Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 13
VANÞAKK- LÁTASTA STARF í VERÖLDINNJ Samtai við Vincenzo M. Demetz söngkennara Texti: Steinunn S. Briem „Það er vanþakklátasta starf í veröldinni að vera söngkenn- ari." segir maestro Vincenzo Maria Demetz með suðrœnni axlaypptingu. „Þao sagði kenn- arinn minn alltaf. Ef söngvaran- um gengur vel, nú, þá er það náttúrlega allt honum sjólfum að þakka — en gangi honum illa er það að sjálfsögðu kenn- arans sök." Ja, reyndar heitir hann Sigurður Franzson samkvæmt íslenzkum lögum, en það verkar eitthvað svo hjákátlega að kalla hann annað en Deinetz Hann hefur verið hér næstum ellefu ár og talar íslenzku reiprennandi, er Þó heimavanari í ítölsku og þýzku. „Landið mitt tilheyrði Austurriki þegar ég fæddist í Dólómítafjöllunum árið 1912 og var innlimað í ítalíu árið 1919. Ég var því Austurríkismaður fyrstu sjö ár ævinnar, síðan ftali hvort sem mér var það ljúft eða leitt, og loks er ég nú orðinn fslendingur. Ég veit svei mér ekki hvað ég er í raun og veru. Við viljum vera sjálfstæð þjóð í Suður- Týról, en það hefur ekki gengið sem bezt að koma hinum í skilning um það. Bandaríki Evrópu er hugsjón sem við myndum allir fylgja af eldmóði; þá fyrst fengjum við kannski að vera nokk- urn veginn frjálsir og óháðir." Söngvarar hér þurfa að geta lifað aí list sinni „Varstu búinn að kenna mikið áður en þú komst til íslands?" „Ekki nein ósköp,'áður söng ég mest sjálfur. En ég hef alltaf haft áhuga á að kenna söng. Ég bjó átján ár í Milano og hafði nokkra nemendur seinni árin, þeirra á meðal voru fslendingar sem vildu fá mig til að kenna á íslandi. Ég skrapp hingað í sumarfrí,- en ein- hvern veginn varð dvölin lengri en til stóð." „Hvað finnst þér um efniviðinn hér?" „Áhuginn á söng er mikill; maðuf þarf ekki annað en líta á.alla þessa kóra til að sjá, að fólk hefur gaman af að syngja. En íslenzk músíkmenning er ung að árum og á enga hefð að baki sér, það skortir meiri almenna tónlistar- fræðslu, og svo er þetta stóra vanda- mál — söngvarar hafa ekki tækifæri til að lifa af list sinni. Hver kærir sig um að eyða mörgum árum í erfitt nám og sjá ekki fram á neina atvinnumögu- leika þegar því er lokið? Það er ekki nóg að syngja öðru hverju við jarðar- farir eða á pólitískum fundum úti um landið. Ég veit um margt fólk sem hef- ur prýðilegar raddir, en gefur sér ekki tíma til að þjálfa þær eða treystir sér ekki að leggja út á svona óvissa braut. Hér þyrfti að sýna a. m. k. tvær óper- ur og eina óperettu eða söngleik á ári og koma upp flokki fastráðinna söngv- ara. Aðsóknin að tónleikum Sinfóníu- hljómsveítarinnar sýnir, að almenning- ur hefur áhuga á klassískri tónlist, samanber 9. sinfóníuna fyrir skemmstu — Beethoven hefur aldrei unnið annan eins sigur og hér, slær meira að segja út bítlamúsíkina!" Enginn vill syngja millirödd „Hvaða raddir eru algengastar hér- lendis?" „Mér finnst bera mest á tenorum og bössum, en aftur á móti er mjög lítið um barítóna og mezzosóprana. Ég veit ekki hvernig við færum að ef Guð- mundur Jónsson væri ekki! Kannski stafar þetta af því, að fólki finnst ekki taka því að þjálfa nema háar raddir sem oft þykja glæsilegri. Og í kórum vill helzt enginn syngja millirödd, þess vegna er meira framboð á sóprönum en mezzosóprönum. Annars er erfitt að segja um svona hluti nema eftir ná- kvæmar rannsóknir á þeim efnivið sem fyrirfinnst um allt landið. Því lengra sem farið er norður á bóginn