Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 29
inu og sérstaklega vegna yfir- foringjanna á herstjórnar- svæðunum, sem vita að þér fylgizt með öllu. Og ef ég má segja eins og mér býr í brjósti, herra minn, finnst mér að það væri mjög óhyggilegt af yður að taka yður frí núna eins og á stendur í samskipt- um okkar við Rússa. Ég er hræddur um að þeir taki ekki mjög alvarlega viðbúnaðaræf- ingu, sem fer fram meðan þér eruð að draga fisk. FORSETINN: Hvernig væri að þér létuð mig dæma um þetta allt saman, hershöfðingi. Ég er hræddur um að ákvörð- un mín sé endanleg. Ég blátt áfram verð að fá mér frí SCOTT: Auðvitað ráðið þér, herra forseti. Hvenær búizt þér við að fara til Blue Lake? FORSETINN: Líklega flýg ég þangað seint á föstudag. SCOTT: Jæja, ég öfunda yður. Góða veiði. FORSETINN. Þakka. Verið þér sælir, hershöfðingi. Todd beið þangað til gremju- roðinn var fölnaður á andliti Ly- mans. „Hann er ekkert lamb að leika sér við," sagði ráðherrann. „Ég verð að játa að ég er farinn að fá á honum illan bifur. Svo sannarlega fékkstu svörun. Hvað ætlarðu nú að gera?" „Ég ætla að hringja í Hank norður við Blue Lake. Hafi Scott eitthvað á prjómmum, er hann vís til að senda einhvern norður til að líta í kringum sig." Esther náði sambandi við Henry Picot, húsvörð og veiði- félaga forsetans í skálanum i Maine. „Hank? Þetta er Lyman Jordan. Er það? Hvað margir? Nei, nú lýgurðu, Hank. Nei, ég kemst ekki um þessa helgi, en ég vil að þú látir eins og von sé á mér. Alveg rétt. Láttu það fréttast í búðinni, þegar þú ferð að sækja póstinn." „Og heyrðu, ég get búizt við að menn komi frá einhverjum vikuritum að líta á staðinn. Kann- ski á morgun. Sjáirðu einhverja ókunnuga í kringum eyna, skaltu vera kurteis við þá en ekki hleypa þeim inn. Og Hank, taktu eftir hvernig þeir líta út og hringdu svo í mig þegar þeir eru farnir." Todd kinkaði kolli til Lymans. „Mér kæmi ekki á óvart þó hús- vörðurinn þinn yrði var við gesta- gang." Þegar ^Todd fór, leit Lyman aftur yfir skýrslu Corwins. Hon- um var órótt út af Riley. Honum hafði fallið vel við manninn frá fyrstu kynnum. Gat það verið að hann tæki þátt í þessu? Og hvernig gátu æðstu menn hersins eins og Scott og Riley fengið sig til að laumast inn i vörulyftu eins og innbrotsþjófar til að hitta augljósan loddara eins og MacPherson? Koma Rutkowski batt endi á heilabrot Lymans. Bernsrd Rut- kowski hershöfðingi bar pi^^enn- isbúning flughersins eins og hann væri fæddur til þess. Hann var þrekinn, ljós yfirlitum og ofurlítið holdugur. Harðgerður, gáfaður strákur úr fátækra- hverfi í Chicago, sem hafði troð- ið sér inn í herskólann með því að leggja þrjá þingmenn i ein- elti þangað til einn mælti loks- ins með honum. Hann hafði lang- að til að fljúga. Nú langaði hann til að ráða yfir flugmönn- Lét Scott vita a,ð sitt verk væri að stjórna flotanum og marka stefnuna í hermálum í yfirher- ráðinu, stjórnmál væru ekki í sín- um verkahring." „Var látið þar við sitja?" „1 tvo mánuði. 1 febrúar bauð svo Scott Palmer aftur i mat ásamt Riley og Dieffenbach. Þá tóku þeir allir þrír sömu afstöðu, segir Palmer, gagnrýndu þig og t i i um og eldflaugum. Hann hafði forðast að vera settur til starfa í Pentagon, yfirstjórn loftvarn- anna var fyrsta skrifborðsstarf- ið i allri hans herþjónustu, og i því leið honum illa. Lyman benti á stól, og Rut- kowski sökk niður í hann. For- setinn bauð vindil úr kassanum sem hann geymdi handa Todd, og eftir andartak var Rutkowski hulinn reykskýi. „Þetta er góður vindill. Jæja, ég átti skemmtilegar samræður við Palmer aðmírál," sagði hers- höfðinginn. Hann blés holu í reykskýið og virti Lyman fyrir sér. „Ég er ekkert leikinn í njósn- um, herra forseti," sagði hann, „sízt þegar mér er ekki ljóst hverju þú vildir að ég grennsl- aðist eftir. Hvað um það, ég sagði Palmer að ég fyndi á mér að eitthvað væri að gerast hér í Washington, og þar sem ég kæmi utan af landi væri ég for- vitinn. Ég minntist á upphring- ingarnar frá