Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 20

Fálkinn - 04.04.1966, Side 20
HVERS VEGNA EINMITT Í Eftir AGATHA CHRISTIE Poirot stakk fótunum í þykka skó og fór í skinnfóðr- aðan frakka utan yfir náttfötin. — Ég kem, sagði hann. — Ég kem strax. Hafið þið vakið hin? — Nei. Enn höfum við eng- um sagt frá þessu nema yður. Mér fannst það bezt. Afi og amma eru ekki komin á fætur ennþá. Það er verið að leggja á morgunverðarborðið niðri, en ég lét á engu bera við Pever- ell. Hún — Bridget — liggur hinum megin við húsið, nær veröndinni og bókasafnsglugg- anum. — Ég skil. Þú verður að vísa leiðina, Colin. Colin sneri sér undan til þess að fela sigri hrósandi brosið og hraðaði sér niður stigann. Þeir gengu út í garðinn gegn- um hliðardyr. Morgunninn var tær og fagur, og sólin var ný- komin upp. Það var hætt að snjóa, en snjó hafði kyngt nið- ur um nóttina, og allt var hul- ið ljómandi, hvítri ábreiðu. — Þarna! sagði Colin og greip andann á lofti. — Hún liggur þarna. Hann benti með dramatískri handhreyfingu. Sviðið var sannarlega nógu áhrifamikið. Nokkrum metr- um fjær lá Bridget í snjónum. Hún var í eldrauðum náttföt- um og hafði hvítt ullarsjal um herðarnar. Á hvíta sjalinu var óreglulegur, rauður blettur. Hún sneri andlitinu frá þeim, og var það að mestu hulið svörtu hárinu. Annar handlegg- ur hennar lá undir líkamanum, hinn var teygður út frá hlið- inni með fast krepptan hnef- ann, og í rauða blettinum stóð skaftið af stórum og bognum kúrdiskum hníf, sem ofurstinn hafði sýnt gestum sínum kvöld- ið áður. —■ Mon Dieu! hrópaði Poi- rot. — Þetta er nákvæmlega eins og á leiksviði. Michael gaf frá sér hálfkæft hljóð. Colin flýtti sér að breiða yfir það. — Ég skil, hvað þér eigið við, sagði hann. — Þaff... það virðist einhvern veginn tilgerð- arlegt. Sjáið þér sporin — við ættum kannski ekki að eyði- leggja þau? — Sporin, já. Nei, við verð- um að gæta þess að eyðileggja þau ekki. — Það hélt ég líka, sagði Colin. — Þess vegna var það, sem ég vildi ekki að neinn færi til hennar, fyrr en við hefðum náð í yður. Ég hugs- aði mér, að þér mynduð vita, hvað gera ætti. — Öldungis rétt. En samt sem áður, sagði Poirot starfs- glaður, — fyrst verðum við að athuga, hvort hún er ennþá lif- andi. Ekki satt? — Við héldum aðeins ... ég á við, að við hugsuðum okkur, að bezt væri að sækja yður, áður en við hefðumst neitt að, sagði Michael hraðmæltur. — Jæja, verið kyrrir hér báðir tveir, sagði Poirot. — Ég ætla að nálgast hana hinum megin frá til þess að eyðileggja ekki sporin. Þetta eru allra fallegustu spor, finnst ykkur ekki — svona skýr og greini- leg? Spor manns og stúlku, sem ganga saman til þess staðar, þar sem hún liggur. Og síðan spor eftir manninn, sem snýr aftur — einsamall. — Þetta hljóta að vera spor morðingjans, sagði Colin ákaf- ur. — Einmitt, sagði Poirot og kinkaði kolli. — Spor morð- ingjans. Langur, grannur fótur í dálítið sérkennilegri gerð af skóm. Mjög athyglisvert. Ætti að vera auðvelt að þekkja þau aftur. Jú, þessi spor verða mjög mikilvæg. í sama bili kom Desmond Lee-Wortley út úr húsinu ásamt Söru og stefndi á þremenn- ingana. — Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hérna? spurði hann og hló þvingað. — Ég sá ykk- ur út um gluggann minn. Hvað er um að vera? Guð minn góð- ur — hvað er þetta? Það lítur út eins og ... eins og... . — Einmitt, sagði Poirot. — Það lítur út eins og morð, er það ekki? Sara greip andann á lofti, en leit síðan á piltana tvo með tortryggnislegu augnaráði. — Þér eigið þó ekki við, að einhver hafi myrt þessa — hvað heitir hún nú aftur? — Bridget? hrópaði Desmond. — Hvern gæti svo sem lang- að til að myrða hana? Það er óskiljanlegt! — Margir hlutir eru óskilj- anlegir, sagði Poirot. — Eink- um fyrir morgunverð, er það ekki? Svo bætti hann við: —- Gjörið svo vel að bíða hér, öll. Hann nálgaðist Bridget í stór- um boga og beygði sig yfir hana. Colin og Michael stóðu nú og hristust af niðurbæld- um hlátri. Sara gekk til þeirra og hvíslaði: — Hvað er það nú, sem þið tveir hafið tekið upp á? — Góða, gamla, Bridget, hvíslaði Colin. — Er hún ekki stórkostleg? Hún hreyfir hvorki legg né lið! — Ég hef aldrei séð neinn jafndauðan og Bridget, hvíslaði Michael. Hercule Poirot rétti sig upp aftur. — Þetta er skelfilegt, sagði hann óstöðugum rómi. — Sannkallaður sorgaratburður. Colin og Michael sneru sér undan í skyndi til þess að geta varizt hlátri. Michael spurði með hálfkæfðri rödd: — Hvað — hvað ætlið þér nú að gera? — Hér er aðeins eitt að gera, svaraði Poirot. — Við verðum’ að gera boð eftir lögreglunni. Vill eitthvert ykkar hringja, eða kjósið þið heldur, að ég geri það? — Ég held . . . ég held — ja,i hvað heldur þú, Michael? sagði( Colin. — Ég held, að það sé bezt' að hætta leiknum þegar hæst stendur, svaraði Michael. Hann gekk eitt skref fram. í fyrsta skipti virtist hann nú eitthvað óviss með sjálfan sig. — Mér þykir þetta mjög leitt, sagði hann. — Ég vona að þér verð- ið okkur ekki allt of reiður. Þetta — já, sjáið þér til, þetta var eins konar jólaleikur. Við hugsuðum okkur að ... að út- búa smá morð fyrir yður. — Útbúa morð fyrir mig? Þetta er þá ... ? — Þetta er aðeins smá leik- ur sem við settum á svið fyrir yður, útskýrði Colin, — svona til þess að yður fyndizt þér vera meira heima hjá yður. —- Aha, sagði Poirot. — Ég 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.