Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Síða 14

Fálkinn - 04.04.1966, Síða 14
barátta vís ind- anna vi 5 hái leys ið Rannsóknir hafa leitt ýmislegt í Ijós, sem vænlegt er til vinnings í þessari aldagömlu baráttu. EFTIR F. WARSMOFSKY 14 FÁLKINN Svo ber til í viku hverri, að auglýsingastjóri nokkur í New York situr steinþegj- andi á stól sínum og lætur húðfræðing nema örlítinn topp af hári með húðinni af hnakka sér og festa hann með skurðaðgerð í stóran og áberandi skalla á hvirflin- um. Þetta er hálfgerð leið- indaathöfn, og þarna mun enginn hárvöxtur sjást um þriggja mánaða skeið. En manni þessum mistekst ald- rei. Og við lok þess tímabils, eftir að 150 örsmáir 'flipar hafa verið græddir á skall- ann, er hann þakinn allþéttu hári, sem upprunnið er á hans eigin höfði. Þetta hár er heilbrigt og heldur áfram að vaxa. Skammt er síðan svo var ástatt, að hver sá, er taldi sig geta sigrazt á hinu æva- forna vandamáli hárleysis- ins öðruvísi en með hárkollu, myndi óðar hafa verið stimplaður sem ósvífinn skrumari. Nú er þó hins veg- ar svo komið, að „högg- græðslu“tæknin svonefnda, sem meðal annars var notuð til að hylja kollinn á fyrr- greindum auglýsingamanni hári á ný, hefur reynzt nota- drjúg. Hafa um tíu þúsundir málsmetandi manna auk nokkurra kvenna nú fengið hár, þar sem áður var skalli. Aðferð þessi er fundin upp af varaprófessor í húðfræði við handlæknadeild New York háskóla, Norman Or- entreich að nafni. Hún er ákaflega einföld og þarfnast einungis útvortis aðgerða. — Dr. Orentreich notar sér- stakt þar til gert áhald, sem er líkast nálum þeim, er hafðar eru til að taka efna- sýnishorn til smásjárrann- sókna. Fyrst losar hann og nemur brott örlítinn húð- flipa, svo sem 3 mm. í þver- mál, af skallanum. Því næst tekur hann með sama áhaldi jafnstóran flipa, vaxinnhári, annars staðar af höfðinu og leggur hann niður í sárið eftir hárlausu skinnpjötluna. Síðan er þrýst á flipann smá- stund, venjulegast með fingr- inum. Eftir nokkrar mín- útur hefur myndazt stork- inn blóðkökkur um sárið og heldur hann flipanum föst- um. Þar sem fliparnir eru svo smáir, að á hverjum vaxa aðeins 6—16 hár, þarf hvorki meira né minna en 300 og allt upp í 500 til þess að svo líti út, sem maðurinn hafi fengið fullan hárvöxt. „Við flytjum iðulega 25 flipa í hverri aðgerð,“ sagði dr. Robert A. Berger mér, en hann er húðfræðingur Sínaí- spítalans og samverkamaður dr. Orentreichs. Hver flipi vei’ður þó að ná festingu, áð- ur en annar er græddur á við hlið hans, bætti dr. Berger við. Hámark þess, sem hægt er að framkvæma, má segja að séu 75 flipar á viku í þrem aðgerðum. Á manni með miðlungi stóran skalla, er þyrfti svo sem 150 húðflutninga, væri því hægt að ljúka allri skurðlækn- ingunni á tæpum mánuði. Nú djarfar fyrir vonar- neista. Ætíð vekja þessar aðgerð- ir allmikla spennu og valda til skiptis von og kvíða hjá viðkomandi „sjúklingi“.Flip- ar þessir eru áþekkastir grasþökum í kalskellu og liggja í laglegum röðum frá hársrótum þeim, sem fyrir eru og fram eftir höfðinu, mynda þannig nýjan hár- svörð. Eru þeir græddir þannig á, að hárið vex allt til sömu hliðar og er þannig auðvelt að kemba það yfir þau hárlausu bil, sem á milli verða. En skallinn er ekki úr sög- unni, þótt þessu marki sé náð, því blóðkekkir mynd- ast yfir græðistaðnum, og hin ágræddu hár losna og falla burtu. Þetta ástand fer illa í taugarnar á mörgum sjúklingnum. Jafnvel þótt hann hafi verið fyrir fram undir það búinn, liggur hon- um við að örvænta um ár- angur. Að tveim til þrem mánuðum liðnum vaknar vonin á ný, því nú taka önn- ur hár að skjóta upp kolli, eins að lit og allri gerð og þau, er flutt voru frá hin- um hærða hluta höfuðsins. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, er þessi högg- græðsluaðferð ekki árangur markvissrar leitar eftir tækni til að sigrast á hár- losi. Öllu heldur má segja, að hún hafi átt upptök sín í tilraunum, sem dr. Orent- reich gerði árið 1956, í því skyni að sannprófa, hvort heilbrigt hörund héldi eðli sínu, ef það væri flutt til annars staðar, eða hvort það tæki þar á sig einkenni húð- arinnar umhverfis sig. Dr. Oréntreich ásetti sér að komast eftir, hversu sköll- ótt hörund brygðist við ná- býli hærðra smábletta, er í það væru græddir. Svarið við þeirri spurningu lækn- isins varð þetta: Græðling- arnirhéldu einkennum þeim, er þeir höfðu á sínum upp- haflega vaxtarstað. Þar með var að engu gerð bölsýni sú hin eilífa, er bundin hefur jafnan verið viðureigninni við karlaskallann. (En svo , er hann nefndur vegna al- mennustu einkenna sinna og útlits). Dr. Orentreich skýrði vís- indaakademíu New York borgar svo frá: „Á nokkrum sjúklingum voru hári vaxn- ir húðflipar græddir fastir við höfuðleður það, er óð- um var að breytast í skalla. Eigi að síður hélt nýr hár- vöxtur sem óðast áfram að koma í ljós úr flipunum, þótt hárlosið breikkaði í sífellu bilið milli meginhárs og hins grædda. Orentreich hafði fundið á- hrifaríka aðferð til að sigr- ast á algengum skalla með flutningi og græðslu á hár- flipum. Frá því árið 1958 höfðu hann og samverkamenn hans framkvæmt högggræðsluna á meira en þrem þúsundum sköllóttra manna með góð- um árangri. Á annað hundr- að viðurkenndra húðfræð- inga og skurðlækna í Banda- ríkjunum nota nú þessa tækni. Einn þessara manna er dr. James W. Burks, pró- fessor í skurðlækningum við Tulane læknaháskólann í New Orleans. Hann kallar tæknina „áhrifamestu að- ferð, sem ég hefi nokkru sinni notað við húðlækning- ar“. Síðastliðin fimm miss- eri hefur dr. Burks fram- kvæmt högggræðslu á rúm- lega 500 manns. Einum á- nægjulegasta árangrinum náði hann á átta ára gamalli telpu, er misst hafði hárið að miklu leyti í eldsvoða. „Við höfum gert á henni 710 græðslur, og má nú heita, að hún hafi fengið fullkom- inn hárvöxt“, segir hann. Tími og peningar. En högggræðslan er viss- um takmörkunum háð. Fyrst og fremst verður sjúklingur- inn að hafa einhvers staðar á höfðinu nægilegt hár til flutnings í þessu skyni, án þess að hinn upphaflegi hár- svörðurverði áþekkastur rót- nagaðri fjallshlíð. Enn frem- ur ber þess að gæta, að hið ágrædda hár heldur áfram

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.