvopnun af fullum krafti, fara heilar borgir í eyði allt í kringum Los Angeles." „Prentice er stærri í sniðum en svo,“ maldaði Lyman í mó- inn. „Hann er ráðríkur, og hann barðist á móti mér við afgreiðslu sáttmálans. En ég hef samt alltaf borið virðingu fyrir hon- um.“ „Ég held þetta geti verið ó- sjálfrátt viðbragð og ekkert annað. Hann er ekki mikill hugs- uður. Sáttmálinn teflir lífshátt- um hans í voða, það er allt og sumt. Nú, en hvað er að frétta af Rutkowski?" „Við töluðum saman i klukku- 9. HLUTI tíma i gærkvöld," sagði Lyman. „Mér fannst skrambi erfitt að láta á engu bera. Ég tók það ráð að láta sem ég hefði áhyggj- ur af hvað yfirherstjórnin hefði fyrir stafni varðandi sáttmálann. Hvað um það, Barney féllst á að heyra hljóðið í Palmer að- mírál. Svo frétti ég annað, Bar- ney sagði að Murdock ofursti hefði hringt i sig fyrir á að gizka þrem vikum og beðið sig að koma til Washington að ræða við Scott. Murdock tók fram að þetta væri ekki fyrirskipun, bara boð um að koma og ræða stjórn- málaástandið. Barney sagði hon- um, að stjórnmál væru ek'ki I sinum verkahring, en hann myndi líta við þegar hann ætti erindi hingað næst. Þá var áhuginn búinn hjá Murdock, hann sagði bara: „Já, það ættuð þér að gera," eða eitthvað á þá leið." „Ég held ekki að Rutkowski ætti að „líta við“ hjá Scott núna,“ sagði Todd. „Þá færi Scott kannski að gruna margt.“ „Ég er á sama máli,“ sagði Lyman. „En ég held að ég ætti að hringja í Scott núna strax og segja honum að ég sé hættur við að taka þátt í æfingunni en ætli i staðinn að fara til Maine um helgina." Todd kinkaði kolli. „Við þurf- um að prófa hann, og þetta ætti að kalla fram svörun. Því fyrr því betra." Forsetinn hringdi á Esther. „Nú ætla ég að fela þér laumu- legt verk,“ sagði hann. „Viltu ná fyrir mig i Scott hershöfð- ingja i simann og skrifa niður samtalið." Todd einblíndi á forsetann meðan samtalið fór fram. Nokkr- um sinnum kinkaði Lyman kolli til hans með kátínulausu brosi. Þegar síminn var lagður á, ætl- aði hann að taka til máls, en Lyman þaggaði niður í honum með því að veifa hendinni og hringdi á Esther. „Komdu og lestu þetta upp fyrir okkur, Esther." Hún kom inn með hraðritunar- blokkina, fékk sér sæti og las: FORSETINN: Góðan dag- inn hershöfðingi. Þetta er Lyman Jordan. SCOTT: Góðan daginn, hr. forseti. Ég heyri við tökum báðir daginn snemma. FORSETINN: Hershöfðingi, svo ég komi beint að efninu, ég hef verið að velta þessu fyrir mér og þegar allt kem- ur til alls ætla ég ekki að taka þátt í viðbúnaðaræfing- unni. 1 hreinskilni sagt er ég dauðuppgefinn. Ég ætla í skálann minn i Maine og fiska í tvo eða þrjá daga. SCOTT: Herra forseti, eí ég má gerast svo djarfur, herra minn, þér getið ekki gert þetta. Þér eruð ómissandi hluti af æfingunni. Nærvera yðar er í rauninni lífsnauð- synleg. Þér eruð æðsti yfir- boðari hersins, herra minn. Vissar fyrirskipanir getið þér einnig gefið. FORSETINN: En það eru óafturkallanlegar skipanir, og á laugardaginn verður aðeins líkt eftir þeim hvort sem er. SCOTT: Það er meira í húfi, herra forseti. Nærveru yðar er þörf vegna andans í hern- um, vegna okkar i yfirherráð- Clark ók þegjandi um stund. „Láttu þetta ekki á þig fá, Jiggs," sagði hann og var nú orðinn alvörugefinn. „Góð kona er mikils virði. Meira en allt annað nema landið manns." Hann þagnaði. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.