Scott, yfirforingja árásarflotans og Murdock." „Fyrst fór Palmer undah i flæmingi, en sagði loks að hann væri í jafnmikilli óvissu og ég um hvað þeir í. yfirherráðinu ætluðust fyrir. Strax um siðustu jól bauð Scott honum í mat i herklúbbnum og talaði ekki um annað en stjórnmál." „Sagði Palmer hvernig hann tók því?" „Ég held nú það. Hann er hreinn og beinn. Hann sagði að sér hefði ekki getizt að þessu. utanrikisstefnu þína. Hann segir að þeir hafi talað sig upp í æsing. Palmer hlustaði, og þegar hinir reyndu að veiða hann lét hann ekki ánetjast. Svo var allt rólegt um stund, þangað til Palmer fordæmdi sáttmálann í vitnis- burði fyrir hermálanefnd öld- ungadeildarinnar. Sama kvöldið hringdi Scott í hann og þakkaði honum fyrir. Svo fékk Palmer upphringingu frá Murdock um sama leyti og ég, hann var beð- inn að koma að ræða um stjórn- málaástandið og „ábyrgð her- stjórnarinnar." Palmer var held- ur stuttur í spuna við hann, eftir því sem mér skilst. Hann sagðist vera búinn að segja sína skoðun á sáttmálanum, nú væri málið i þínum höndum og þar með búið." „Já, og eitt var það enn. Palmer heldur að hinir herráðs- foringjarnir hafi haldið einhverja fundi um þetta mál án þess hann væri boðaður. Hann gizkar á að þeir ætli að styðja ein- hver borgarasamtök sem ætli sér að fá sáttmálann numinn úr gildi eða eitthvað i þá áttina. Hann býst við að herráðsmenn- irnir ætli að styðja þessi sam- tök á laun eins rækilega og þeir geta, án þess að láta sín eigin nöfn uppi. Hann segir að sér geðjist ekki að svoleiðis vinnu- brögðum." „Hvað er þitt álit á sáttmálan- um, Barney?" spurði Lyman. Rutkowski færði vindilinn út í munnvikið. „1 hreinskilni sagt, ég held að Rússarnir ætli sér að leika á þig. Ég held að þeim komi ekki til hugar að afvopn- ast. Nú, það getur svo sem ver- ið að þeir taki sundur nokkrar sprengjur fyrsta júlí, en hvað bæta þeir mörgum við birgðirn- ar í einhverri nýrri stöð í Siberíu?" „Þú treystir þá ekki leyniþjón- ustu okkar," sagði Lyman. „Ekki í því máli, herra forseti. Rússland er svo víðáttumikið." „En þú myndir ekki taka þátt í samtökum, til dæmis með Scott hershöfðingja, til að berj- aðst gegn sátmálanum?" „Nehei," svarði Rukowski. „Þú ert búinn að taka ákvörðun. Þú spurðir okkur ráða. Við gáfum þau. Þú fórst ekki eftir þeim. Þá það, nú er málið í þínum höndum. Guð blessi þig, herra forseti. Ég vona að þetta heppn- ist. Ef ekki, nú þá förum við að vinna fyrir kaupinu okkar á erfiðari mátann." Lyman vonaði að bros hans væri eins hlýtt og honum var innanbrjósts. „Barney, ég vildi að þú hefðir verið hér i Washing- ton mér til ráðuneytis. Mér líkar vel hvernig þú gefur ráð. Ef ég þarf aftur á þér að halda, vona ég að þú komir hingað austur." „Meðan skattgreiðendur láta mig hafa þessa þotu," svaraði hershöfðinginn, „er ég til um- ráða með tveggja tíma fyrir- vara, hvenær sem vera skal." —v— Skammt var liðið morguns þegar Clark kom út úr flugvél- inni í El Paso, en sólskinið var sterkara en hann átti að venjast. Honum fannst hann óhreinn í framan eins og vant er eftir næturferðalag og vissi af skegg- broddum á kinnunum. Hann var ekki viss um hvort sig langaði meira í drykk eða morgunmat. Hann ákvað að láta kylfu ráða kasti. Matsöluskáli varð fyrr á vegi hans. Hann borðaði morgunmat og bað síðan frammistöðustúlk- una að vísa sér á gott hótel. Hún mælti með stað sem, nefnd- ist Sand'n' Saddle. Clark fitjaði upp á samræð- um við leigubílstjórann, það reyndist ekki erfitt. „Ég er að leita að gömlum kunningja að heiman sem er hér í hernum. Um hvað herstöð get- ur verið að ræða?" „Þær eru ekki margar," svar- aði bílstjórinn, „en stórar. Gæti það verið Fort Bliss?" „Nei, það held ég ekki." „Nú þá er það White Sands yfír i New Mexico. Holloman flugstöðin er í sömu átt. Eða Biggs Field hér rétt hjá. Ein- hver þeirra?" „Nei," sagði Clark, „þessi er ný. Var víst komið upp fyrir fáum mánuðum. Fjandans vand- Framh. á bls. 32. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.