Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 36
HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Þessi vika ætti að geta orðið ákaflega skemmtileg, og það má búast við að þeir sem ó- kvæntir eru lendi í ástarævintýri sem verður sérstaklega ánægjulegt. Þeim sem kvæntir eru, er ekki ráðlagt að vanrækja heimili sín og fjb'lskyldu um of. NautiS. 21. apríl—21. mai: Þú ættir að varast að taka fljótfærnislegar ákvarðanir og á þetta sérstaklega við um mál- efni fjölskyldu binnar og heimilis. Þú ættir að fara í frí ef þess er nokkur kostur í stað þess að halda áfram vinnu með hálfri orku. Tvíburamir. 22. maí—21. iúní: Það eru hagstæðar afstöður til ferðalaga þessa viku og þá fremur stuttar ferðir og heim- sóknir til vina og ættingja. Láttu bollalegg- ingar iim málefni sem ekki snerta þig koma í veg fyrir að þú sinnir þínum áhugamálum. Krabbinn, 22. híní—23. júlí: Þú hefur tilhneigingu til að ræða vandamál þín við utanaðkomandi. Það ættir þú ekki að gera því það er betra fyrir þig að glíma við vandamálin sjálf. Góðar afstöður til að vinna að f.iármálunum. hjónio. 21. iúlí—23 á.aúst: Þó að allt virðist leika í lyndi verður þð vart einhverra leiðinda innan fjölskyldu þinnar og þú þarft á bví að halda að vera lipur í um- gengni. Persónuleg málefni bín eru undir hag- stæðum áhrifum. Mevian. 2k. áoúst—23. sept.: Þú ættir ekki að leggja trúnað á allt. sem þér er sagt þessa viku því margt af því er ósatt og getur skaðað þæði þig og aðra og fyllt þig afþrýðisemi og vantrausti til þeirra sem ekki eiga það skilið. Vogin, 2í. sept.—23. okt.: Þú færð tækifæri til að kynnast nýju fólki og eignast nýja og skemmtilega vini. Þú ættir þó ekki að vanrækja gamla vini þína af þeim sökum að þeir nýju virðast skemmtilegri. Forð- astu árekstra við maka þinn. Drekmn. 2A. okt.—22. nóv.: Fyrrihluti vikunnar er heppilegur til ferða- laga og það hefur mikið að segja fyrir þig að fjármálin gangi að óskum. Þú getur aukið vin- sældir þínar og komið því svo fyrir að yfir- menn þínir taki tillit til þín. BopmaSurinn, 23 nóv.—21. des.: Þú munt hafa hug á skemmtiferðalögum en verið getur að þar komi til nokkurra árekstra við aðra fjölskyldumeðlimi þegar skipuleggja þarf ferðalag fyrir fleiri en þig einan. Vertu tillitssamur þegar um þessi vandamál er a3 ræða. Steingeitin. 22. des.—20. ianúar: Þú hefur tilhneigingu til að taka áhættur í sambandi við fjármálin og atvinnu, þú ættir því að athuga vel þinn gang áður en þiS tekur mikilvægar ákvarðanir. Þú ættir að sýna meir tillitssemi við þína nánustu. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Gefðu þér góðan tíma til að athuga hvað það er sem þú raunverulega vilt og reyndu að komast að einhverri niðurstöðu. Það gæti verið um ástarævintýri og jafnvel hjónaband að ræða hjá þeim, sem ógiftir eru. .Fislearnir, 20. febrúar—20. marz: Jafnvel þó þér finnist þú vera of upptekinn til að geta tekið þér frí þá ættir þú samt að taka þér frí þessa viku og skemmta þér eftir föngum, það mui ii verða mikil upplyfting fyrir þig og dagleg störf ganga betur á eftir. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.