Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 8
I Syndir feðranna Pilturinn á myndinni er frægur söngvari í heimalandi síriu og jafnvel víðar. Hann er belgískur og syngur undir nafninu Johny Holliday og kvænt- ist fyrir skemmstu. En þá kom heldur en ekki babb í hinn fjárhagslega bát. Pilturinn hefur verið dæmdur til að sjá öldruðum föður sínum farborða, sem í sjálfu sér er ekki skrýtið. Hins vegar er málið ekki svo einfalt. Faðirinn þjáðist af ólæknandi flakkaraeðli og yfirgaf börn og bú,.meðan Johnny var enn í vöggu og hefur hann ekkert haft af honum að segja síðan. Þetta á sennilega eftir að verða dýrt spaug fyrir söngvaranri, því gamli maðurinn skuldar fé út um allar jarðir og í samræmi við dóminn, eiga skuldheimtumennirnir greiðan aðgang að piltinum. Og nú er allt út- lit fyrir að hann verði að syngja syo til ókeypis um ófyrirsjáanlega framtíð, þar sem tekjurnar fara beint í varginn. m CARÐINALE Hin unga fagra brúður á myndinni, hefur hingað til mátt gera sér að góðu að lifa í skugga stóru systur, Claudiu Cardinale. en nú hefur hún krækt sér í allgóðar framtíðar- horfur með því að giftast kvikmyndafram- leiðanda. sem er staðráðinn í að gera hana álíka fræga, ef ekki frægari, en systurina. Sá hamingjusami heitir Mario Forges Davan- zanti og er sonur hins fræga framleiðanda Domenico. Hann tók Burton á orðinu Þegar Richard Burton var í London um árið að leika Hinrik V hjá Old Vice skrapp hann eitt sinn á sýningu hjá Leikhúsi æskunnar þar í borg. Hann langaði að sjá hvernig seytján ára skólapilti gengi að túlka sama hlutverkið og hann hafði sjálf- ur fengið slíkt lof fyrir. „Þú ættir að gerast leikari," sagði hann á eftir við David Weston. „Þá var ég alveg óráðinn í hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hendur," segir David. „Faðir minn, afi og langafi voru allir fisksalar, og móðir mín selur enn fisk á markaðnum í Brixton. Ég hugsaði mér, að það gæti verið nógu gaman að reyna, og ég keppti um styrk í RADA (Royal Academy of Dramatic Art), en ákvað að hugsa ekki meira um leiklistarnám ef ég fengi hann ekki. Það fór svo, að hann féll í minn hlut. Nokkrum árum seinna hreppti David fyrsta kvikmyndahlutverk sitt sem ungi presturinn, bróðir John í BECKET, hinni athyglisverðu mynd sem sýnd var hér í Háskólabíói fyrir skömmu við metaðsókn. Richard Burton vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar pilturinn kom æðandi til hans og sagði ákafur: „Þér sjáið, að ég fór að ráðum yðar!" „En þegar ég var búinn að útskýra mál- ið faðmaði hann mig að sér og var hinn hróðugasti," sagði David ánægður. „Ég hef aldrei iðrast þess, að ég skyldi taka hann á orðinu." í 8 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.