Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 6

Fálkinn - 04.04.1966, Side 6
I Fálkinn 13. TÖLUBLAÐ — 4. APRÍL 1966. EFNI SVARTHÖFÐI SEGIR — PÓSTHÓLF 1411 .... 6—7 ALLT OG SUMT............................ 8—9 RÆTT VIÐ SÖNGKENNARANA MARÍU MARK- AN OG VINCENZO DEMETZ eftir Steinunni S. Briem ............................. 10—13 BARÁTTAN VIÐ HÁRLEYSIÐ, athyglisverð grein 14—15 LÍF OG HEILSA: MEÐGÖN GUTÍMINN, eftir Ófeig J. Ófeigsson, lækni ................ 15 STJÖRNUM GETUR LÍKA SKJÁTLAZT, leikarar segja frá glappaskotum sínum.......... 16—17 KYNVILLINGAR LÝSA LÍFI SÍNU, fróðleg grein frá Þýzkalandi........................ 18—19 HVERS VEGNA EINMITT í BÚÐINGNUM? framhaldssaga eftir Agatha Christie. Sögulok 20—21 ÉG ÞEKKI LEYNDARDÓM FLJÚGANDI DISKA, grein eftir amerískan majór........... 22—23 í SVIÐSLJÓSINU .......................... 24—25 ÉG ER SAKLAUS, framhaldssaga úr Dölum í Svíþjóð, eftir Astrid Estberg ........ 26—28 ÉG HUGSAÐI ALDREI UM HÆTTUNA, rætt við Guðna Pálsson skipstjóra, eftir Svein Sæmunds son .................................. 30—31 STJÖRNUSPÁ ................................. 38 KVENÞJÓÐIN .............................. 52—55 BARNASÍÐAN ................................. 56 FORSÍÐUMYND: Ljósmynd R. G. Stúdíó Guðmundar. Drengurinn heitir Guðni Már. — Páskaeggið er frá Nóa. Ætli „GeSrót og geSbilun" sé ekki at- hyglisverSasta greinin hjó okkur 1 ncesta blaði? Hún fjallar (eins og nafnið bendir til) um ýmiss konar geðsjúkdóma, eðli þeirra og orsakir. ★ „Hið ljúfa ríkisleynd- armál" er aftur á móti léttara á metunum. Þar segir frá þeim vandamálum semskap- ast þegar forsetadóttir verður alvarlega ástfangin. ★ Við erum með samtal i sama blaði við Steingerði Guðmundsdóttur leik- konu (það er Steinunn Briem sem rabbar við hana, og þá segir f þessu blaði frá undarlegu fyrirbœri sem nú gengur Ijós- um logum um hinn vestroena heim og mœtti kalla „fyrirburði" (það heitir „hap- penings" á ensku). íslendingar fengu að sjá dálítið sýnishorn af þessu i fyrra, þeg- ar Kóreumaðurinn sœllar minningar kom hingað á vegum Musica Nova og „spil- aði" á öll veraldarinnar verkfœri — nema hljóðfœri. ★ Loks má nefna (og enn i nœsta blaði) greinina „Ást í ýmstim lönd- um" og nýja (og hörkuspennandi) fram- haldssögu — að ógleymdu fastaefni eins og „Líf og heilsa" og Svarthöfðapistlinum. Rttstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). BlaSamaBur: Steinunn S. Briom. Ljðsmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Fram- laxemdastjóri: Hrafn Þórlsson. Aur/Jýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Vreifing: Kristján Arngrímsson. Útgef.: VikublaSið Fálkinn h.f. Aösetur: Ritstjórn, afgreiósla og auglfjsingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Simar 12210 og 16481. Pósthóif 1411. — Verð í lausa- solu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 kr. á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun megln- máls: Prentsmiðja Þjóðviijans. Myndamót: Myndamót h.f. 6 FÁLKINN Þegar fólkiö skilur ekki . SAGT hefur verið frá konungi í London, sem réði yfir svo hraustum þegnum, að þegar