Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 7
SVART HÖFÐI SEGIR ekki láta fallerast í áróðrinum. En þrátt fyrir öll Borgarnes- skeyti héldu nokkrir andsjónvarpsmenn áfram nuddi sínu og fengu jafnvel menntamálaráðherra til að játa, að það hefðu verið hryllileg mistök að leyfa stækkun sjónvarpsstöðvarinn- ar á Keflavíkurvelli. Undirskriftir 60-menninganna, þar sem sum stærstu nöfnin voru skrifuð á blaðið með hangandi hendi, og þessi yfirlýsing menntamálaráðherra, hrakti engan sannan sjónvarpsmann út í tvísýna baráttu. Það var ekki fyrr en sex hundruð stúdentar við Háskólann lýstu bréflega yfir þeirri skoðun sinni, að loka bæri fyrir Keflavíkursjónvarpið, að sjón- varpsáhugamenn töldu orðið nauðsynlegt að kveikja undir keytupottinum Þeir lýstu því yfir, að hafin væri undirskrifta- söfnun meðal þeirra, sem vildu hafa Keflavíkursjónvarpið. Með þessu átti að sýna, að alltaf fengjust þó sex hundruð manns til að mæla með Keflavíkursjónvarpinu. En í hita bar- áttunnar gætti forustuliðið þess ekki, að nóg var að sýna þokkalega tölu til að undirstrika, að hægt væri að safna liði með varnarliðssjónvarpi eins og á móti því. Úr þessari undir- skriftasöfnun varð ámóta úthlaup á virkisveggina og í London forðum. Það var ekki fyrr en fjórtán þúsund manns höfðu skrifað undir, sem forustuliðið hálfvegis harmaði, að undir- skrifendur hefðu verið svona margir. Þessi tala var mikið meira en nóg til að sýna stjórnvöldum landsins og yfirmönn- um varnarliðsins, að málið var miklu alvarlegra en þeir höfðu haldið, fyrst næstum óskipulögð undirskriftasöfnun skilaði f jórtán þúsund nöfnum, yfirmönnum varnarliðsins vegna þess, að þeim er þetta feimnismál sem ekki má spyrjast út og stjórnarherrunum vegna þess að þeir eru enn þeirrar skoðun- ar að það sé þeirra að stjórna landinu og því sem þar fer fram, og allt fjöldafylgi við leyfðan rekstur utan lögsagnar sé ögrun. Þess vegna hefur orðið sú breyting á að forsætis- ráðherra mun ekki veita jafngreið svör og áður, í hóp flokks- manna sinna, um að ekki eigi að loka. Njósnir úti í mýri eða vinsemd varp, hafa verið á móti því af pólitískum ástæðum. Þá eru "nokkrir á móti því af því stundum er skotið úr byssum í þeim sjónvarpsþáttum, sem sýndir eru. En þeir sem hafa mest til síns máls eru á móti því, af því að þeir telja að leyfi til að sýna það hér í Reykjavík sé brot á meginreglu, sem -fullvalda ríki geti ekki látið sér sæma, nema um jafna aðstöðu sé að ræða, eins og í erlendum útvarpssendingum. Kátlegast við þetta er þó sú staðreynd, að leyfið, sem sjón- varpssendingarnar til Reykjavíkur byggjast á, var aldrei veitt. Guðmundur í. Guðmundsson, þáverandi utanríkisráð- herra. var saklaus af þeim verknaði og þar með ríkisstjórnin. Farið var eftir upplýsingum Landssímans, sem lýsti því yfir að stækkun stöðvarinnar þýddi ekki að móttökuskilyrði bötn- uðu í Reykjavík. Hvaðan Landssímanum hefur komið þessi vitneskja er ekki vitað með vissu. Þó er líklegast að heimildar- menn að þessu hafi verið Bandaríkjamenn sjálfir. Stórveldi eins og Rússland og Bandaríkin hafa leyniþjón- ustu starfandi í öllum löndum. Rússar voru gripnir við njósna- dútl sitt úti í mýri fyrir ofan borgina. Þeir njóta hér ekki sömu vinsemdar og Bandaríkjamenn, sem þurfa ekki að hætta sér út á víðavang nema á sunnudögum. Og þrjóti menn allan skilning á því, hvernig sjónvarpsmálum okkar er komið, væri reynandi að spyrja CIA-menn á fslandi. Það fólk hefur ákveðn- ar meiningar um hvaða aðferðum þarf helzt að beita í van- þróuðum löndum. ÞAÐ hefur legið í augum uppi frá upphafi, að þetta sjón- varpsmál hefur ekki fylgt flokkum, nema hvað „veg- móðir göngumenn" í hópi kommúnista, sem margir hafa sjón- bílana, þótt umferðin gangi ekki greitt meö því móti. Lík Elsu Martinelli Kæri Fálki, Mér er sagt, að ég sé tölu- vert lík Elsu Martinelli sem var módel áður en hún fór út I kvikmyndir. Ég hefði gaman af að prófa hvort ég get orðið módel, en veit ekki hvernig ég á að fara að. Ætti ég að fara 1 dansskóla eða leikskóla fyrst? Eða tízkuskóla? Viltu svara mér fljótt, og þakka þér fyrir gott efni i blaðinu. Edda P. Svar: Kæra Edda, athugaöu eitt áSur en þú reynir þetta — þaS vantar alltaf nýjar týpur sem mód'el, en ekki Elsu Martinelli, Jean Shrimpton eSa Thelmu Ingvarsdóttur númer tvö. Fyr- ir rúmlega ári birtum viS viStal viS Thelmu þar sem hún svaraSi einmitt spurningu þinni. Hún lagöi áherzlu á, aS stúlka sem vildi gerast mðdel mætti umfram állt ekki apa l blindni eftir ákveSinni fyrir- mynd og reyna aS likjast henni. Þá kæmist hún ekkert áfram. Heldur skyldi hún athuga sjálfa sig gaumgæfilega, gera sér Ijóst hvaSa sérkenni hún hefSi og reyna aS gera sem mest úr þeim. Hún þarf aS vita hvaS klæöir hana, hvernig hún á aS mála sig og greiSa sér og stilla sér upp, og hún verSur aS koma meS eitthvaS nýtt og ferskt, ekki lialda sér viS nokkrár sbmu stellingarnar sí og æ. AthugaSu tízkublöSin og sjáSu hvernig módelin standa og sitja. Stellingarnar breytast frá ári til árs ekkx síSur en málningin og liár- greiSslan. Þú getur haft gott af aS fara l dansskóla, því að mjúkar hreyfingar hafa mikiS aS segja fyrir módel, en reyndu aS skapa þér sjálfstæOan stíl og persónuleika. Þá getur vel veriö, aS þú hafir eitthvaS fram aS færa. Þú ættir aO senda okkur mynd af þér viS tækifæri. Beztu kveSjur. Á FALKIN N 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.