Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 16

Fálkinn - 04.04.1966, Side 16
STJÖRNUM GETUR LÍKA SKJÁTLAZT SPENCER TRACY: ★ Ég kvæntist ekki konunni, ★ sem ég elskaði. Mestu mistök lífs míns voru þau, að ég gat ekki greint á milli draums og veruleika Með því gerði ég bæði sjálf- an mig og konuna, sem ég elska óham- ingjusöm. Mig dreymdi um ást, og ég hefði átt að kvænast henni. En það gerði ég ekki. Og nú að leiðarlokum er ég þreytt- ur og einmana, en ég veit, að ef ég fengi tækifærið aftur, myndi ég stíga skrefið og gera drauminn að veruleika. Maður á heldur að grípa gæsina, þegar hún gefst og þegar maður er öruggur um, að maður sé að gera það eina rétta, heldur en að sitja það sem eftir er ævinnar og grufla yfir því, sem maður hefði getað gert, en gerði ekki. GREGORY PECK: ★ Ég hæfi ekki hlutverki ★ mínu. Síðan ég byrjaði að vinna, hef ég ævin- lega gefið hvern eyri upp til skátts. Ég geng nefnilega með eins konar sektar- tilfinningu vegna þeirra gífurlegu upp- hæða, sem ég fæ fyrir starf, sem hvorki er sérlega erfitt, eða mikilvægt. Mestu mistök mín voru að velja vinnu við kvikmyndir í stað þess að fá mér heiðar- legra starf. Ég fæ svimandi upphæðir í hvert skipti, sem ég leik í mynd, og það er auðvitað vegna þess, að myndir mín- ar gefa svo mikinn ágóða í hinum ýmsu þjóðlöndum, og því má auðvitað halda fram, að mér beri þessir peningar. En ég skammast mín, þegar mér verður hugsað til þess, á hve auðveldan hátt ég afla mér lífsviðurværis. jafnframt því sem fólk, er í raun og veru helgar sig mannúðarstarfsemi, ber miklu minna úr býtum. Þetta virðist ef til vill dálitið þokukennt, en þetta er sem sé mitt vandamál. Það versta er reynd- ar, að ef ég ætti þess kost að byrja á nýjan leik, myndi ég velja nákvæm- lega sama starf! 16 FÁLKINN • ROBERT MITCHUM: ★ Sonur minn ★ er óvinur minn. Þær eru ekki svo fáar vitleýsurnar, sem ég hef gert um dagana, en ég get gleymt þeim öllum — nema einni. Því sem ég gerði syni mínum. Jim var erfið- astur af sonum mínum — og sá sem likist mér mest. Þegar hann ákvað að gerast kvikmyndaleikari, barðist ég gegn því með kjafti og klóm. Ég vildi að hann fyndi sér betra og auðveldara lífsstarf. Síðan höfum við verið féndur. Hann skilur ekki, að ástæðurnar fyrir því að ég bannaði honum að verða leikari, voru einlægar, en heldur, að ég hafi verið afbrýðisamur út í hann. Hann hafði rangt fyrir sér, og það er heimskulegt af horrum að slíta öll bönd okkar á milli, en stærsta sökin er mín. Ég átti að vita, að maður getur ekki þvingað son sinn, heldur aðeins gefið honum ráð. Maður má ekki gleyma, að hver og einn er sjálfráður um, hvernig hann ver lífi sínu. Oft er erfitt að skilja og viðurkenna þessa staðreynd, en hún er óumflýjanleg. LESLIE CARON: ★ Ég varð ástfangin ★ í öðrum. Maðurinn minn fyrrverandi, Peter Hall, hefur sakað mig um að vera léttúðug. Hann hefur sagt, að ég sé siðlaus kona og að það sé mér að kenna, að hjóna- band okkar fór út um þúfur og fjöl- skyldan á tvist og bast. Ég varð nefni- lega ástfangin af Warren Beatty, og það er næstum ómögulegt fyrir gifta konu að verða hrifin af öðrum manni án þess að hún fái á sig siðleysisstimpil- inn. Einkum og sér í lagi ef hún á barn. Kannski er það rétt, að þetta sé stór synd og að ég eigi eftir að harma víxlspor mitt það sem eftir er ævinnar. Við Warren giftum okkur fljótlega, og nú vil ég gjarna vita, hvort ég hafi gert vitleysu með því að hlýða rödd hjarta míns í stað þess að reyna að lappa upp á leifarnar af hiúskap okkar Framh. á bls. 32. Spencer Tracy Wiliiam Holden Leslie Caron

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.