Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1965, Síða 42

Fálkinn - 19.07.1965, Síða 42
YASHICA minister i :Mest selda japanska myndavélin! Hún er með innbyggðum cadium ljósmæli, fjarlægðarmæli, ljósopi f 2,8 og hraðastilli frá 1 sek. til 1/500. YASHICA minester D er myndavél, sem hægt er að treysta. Við höfum margra ára reynslu af vélinni og tökum fulla ábyrgð á henni. Kostar aðeins kr. 3665.- með /eðurtösku. Biðjið um skýringarblað. SíMi 2 0313 m BMKASTRITI1 @ Claudla Framh. af bls. 31. þetta fram og aftur. Eftir fjórt- án daga samþykkti hún að ég yrði send til Rómar í fylgd móður minnar. Kvikmyndaframleiðandinn Franco Cristaldi hafði ákveðið að gera Cardinale að stjörnu og til þess sparaði hann hvorki tíma né fé. Honum tókst með markvissu starfi að ná takmark- inu. Það hefði tæpast náðst ef Claudia sjálf hefði ekki lagt sig alla fram við nám og æfingar. Franska hafði verið móðurmál hennar, í Túnis, en hún kunni ítölsku og hafði kennara í raddbeitingu. Hún lærði drama- tik átta klukkustundir á dag. Hún lærði einnig söng, abro- batik og reiðlist. Kvikmyndafélag Cristaldis, Vides, eitt hinna stærstu á Italíu eyddi 70 milljónum líra í auglýsingastarfsemi og kynn- ingar á Cardinale, sem „hættu- legasta keppinaut Sophiu Lor- en“, — og það varð hún. Og þá hafði hún ekki leikið í einni einustu kvikmynd: Það þarf sterk bein til að þola upphefð af þessu tagi, en Cardinale reyndist þola það með prýði að vera hafin upp til skýjanna, klædd í pell og purp- ara. Síðan hefur hún leikið í mörgum af helztu listaverkum ítalskra leikstjóra. Eftirlætis- leikstjóri hennar er Visconti, sem stjórnaði Rocco og bræður hans. Sjö ára samningur hennar rennur út á þessu ári. Hún hef- ur hingað til ekki haft há laun, en föst mánaðarlaun, hvort sem hún er við kvikmyndatöku eða ekki. í samningnum er lagt blátt bann við því að hún gift- ist án samþykkis kvikmynda- félagsins. En sagt er að það skipti ekki ýkja miklu máli, því hún muni með tímanum giftast manninum sem skóp hana, eins og Roger Vadim skóp Brigitte Bardot, hinum þrjátíu og þriggja ára gamla Cristaldi. Þangað til sú stund rennur upp að Cardinale gangi í það allra heilagasta býr hún með fjölskyldu sinni í 15 herbergja villu. Hún er ekki íburðarmik- il fremur en annað sem Card- inale veitir sér sjálf. Hún er nefnilega ekki glysgjörn eða gefin fyrir íburð. Hún er blátt áfram. Það er ennþá mikið eft- ir í henni af kennslukonunni frá Suður-Túnis. 42 FAUMNN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.