Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 15
aS fylgja vaxtarhætti sínum, eins og hann var á upphaf- lega staðnum. Því fer jafn- an svó, að fari hárlos ört yf- ir höfuð mannsins, má búast við að hár falli af eftir á- græðslu, hafi rot verið kom- ið í það áður en flutningur fór fram. Sé hár vandlega valið til ágræðslu, má þó koma í veg fyrir slíkt. Fleiri ágalla má finna. Fyrrnefndur tveggja til þriggja vikna græðslutími, meðan hörundið er þakið ó- sýnilegum hrúðrum, getur orðið hin erfiðasta vand- . ræðabið. Flestir, sem undir þessa - aðgerð gangast, bera hatt á höfði, hvenær sem þeir fá því við komið og þekja höfuðið lyfjasmyrsl- um ekki óáþekkum fegrun- arkremi, sem kvenfólk not- ar. Örðúgustu hindranir í vegi þess, að högggræðsla megi þróast til að verða almenn- ingslyf gegn skalla, eru bæði tíminn, sem óhjákvæmilega verður að eyða við aðgerð- irnar undir handarjaðri húð- fræðings og kostnaðurinn, sem þeim er samfara. Með- alkostnaður við græðslu hvers húðflipa er frá 200 til 1000 íslr krónur. Reikning- ur fyrir að græða hár á mjög stóran skalla gæti num- ið allt að 70 þúsund króna upphæð. Eigi að síður fjölg- ar í sífellu fólki úr öllum stéttum og stöðum — þeirra meðal lögfræðingum, bíl- stjórum og veitingamönnum, — er leita sér þessarar hjálp- ar og finnst hún tilkostnað- arins virði. Fulltrúi nokkur úti á Long Isiand sýndi mér mynd af sér nauðasköllótt- um, sem tekin hafði verið áður en hann undirgekkst þessa handtéringu, ogrenndi svo fingrunum hinn hreykn- asti aftur eftir höfði sér, þar sem þétt og jafnt hárið rann á milli þeirra. Jafnframt sýndi hann mér, að nokkra aðgæzlu þurfti til að sjá mis- smíði á húðinni, eftir að hár- ið hafði fest rætur. Leit og fyrirheit. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar af skurðlæknum í því skyni að fullkomna aðferðir við að endurgræða hár í stór- um stíl. Maður er nefndur dr. Louis J. Feit, prófessor í skurðlækningum við Al- menningssjúkrahúsið og Handlæknaskólann í New York. Hann hefur reynt svo- nefnda eyrnaflipa aðgerð, sem er svo lýst, að hann rist- ir Y-laga húðflipa hári vaxna af hörundi bak við bæði eyru, og leggur þá yfir á skallann framanverðan, og myndar þannig með þeim takmörk hins nýja hárstæð- is. Sárið eftir flipann er síð- an fyllt með röð af smáum, hárvöxnum hörundsflikrum, sem teknar eru við gagnaug- un. Loks er öll hárlaus húð að baki eyrnaflipans fyllt upp með högggræðslu. Dr. Feit hefur til þessa leyst af hendi 50 slíkar græðslur, en bendir á, að enn sé aðferðin á tilraunastigi. Utilokað er fyrir þá, sem hvorki geta lagt af mörkum eigið hár til ágræðslu, tíma né peninga, að nota sér þessa nýju tækni til að end- urheimta hárvöxt á skalla sér. En — þá má eygja ann- an vonarneista í áframhald- andikönnun þess möguleika, að gersamlega ný en lang- þráð uppfinning megi gera mönnum endurheimt hárs síns bæði einfalda og ódýra. Dr. Christopher Papa hefur gert einhverjar markverð- ustu skallarannsóknir, sem nú eru á dagskrá. Hann er húðfræðingur við lyflækn- ingadeild Pennsylvaníuhá- skóla. Hann neri sterkum hormónum inn í höfuðleðr- ið á 21 sköllóttum manni, — og tókst að kalla fram hárvöxt. Ekki var það að vísu þykkur hárlubbi, sem hafa þyrfti smyrsl til að halda í skefjum, en óneitan- lega var það hár eigi að síður, sums staðar langt, strítt og líkt því, sem yfir- leitt vex á heilbrigðu hör- undi. Upphaflega hóf dr. Papa rannsóknir sínar í þeim til- gangi að sannprófa áhrif ým- issa hormóna á hörund ald- urhniginna manna. Óvæntur árangur þessara tilrauna var einn sá, að hárvöxtur jókst til stórra muna undir hol- hönd og á framhandleggjum, eftir að þar hafði verið núið inn efnum úr karlkyns hor- mónum (testosterone). „Við veittum því eitt sinn athygli, að efni þessi juku