Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Side 31

Fálkinn - 19.07.1965, Side 31
ina. En systkini hennar voru á annarri skoðun, og fengu hana með fortölum til að senda þátttökutii- kynningu. Tilkynningin um að hún hefði sigrað verkaði eins og sprengja á heimilið. Enginn hafði búizt við þessu. — Ég trúði ekki eigin augum, sagði Claudia síð- ar. Mig hafði lengi dreymt um að sjá Feneyjar, en þetta var alltof ótrúlegt. f sannleika sagt leizt mér ekkert á það, sem framundan var, ferðalagið og fylgifiska þess. Hefði hún vitað hvað beið hennar í Feneyjum hefði hún sennilega aldrei lagt upp í ferðalagið. Og heimurinn hefði orðið kvikmyndaleikkonunni Claudia Cardinale fátækari. Hún fékk ekki tækifæri til að sjá sig mikið um í hinni frægu borg. Hún var ekki fyrr lent á flugvellinum, eftir ferðina frá Túnis, en hún var rifip úr höndum móður sinnar, sem var förunautur hennar, og send í snatri til baðstrandar- innar, Lido, framan við höllina sem hýsti kvikmynda- hátíðina. Þar voru fyrir fréttamenn og ljósmyndarar sem létu nærgöngular spurningar dynja á henni eins og hagl og skipuðu henni út og suður til myndatöku. Þeir heimtuðu að hún varpaði sér alklædd í sjóinn og voru beinlínis ruddalegir þegar hún neitaði að hlýða þeim. Þegar hún loksins slapp frá þeim hraðaði hún sér grátandi á hótelið til móður sinnar. Þær fóru næsta dag frá Feneyjum til Túnis, fullsaddar af öllu tilstandinu. Claudia hugðist gleyma Feneyjum og því sem þar gerðist, En ekki leið á löngu þar til henni barst bréf frá Ítalíu. Kvikmyndaframleiðandi bauð henni samn- ing til sjö ára. — Ég var orðlaus af undrun. — Ég hafði ekki fengið fagrar hugmyndir um kvikmyndaheiminn í heimsókninni til Feneyja. Auk þess kannaðist ég ekki við kvikmyndaframleiðand- ann, Christaldi. Ég hafði hitt svo marga og mundi ekki hebninginn af nöfnn’w Fjölskvldan ræddi • •••••••••••••• Framh. á bls. 42. Claudia Cardinale „hœttulegasti keppinaut- ur Sophiu Loren" var kennslukona í Túnis, þeg- ar hún var kjörin „fegursta ítalska konan í Túnis" og send á kvikmyndahátíSina í Fen- eyjum. Hún ílúSi þaSan, en fékk skömmu síS- ar tilboð um kvikmyndasamning sem varð upp- hafið að óvenjulega skyndilegri upphefð i ítalska kvikmyndaheiminum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.