þeim mun bjartari verða raddirnar, og ég hef heyrt hérna fyrir norðan hvíta tenora, mjög sérstæðar raddir. Það eru menn sem aldrei hafa farið í mútur, heldur varðveitt sínar háu, ótrúlega björtu náttúruraddir. Ef hægt væri að þjálfa hvítan tenor og gefa honum til viðbótar þann styrk og hljómmagn sem óperurödd þarf að hafa fengi mað- ur þar stórkostlegan söngvara, álít ég." íslenzkir söngnemar of innilokaðir „Hverjir eru helztu veikleikar is- lenzkra söngnema, finnst þér?" „Þeir eru of innilokaðir, of feimnir og stífir, eiga oft erfitt með að sýna til- finningar sínar, þeir þurfa að losna við þessar hömlur og verða frjálsari í allri sinni túlkun. Ég skil þetta vel eftir rúmlega tíu ára dvöl á íslandi, því að ég'sé hvernig baráttan við náttúruöflin og óblítt veðurfar hefur mótað skap- gerð þjóðarinnar. Það er ekki nema eðli- legt, að margra alda erfiðleikar, fátækt, kuldi og dimma skilja eftir djúp spor. En nú er heimur íslendinga að opnast, fólk ferðast meira til annarra landa og verður þannig frjálslegra og opinskárra, og nýir menningarstraumar leika um landið. Það er verið að byggja upp á mörgum sviðum fyrir framtíðina, en sönglistin hefur orðið út undan í þeirri viðleitni. Mann langar að geta gert eitt- hvað og orðið að gagni, og ég get aldrei endurtekið of oft, að nú þarf sem bráð- ast að undirbúa jarðveginn fyrir fram- tíð íslenzkra söngvara, til að eklri glat- ist dýrmætur tími." „Hvað hefurðu haft marga nemend- ur síðan þú komst hingað?" „Ég veit það ekki nákvæmlega, en síðan. Söng- og óperuskólinn minn tók til starfa í júní 1957 hafa hundrað níutíu og fjórir nemendur verið í hon- um, sumir stuttan tíma og aðrir leng- ur, og við höfum haldið sex nemenda- tónleika á þessum árum." Gagnkvœmur skilningui nauðsynlegur „Hvernig líkar þér að kenna?" „Ég hef oft þakkað guði hjartan- lega, að hann skyldi gefa mér þolin- mæði í vöggugjöf! Jú, það er gaman að kenna góðum nemendum sem hafa hæfileika og vilja til að læra Eina fólkið sem fer í taugarnar á mér er það sem allt þykist vita. enda er ómögulegt að kenna þeim sem alltaf segja: 'Já, ég veit það' jafnvel áður en maður byrjar á setningunni Ég beini athygli minni fyrst og fremst að músík- ölskum og raddlegum hæfileikum nem- andans og reyni að þroska hjá honum tilfinningu fyrir tónlistinni og listrænni túlkun hennar. Ef hann skilur ekki sjálfa músíkina getur hann heidur ekki beitt röddinni rétt. Sambandið milli nemanda og kennara þarf að vera hlýtt og gott, byggt á vináttu og skilningi, þá myndast straumur á milli sem hiálp- ar mikið. Hvort ég kenni vel og rétt, veit ég ekki, en ég vona það, og svo mikið er víst, að ég geri eins vel og ég get. Ég er stöðugt að lesa og stúdAra og reyna að bæta við mig til að staðna ekki, geta heldur gert betur og betur. Það er ekki hæfileikaskortur nemand- ans sem kennarinn á að hafa mestar áhyggjur af. heldur eigin taktnarkanir. Þær geta orðið hættulegar bæði honum sjálfum og þeim sem hann leiðbeinir " „Á hverju byrjarð" þegar þú fserð nýjan nemanda?" „Fyrst af öllu reyni ég að kynnast honum, læra að þekk.ia rödd hans, skapgerð og persónuleika Söngvarar eru sérstök manngerð út af fyrir sig. Þeir eru hégómlegir og afbrýðisamir, tortryggnir barnalega trúgjarnir á nllt sem þeim er sagt til lofs og dvrðar, en jáfnr'fHsir að trúa því. að nokkuð geti verið athugavert við bá ns ha=fi- í Fra"",v' á bls 43. FALK.I NN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.