grenjandi víkingar sóttu að borginni, komust þeir hvergi nærri, og greip fólkið jafnvel til þess ráðs að hella sjóðandi keytu af virkisveggjunum og niður yfir hin björtu höfuð. Fyrst þótti konungi þetta vaskleg vörn og sigurstrangleg, hvort sem hann hefur nú lagt til eitthvað af keytunni eða ekki. Svo lofaði hann sína blessuðu þjóð fyrir frelsisást og síðan varð hann hræddur. Þegnar, sem gátu ráðið yfir hlut harðfengasta valhallarlýðs þeirra tíma, gátu að honum sigruðum farið að hella keytu yfir kóng sinn, svo þessi mikli öðlingur í Lundúnaborg þóttist ekki eiga annað ráð vænna, en semja við sókndjarft en skaðbrennt lið Normana. Þeir tryggðu honum konungsstólinn áfram gegn því að hann opnaði borgarhliðin til þess að þeir gætu kennt lýðnum að virða kóngsvald og sverð. Þannig hefur farið í svokölluðu sjónvarpsmáli, sem hér hefur verið viðfangsefni nokkurra kjaftaska síðustu mánuð- ina. Nokkur vafi hefur leikið á því, hvort ríkisstjórnin og varnarliðsmenn þyrðu að loka fyrir sjónvarpsútsendingar frá Keflavíkurvelli, þegar íslenzka sjónvarpið tæki til starfa. Allt fram yfir áramót fullvissaði forsætisráðherra spurula flokksmenn sína um það, að Keflavíkursjónvarpinu yrði ekki lokað. Honum og ýmsum öðrum stjórnmálamönnum mun hafa verið efst í huga, að sjónvarpsfólkið væri óþekkt tala, og að líkindum ekki há. og þess vegna væri ekki með réttu hægt að segja að nein hætta væri á ferðum. Þessa „virðingar- verðu“ afstöðu stjórnmálamannsins skildi fólkið ekki. 1 14000 flianns er meira en nóg ÞAÐ hefur löngum verið nokkurt feimnismál, síðan Kefla- víkursjónvarpið tók til starfa, hve margir horfðu á það og hve margir væru því hlynntir. Varlega ágizkaðar tölur í því efni voru kallaðar lygar af þeim, sem vildu hafa sitt sjónvarp, og þeir sem horfðu á leikinn drógu af þessu þá ályktun, að þeir sjónvarpsmenn kynnu vel til verks og myndu Vondir vegir Kæri Fálki, Ég vil taka undir það sem „Landkrabbi" sagði í bréfi til þín um öldurnar í malbikinu á Suðurlandsbrautinni. En hvað á maður þá að segja um Hafn- arfjarðarveginn? Með þessu áframhaldi hljóta bráðlega að leggjast niður samgöngur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, því að enginn heilvita maður hættir bíl sínum í slíka glæfra- för. Öldur og holur, allt of mjór vegur og ekkert viðhald á honum. Til hvers erum við að borga benzínskatt ár eftir ár, fyrst ekkert er gert til að laga fjölförnustu vegi í ná- grenni Reykjavíkur? Ég ætla nú ekki að tala um Vestur- landsveginn og Suðurlandsveg- inn ofan við Ártúnsbrekku, en það eru ekki fá blótsyrðin sem heyrast þar um slóðir frá reið- um bílstjórum og farþegum þeirra. Ég reikna ekki með, að þú getir mikið við þessu gert, góði Fálki, en stundum verður maður að fá einhverja útrás fyrir réttláta reiði sína. HneylcslaOur bílstjóri. Svar: ÞaS er því miöur lítiö hcegt aö segja til aö svara þessu. Vegamálin eru öröugt, icostn- aöarsamt og aö því er viröist illleysanlegt vandamál, bœöi hér á landi og annars staöar. Eina úrrceöiö sem stendur er kannski aö aka á löglegum hraöa — þaö fer betur meö

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.