Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 37
• Með slldarsklpi Framh. af bls. 7. Það var kominn morgunn, þegar ég vaknaði. Kallinn var í brúnni og haldið á mið 100 míl- ur norður af Langanesi. Tveir hásetar eru að dytta að ýmsu á dekkinu, þeir eru báðir vakt- friir enda skipstjórnarlærðir. Fimm hásetar skipta með sér vöktum einn í senn tvo klukku- tíma hver. Á skipinu er virðuleg kven- kynsvera, fröken Jóna, fædd á sjónum og hefur alið allan ald- ur sinn á sjó. Hún er tepruleg og huglítil, þorir hvorki að ganga upp né niður stiga, en nýtur mikilla vinsælda um borð og allir keppast við að dekra við hana og kjassa hana. Skuggi hefur þó fallið á tilveru Jónu um borð, kokkurinn gerði henni nefnilega þá skráveifu að koma með kettlingsskömm um borð á Norðfirði og nú veinar Jóna og vælir af afbrýðisemi út í kisu, sem heitir Brandur, og af því Jóna er mikið stærri en Brandur, þá gerir hún sig merkilega við hann og er að ká í hann, en Brandi líkar ekki og klórar hana í trýnið og þá rekur Jóna upp vein eins og litlu telpurnar, þegar þær detta á hnén og meiða sig. Jóna rej'nir að friðmælast við Brand, en Brandur er hörkutól og vill ekkert með Jónu hafa. Skip koma í ljós og einn hef- ur kastað. Þorsteinn setur á hálfa ferð og það líður ekki á löngu þar til hann slær enn meir af ferðinni. Það lóðar á torfu, hún er að vísu ekki stór en kemur vel inn á asdikkið og er á hagstæðu dýpi. „Segðu köllunum að vera klárum,“ segir Þorsteinn við vaktmanninn. Þeir koma hver af öðrum fram á dekkið í gulu oliustökk- unum. Tveir fara upp á hval- bakinn, og vélstjórarnir taka - o<a HVA-OA AFSÖKUN HAFIí> ÞGfz'i PAC .aúci'us ? sér stöður við spilið. Þorsteinn hefur stjórnborðshurðina í brúnni opna og nú kemur kall- ið. „Látið fara!“ Það er enginn hávaði eða læti, allt gengur ör- ugglega fyrir sig og tvö hundr- uð og fjörutíu faðma nótardræs- an tekur að renna aftur af dekkinu um leið og snurpulín- an snýst ofan af spilinu, og það syngur og hvín í hringunum, er þeir skella í sjóinn. Um leið og Þorsteinn stýrir skipinu hring- inn fylgist hann með torfunni á asdikkinu. „Sjáðu, það er span á henni,“ segir hann við mig og sýnir mér á mælitækinu hvernig torfan hefur þotið um nótina. Nótin er komin öll út og brjóstböndin mjakast inn á línuspilinu og vélstjórarnir snurpa nótina saman á stóra spilinu. „Nú er hún komin undir skipið bölvuð paddan,“ segir Þorsteinn, og sýnir mér hvernig torfan kemur inn á dýptarmæl- inn, „og sennilega missum við þetta, því hún hefur sjálfsagt ratað á gatið,“ bætir Þorsteinn við. Hringarnir eru komnir upp og brjóstið á nótinni komið á blökkina og hún tekin að suða. Fljótt kemur í ljós að stærðar rifrildi er á nótinni, stór glompa og tætingur allt í kring. Þegar rifrildið er allt komið um borð er hætt að draga og teknar fram netanálar. Það er helkalt hér norður í íshafinu og ekki laust við að hrollur sé í mönn- um við rimperíið. Einn þræð- ir nálar hinir allir rimpa. Það eru hröð handtök við rimpið og sá sem þræðir á nál- arnar verður að hafa sig allan við til að hafa undan. Nótin hreistrar sig svo ein- hver síld hefur lent inni, ann- ars er ekki laust við að mér sé órótt innanbrjósts vegna þessa óhapps, því óþarfa landkrabb- ar eiga aldrei upp á pallborðið hjá sjómönnum á veiðum. Rjúkandi kaffi bíður í borð- salnum að afloknu kastinu, sem tekið hefur rúma þrjá tíma og veiðin hefur enn aðeins verið sýnd en ekki gefin. Aftur er kastað og nú er torfan inni en þá dynur annað óhappið yfir. Skipið hefur rek- ið ofan í nótina og fíra verður léttbátnum til að draga skipið út úr nótinni. Mikil bölvuð ólánskráka hlýt ég annars að vera, og þó segir enginn neitt. Ég ætti í rauninni ekki annað betra skilið en að vera ofurlítið kjöldreginn á undan næsta kasti, að minnsta kosti gæti ég ekki með neinni sanngirni neit- að að láta