Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Síða 41

Fálkinn - 19.07.1965, Síða 41
•’ltú S* 'AR S(pAM MANM H/STTC ao Kev«3A'.i „^NOJ PA&&/V Hv'AR ÞO FANNST ÞETTA '• 1! banka í Port- au-Prince og gera upptækar allar lausar eigur þeirra. Af öllum helztu útflutn- ingsvörum, sem eru tóbak, eld- spýtur o. s. frv. koma inn millj- ónir króna á ári, en það fer allt í „sjóði“ forsetans. Ef einhverj- um tekst að koma upp fyrirtæki sem gefur arð í aðra hönd, þá má hann búast við því, að þurfa einn góðan veðurdag að af- henda ágóðann til ríkisins, í þágu varðveizlu lýðræðisins. — Skattakerfið er einnig lamað. Verkamaður verður að greiða 25% af tekjunum í skatt, og þá er varla mikið eftir fyrir hann til eigin afnota. Duvalier hefur fram til þessa notið hjálpar frá Ameríkönum. Þeir hafa borgað honum 42,5 milljónir dollara, og stórum hluta þessa fjár hefur verið varið í uppbyggingu ógnar- stjórnarinnar. Árið 1960 gerðu Kúbubúar tilraun til að ráðast á Haiti. Þá tóku Ameríkanar Haiti-herinn í sínar hendur. En árið 1962 uppgötvuðu Ameríkanarnir, að tvær milljónir dollara af framlögum til hersins höfðu horfið í vasa forsetans. Framfarasinnaðir andstæð- ingar Duvaliers halda því fram, að Bandaríkin beri ábyrgð á því, hversu lengi hann hafi setið við völd, og hvernig hon- um hafi tekizt að beita völdum sínum. En nú í seinni tíð hafa Bandaríkin skipt um aðferðir, líka vegna þess, að ríki róm- önsku Ameríku hafa mótmælt harðlega stuðningi Bandaríkj- anna við einræðisherrann. Og nú eru þeir í Washington farn- ir að vera varkárari í stuðn- ingi sínum við Duvalier. En almenningsálitið í heim- inum er nær sammála um að fordæma þá ógnarstjórn, sem ríkir á Haiti, og óskar þess af alhug, að einræðisherranum verði velt úr sessi sem fyrst. En hingað til hafa allar tilraunir í þá átt endað með skelfingu, — og enginn veit hvað verður í náinni framtíð. • Omar Framh. af bls. 26. lausa unga manns í JÁRN- HAUS þeirra Múlabræðra? Mér féll það mjög vel og hafði mikla ánægju af. Það er alveg sérstök tilfinning, sem maður hefur, þegar komið er fram í svona fjölmennu leik- riti, sem er algerlega óskilt því að koma fram einn á sviði. í einu atriðinu þurftir þú að lyfta ungri stúlku upp á öxlina á þér og hlaupa með hana yfir sviðið og til baka. Segðu mér, Ómar, var þetta eltki erfitt? Þetta gekk dálítið erfiðlega fyrst, vegna skorts á nægum æfingatíma, en svo kom þetta prýðilega út, þegar leikritið var fuliæft. Varstu nokkuð aumur í öxl- inni á eftir? Nei, nei, þetta var, sem bet- ur fer, létt stelpa og eftir að mér tókst að lyfta henni upp þótti ég sjálfsagður í allt svona lagað og eitt sinn var ég t. d. fenginn til að lyfta Helgu Val- týsdóttur, en það gekk ekki eins vel. Þegar ég sá leikritið, þá datt mér í hug, hvað skeður, ef hann missir stúlkuna, en þetta er nú kannski dálítið illgjarn hugs- unarháttur. Þetta var nú einmitt minn mikli magaverkur fyrir frum- sýninguna og á einni sýning- unni af þessum 25, hálf missti ég hana. Ég var búinn að hlaupa með hana yfir sviðið og átti að taka þar sveiflu mikla, en þá skeði óhappið, ég gerði sveifluna full hranalega, þann- ig að ég missti annan fót stúlk- unnar niður. Það tók, held ég, enginn eftir þessu, en þetta tafði mig og nú skeði það, sem myndi ske aftur, ef þetta end- urtæki sig, að það fauk í mig og ég þreif aumingja stúlkuna upp með örvæntingarfullu á- taki, en nú var ég orðinn á eft- ir áætlun, svo ég hljóp með hana á miklu spani um sviðið, en ég átti eftir 2—3 metra að skipinu, sem ég átti að setja hana upp á, þegar ég missti tím- ann. Svo það var ekki um ann- að að ræða, en henda henni upp á skipið þarna, sem ég stóð, en stúlkugreyið var öll marin og blá í marga daga á eftir. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem þú komst fram í sviðsljós- ið? Nei, ég hef komið fram í þrem Herranóttum í Menneta- skólanum. Nú, svo lék ég líka í tveim hlutverkum hjá Leii- félagi Reykjavíkur. Ég var eitt- hvað um 13 ára þá. Svo fórstu með aðalhlutverk- ið í útvarpsleikritinu Grallar- inn Georg, sem var flutt í þrem hlutum? Já, þá voru allir leikarar í sumarfríum, svarar Ómar litil- látur og brosir við. Þessi piltur í útvarpsleikrit- inu var mikill fjörkálfur. Hef- urðu kannski oftast leikið þann- ig hlutverlc? Nei, ég lék gamlan karl i eitt skipti, man ég og í þriðja hlut- verkinu í Herranótt MR lék ég fífl í Shakesjeareleikritinu Þrettándakvöld og það er skemmtilegasta hlutverk mitt. Þú hefur þá Iátið öllum ill- um látum eða hvað? Ég átti að gera það. Annars var þetta afskaplega gáfað fífl, þess vegna var erfitt fyrir mig að leika það. Viltu sem sagt meina það, að Ieikari þurfi talsvert til brunns að bera til að geta leikið viti- borið fífl? Já, það má orða það svo. Annars munaði litlu að þetta nafn festist við mig í Mennta- skólanum. Guðni Guðmundsson sem er afskaplega léttlyndur kennari, var alveg hættur að segja Ómar, þegar hann tók mig upp. Heldur sagði hann allt- af: „Fíflið lesa“. Og þá byrj- aði ég auðvitað að lesa. Þú hefur nú skemmt víða um landið, Ómar. Hvernig hefur þér fundizt unga fólkið koma fram á þeim stöðum, sem þú hefur komið fram? Ég er mjög hrifinn af ungu fólki og skemmtanalífi mikils meirihluta þess og hreint út sagt, finnst mér unga fólkið með tilliti til aldurs og þroska, skemmta sér betur en eldra fólkið og það er ekki síður vandræði með drykkjulæti hjá því eldra, heldur en hjá unga fólkinu og ætti þó að vera þver- öfugt. Þegar ég kvaddi Ómar, lýsti hann yfir því, að ég væri í hópi liprari blaðamanna, því reynsla sín væri sú, að það mætti ekki hnerra í viðurvist blaðamanns, án þess að eiga það á hættu, að það kæmi á prent. - þO ERT MIKUJ f KW fJ oARl.ETaRI ( •STlFA^Ri SkíwrTO ! FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.