Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Page 38

Fálkinn - 19.07.1965, Page 38
KVENÞJOÐIN BITSTJÓItl: KHIST.IAAÍA S I I IM.HÍ MSIIÓTTIK ÁGÆTT ER AÐ HREINSA BÓLSTRUD HÚSGÖGN MEÐ ÞVÓTTASKINNI Þótt bólstruðu húsgögnin séu hirt vel dag- lega, burstuð og ryksuguð, vill með tíman- um koma eins og grá hula yfir áklæðið. Takið því þvottaskinn (vaskaskinn) í hönd við og við, harðvindið það úr vægu salmíaks- vatni og nuddið húsgögnin með löngum, þungum handtökum. Þrístið skinninu vel of- an í efnið, þá dregur það eins og allt fínt ryk upp eins og í smáhnoðrum og áklæðið fær bjartari áferð. Athugið að vinda þvotta- skinnið vel, því að áklæðið á ekki að blotna. Að vísu er hægt að notast við harðund- inn klút, en flestir þeirra hafa tilhneigingu til að lóast og þá situr ló eftir á áklæðinu, sem seinlegt er að ná burt. RÉTT RANGT 1. Nei, nei, skreyttu þig nú ekki eins og þú værir jólatré. Það gerir ekkert til með eina hálsfesti eða armband eða nælu, en ekki allt í einu. Og fíngert skraut hæfir þess- um látlausa kjól. 2. Hósóttur höfuðklútur fer ágætlega í eld- húsinu eða á sólríkum degi uppi í sveit, en ekki við snotran kvöldkjól. 3. Taskan færi betur við sportlaga tweed- dragt. 4. Það eru heildaráhrifin sem eru þýðing- armest — berðu saman myndirnar tvær. Þá sérðu muninn á einföldum óbrotnum línum of ofskreytingu. 1. Já, nú nýtur kjóllinn sín. Heildarsvip- urinn er samræmdur og smekklegur. 2. Einföld perlufesti er nóg skraut. Eða falleg næla. Ekki hvort tveggja í senn. 3. Látlaus kvöldtaska, snyrtileg greiðsla, jafnvel svartri slæðu brugðið yfir hárið. En hvítu hanzkarnir lífga upp á. 4. Sami kjóllinn, sama stúlkan ... en ólík útkoma. 08 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.