dýfa mér svona tvisv- ar þrisvar í hafið til að vita hvort ekki væri hægt að þvo af mér landrykið. Það er eins með síldveiðarn- ar og fótboltann, allt getur skeð í báðum tilfellum. Það tekur nokkurn tíma að gera klárt í þetta skipti en einar hundrað tunnur eru háfaðar inn fyrir borðstokkinn og ég hugga mig við, að mjór er mikils vísir, og líka hitt, allt er þegar þrennt er. Þeir eru þungir á brúnina í kvöldmatnum, og ég hef vonda samvizku, finnst þeir gefa mér hornauga, en þegar kallinn kemur niður lifnar yfir mann- skapnum, því hann lætur ekki á sig fá þó eitthvað gangi á verri veginn og spyr mig, hvort mig hafi ekki dreymt aflalega, en ég verð að neita. Það fylgir Þorsteini skip- stjóra bæði einstakur hlýleiki og kæti auk þess sem stilling og festa setur svip á framkomu hans og vekur augsýnilega ó- takmarkað traust undirmanna. Skipanir hans eru stuttar og ákveðnar, ekkert fum og það- an af síður hávaði, það er eng- inn skipstjórastrigabassi upp á gamla mátann, en samt flytur röddin vel og allar skipanir koma vel til skila. „Það getur enginn fiskað vel nema hann hafi góða áhöfn,“ segir Þorsteinn, þegar við erum orðnir tveir í brúnni eftir mat- inn, „og ég hef alveg úrvals mannskap. Þetta eru engir smá- strákar eins og þú sérð, ein- hver var að reikna út, að með- alaldurinn væri 42 ár.“ Auðvitað kom góða kastið og allt gekk eins og í sögu og á meðan fullir háfarnir sveiflast inn fyrir borðstokkinn spjölluin við Þorsteinn skipstjóri saman og finnum fljótt sameiginlegt áhugamál annað en síldveiðar, því báðir erum við kennarar og meira að segja kennum við sömu greinarnar. „Það fylgja auðvitað ýms- ir kostir að kenna fullorðnum mönnum,“ segir Þorsteinn, „maður þarf aldrei að hækka róminn og allir vita, hvað þeir eiga að gera, ég gæti satt að segja hæglega setið úti í horni án þess að láta nokkuð á mér bæra og allir myndu keppast við. Ég hef skrambi gaman af að kenna strákunum bókhald og byrja venjulega úthaldið með því að segja þeim, að nú séum við að starta útgerð og nú verði bókhaldið að vera í lagi, nú og svo stnndum við í hörkuútgerð ailan veturinn. Annars sakna ég að sumu leyti krakkaanganna, -■SkÆRl .TAKK sérstaklega félagsstarfsins. Ég hafði barnastúku í Garðinum og það var unun að starfa með sumum af krökkunum þar syðra.“ Við sjáum nokkur aflaskip nálægt, Jörundur III. er nýbú- inn að kasta og Sigurður Bjarnason siglir hratt á bak- borða. Tal okkar Þorsteins berst að aflamönnum, og hann segir að til séu menn, sem virðast vera fiskimenn af guðs náð og sem engin veiðarfæri bregðast og alltaf eru í toppnum. Frétzt hefur í gegn um tal- stöðina, að ný nót bíði á bryggj- unni á Eskifirði og að hún verði ekki tekin af bílnum fyrr en Jón Kjartansson kemur að landi. Það er komið fram yfir mið- nætti og skipstjórinn kominn í kojuna. Stýrimaðurinn hefur stjórnina á hendi á landleið- inni. Gamla mússíkin í talstöð- inni glymur í brúnni. „Ég hef ekki séð högg á mæli í allan dag,“ segir einn skip- stjórinn. „Það er bölvað reiðuleysi á mér,“ segir annar. Og svo koma tveir Tjallaskip- stjórar og bölva í að minnsta kosti öðru hvoru orði og ég heyri ekki betur en tveir Jeggvanar séu að karpa ein- hvers staðar á bylgjunni og þetta rennur allt saman í einn hrærigraut, þangað til yfirgen- erállinn Jakob Jakobsson kem- ur með dagsordruna: „Höfum leitað á svæðinu frá ... o. s. frv. Þeir eru áreiðanlega ekki margir íslendingarnir, sem eiga almennari vinsældum að fagna en þeir leiðangursstjórarnir Jakob Jakobsson á Ægi og Jón Einarsson á Hafþór. Jón Kjartansson ber hrátt yf- ir á lensinu, kaldinn er orðinn að smágjólu og Austfjarða- fjöllin læðast fram í sjóndeild- arhringinn eitt af öðru og þó að vetrarkuldinn sé enn í loft- inu þá ríkir samt fegurð sumar- næturinnar allt >' kring. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.