Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 19.07.1965, Blaðsíða 38
KYENÞJOÐIN RITSTJÓKI: KIUSTJANA S'I'EIIVGRÍMSDÖTTIR ÁGÆTT ER AÐ HREINSA BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN MEÐ ÞVÓTTASKINNI Þótt bólstruðu húsgögnin séu hirt vél dag- lega, burstuð og ryksuguS, vill með tíman- um koma eins og grá hula yfir áklæðið. Takið því þvottaskinn (vaskaskinn) í hönd við og við, harðvindið það úr vægu salmíaks- vatni og nuddið húsgögnin með löngum, þungum handtökum. Þrístið skinninu vel of- an í efnið, þá dregur það eins og allt fínt ryk upp eins og í smáhnoðrum og áklæðið fær bjartari áferð. Athugið að vinda þvotta- skinnið vel, því að áklæðið á ekki að blotna. Að vísu er hægt að notast við harðund- inn klút, en flestir þeirra hafa tilhneigingu til að lóast og þá situr ló eftir á áklæðinu, sem seinlegt er að ná buít. V. «|; RÉTT RANGT 1. Nei, nei, skreyttu þig nú ekki eins og þú værir jólatré. Það gerir ekkert til með eina hálsfesti eða armband eða nælu, en ekki allt í einu. Og fíngert skraut hæfir þess- um látlausa kjól. 2. Hósóttur höfuðklútur fer ágætlega í eld- húsinu eða á sólríkum degi uppi í sveit, en ekki við snotran kvöldkjól. 3. Taskan færi betur við sportlaga tweed- dragt. 4. Það eru heildaráhrifin sem eru þýðing- armest — berðu saman myndirnar tvær. Þá sérðu muninn á einföldum óbrotnum línum of ofskreytingu. 1. Já, nú nýtur kjóllinn sín. Heildarsvip- urinn er samræmdur og smekklegur. 2. Einföld perlufesti er nóg skraut. Eða falleg næla. Ekki hvort tveggja í senn. 3. Látlaus kvöldtaska, snyrtileg greiðsla, jafnvel svartri slæðu brugðið yfir hárið. En hvítu hanzkarnir lífga upp á. 4. Sami kjóllinn, sama stúlkan ... en ólík útkoma. 58 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.