hárvöxt undir holhönd," sagði dr. Papa, „og fannst þau hlytu að hafa svipuð áhrif á höfuð- leðrið." Þetta var snjöll og for- vitnileg tilgáta. Aldrei höfðu farið af því sögur, að tekizt Framh. á bls. 44. LÍF OG HEILSA MEÐGÖNGU TÍMINN Eítir Óíeig I. Óíeigsson lœkni UNDIR eins og eggið frjóvgast hefst með- göngutíminn. Hann er venju- lega 40 vikur, en getur þó verið nokkru skemmri eða lengri. -Ef hann er styttri en 38 vikur er talið að barnið sé ófullburða. Venjulega frjóvgast eggið í gannarri hvorri legpipunni („eggjaleiðaranum"). Þetta eru þvengmjóar vöðvapípur klæddar líf himnu að utan, en slimhúð að innan. Þær liggja frá eggjakerfinu („eggja- stokkunum") og inn i legið. Frjóvgað eggið veltur svo áfram niður í legið og kless- ist þar við slímhúð legsins, sem er mjög æðarik og þrútin uu þetta leyti. Hún myndar þvi ákjósanlegan beð fyrir eggið. I gegnum slímhúð legs- ins síast strax næringarefni úr blóði móðurinnar til eggs- ins svo það geti vaxið og skipt sér. Eftir því sem fóstr- ið vex breytist það úr óreglu- legri frumuhrúgu í fylgju annars vegar og fóstur hins vegar, sem smám saman tek- ur á sig mannsmynd. Á miUi fylgju og fósturs er nafla- strengurinn. f honum eru æð- ar, sem flytja næringarríkt og súrefnisríkt blóð frá fylgju til fósturs, en næringar- og súrefnissnautt blóð með úr- gangsefnum frá fóstri til fylgju og þaðan í blóð móð- urinnar. Fóstrið lifir þannig eins og sníkjudýr á móður- innl. Hún verður því að bæta sér upp það, sem hún lætuir fóstrinu í ié, með hollum, nærandi mat og hollum lifn- aðarháttum, ef hún á ekki að bíða tjón á heilsu sinni. Aftur á móti er óheppilegt að konur ofali sig uni meðgöngu- tímann. Við það verður fóstr- ið stærra og fæðingin erfið- ari en ella. Auk þess reynir að óþörfu á hjarta, æðakerfi, nýru og aðra líkamsvefi kon- unnar. Fyrstu þrjá mánuðina þarf konan að neyta tiltölu- lega mikils af kolvetnum (heilhveitibrauði, grautum, ávöxtum, grænmeti nema kartöflum) og mjólk, en forð- ast fitu. Síðustu 3 mánuðina skal forðast salt og saltmeti. Þetta dregur verulega úr hættunni á of háum blóðþrýst- ingi, bjúg, nýrnabólgu, með- göngueitrun og faeðingar- krömpum. Konan ætti að sneiða hjá miklum sætind- um kryddi og feitri, þung- meltri fæðu. Konan léttist oft fyrstu 3 mánuðina um V/z—3 kg en þyngist eftir það um V/i—2 '/i kg á múiiiiði. Ef þyngdin eykst mikið og skyndilega er sjálfsagt að leita læknis. Þetta stafar venjulega af bjúgmyndun eða er undirbúningur að með- göngueitrun. Varast skal mjög köld og heit böð og kerlaugar sið- ari hluta meðgöngutimans (hætta á yfirliði. Sé konan í kerlaug gæti hún drukknað). Hófleg vinna er heppileg og eins er útivist, en forðast skal mikla og snögga áreynslu, einkum fyrstu 3 mánuðina (hætta á fósturláti) og 2—3 síðustu mánuðina (reynir of mikið á hjarta og önnur Uf- færi). Gott er að konan leggi sig eftir hverja máltið. Hægð- ir þurfa helzt að vera dag- lega. Ekki má nota sterk hægðalyf eins og laxeroliu. Geirvörtur á að þvo daglega úr volgu vatni og sápu og nudda síðan með hreinum léreftsklút. Þannig herðast þæf og þola betur þegar barn- ið fer að sjúga. Séu þær aum- ar skal bera á þær mýkj- andi smyrsl en aldrei spritt. Gott er að hafa margfalda grisju („kompressu") yfir geirvörtunum og skipta oft um. Læknir þarf að fylgjast með líðan konunnar (blóði, blóðþrýstingi, þvagi o. s. frv.). Himnur þær, sem aðskilja blóð móður og fósturs eru svo þéttar að venjulegir sýkl- ar („bakteríur") geta ekki komist í gegnum þær. Þó get- ur syphilissýkillinn, sem er ákaflega mjór og gormlaga borað sér í gegnum þær og sýkt fóstrið. Aftur á móti getur barn lekandaveikrar móður ekki sýkst um með- göngutimann þó það geti skeð Framh. á bls. 51. I FALKIN N 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.